Verði ljós - 01.05.1900, Side 9

Verði ljós - 01.05.1900, Side 9
73 opinberunar-sanninda, sé í öllum atriðum áreiðanlegt og rétt, það verður ekki með réttu á þeim bygt. Og að leiða hið siðara af liinu fyrra er því síður rétt. Því að af óskjátlanleikanum á svæði opiuberuuarinnar, þar sem um þau efni er að ræða, sem „auga ekki sá og eyra ekki heyrði og aldrei hefir upp komið i hjarta nokkurs manns", að leiða ó- skjátlanleika á öðrum svæðum, sem snerta það er auga sér og eyra heyrir, og sem því stauda opin ransóknum inanusandans, er álíka fjarri liinu sanna og rétta, eins og ef einhver hóldi því fram, að sá maður, sem öðlast hefir fullkomna þekkingu á þeim efnum, er snerta trú hans, fyrir það lilyti einnig að hafa til að bera fullkomna þekkingu á ýmsum öðrum efnum, sem trú lians eru með öllu óviðkomandi. En maður skyldi halda, að þeir menn, sem hór og anuarsstaðar eru f að andæfa hinum vísindalegu biblíuransóknum og þeim sannindum, er þær haí'a í ljós leitt, litu einmitt svo á málið. Því að þeir vilja fyrir hvern muu telja mönnum trú um, að óskjátlanleikiun á svæði hinna yfirskynjanlegu sanninda hljóti einnig að ná til svæðis liinua skyujan- legu sanninda. En það stendur aftur í sambaudi við algert þekkingar- leysi þessara manna á öllu eðli guðlegrar opinberunar annars vegar og ritniugarinuar hins vegar. Þeir blanda þessu tvennu saman ; guðleg opiuberun verður fyrir þeim sama sem heilög ritning, og alt þeirra tal um ritninguua verður þannig, að ætla mættij. að húu væri einhver loftsteinn eða vígahnöttur, kominn til jarðarinnar beina leið frá himnum. Þeir sjá hvergi — auðvitað af því að þeir vilja ekki sjá það — merki mannshandarinnar á neinu, og eigna það svo alt guði eða heilögum anda. Og því geta þeir líka borið aðra eins frámunalega fjarstæðu á borð fyrir almeuning og þá, að sé nokkuð það til i ritninguuni, erhægt sé að vefeugja, só ekki hægt að byggja neitt á lienni í noklcru tilliti(!), svo að niðurstaðan verður sú, að áreiðauleiki ritningarinnar í þeim efuum, er suerta sáluhjálp maunanna, stendur og fellur með áreiðanleik henuar í sögulegum atriðum, náttúrufræðilegum, læknisfræðilegum o. s. frv. — kenning, sem er svo vitfirringsleg, frá livaða hlið sem húu or skoðuð, að naumast nokkur maður með heilbrigðri skynsemi mundi dirfast að bera hana fram opiuberlega. En svo að vér víkjuin aftur að skoðun Jesú á gamla testainentinu, þá mætti spyrja: Muu það þó ekki hafa verið skoðun frelsaraus, að gamla testameutið væri lieilög bók? A því getur engiuu vafi leikið. Það skín hvervetna iram af orðum frelsarans, er hann vitnar til þess, að hann hefir álitið það heilaga bók, og í því tilliti haft söinu skoðun á því og samtíðarmeun háns og landar. En af því væri raugt að álykta, að hann hafi þá líka álitið gamla testamentið fullkomnabók ogóskeikula i öllum greiuum. Því heilög bók og íullkomin bók er sitt hvað. Iíeilög er hún af því að mikið áf efni heunar er heilagt þ. e. lýtur að samfólagi mannanna við guð eða af-

x

Verði ljós

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.