Verði ljós - 01.11.1900, Blaðsíða 7

Verði ljós - 01.11.1900, Blaðsíða 7
167 ast, að sjálft hið audlega ásigkomulag barnsins eða eðli sjálfrar skirnar- innar mótmælti því engu að síðnr, að unghörn sóu skírð. Og' þetta er þá einnig þriðja höfuðmótbára þeirra, er hafna uug- barnasldrninni og sú mótbáran, sem mest áherzla er lögð á af þeim. Þeir segja: Uugbarnaskírnin er óhæfa, með því að skírnin heimtar trú, en um trú getur ekki verið að ræða, þar sem vituudarlífið er enn ekki vaknað. — Vér skulum nú virða þessa mótbáru fyrir oss og sjá hve mikið liún hefir til sins máls. Iívað snertir liið audlega ásigkomulág barnsins, þá er það að vísu satt, að eigi verður hjá nýfæddum börnum talað um trú í vanaleguin skilningi, trú, sem þau sjálf hafi meðvitund um, trú, er líti að ákveðnu elni, senr þau geti gort sjálfum sér og öðrum grein fyrir. En þetta er ekki það sama sem þau skorti hiun andlega móttækileika fyrir blessun skírnarinnar. Jafnframt hinni meðfæddu syndartilhneigingu, er barninu meðsköpuð þrá eftir endurlausu. Þessari endurlausnarþrá, sem postpl- inn segir, að jafnvel skynlausar skejmur hafi til að bera (Róm. 8, 19), hefir maðurinn ekki glatað, svo sannarlega sem guðsmyndin hjá honum er ekki með öllu afmáð við fæðingu lians í lieiminn. En þessi þrá hjá manniuum, jafnvel þótt hann, eins og á sór stað hjá barniuu, só sór liennar eldri fyllilega meðvitandi, birtist sem mótspyrnuleysi gegn áhrif- um náðarinnar, sem fúsleiki hjarlans til að leyfa guði að byrja góða verkið með manninu og veita honum hlutdeild i náð sinni og blessun. Tilfiuning eigin umkomuleysis og lijálparþarfar, samfara trausti til þeirra, er standa baininu næstir, eru þeir eiginlegleikar, sem fyrst koma í ljós hjá barninu. En einmitt sömu eiginlegleikarnir eru það, sem mest er undir komið, þegar ræða er um að veita guðs ríki viðtöku. £>ví verð- ur ekki heldur neitað, að mjög snemma verður hjá barninu vart við inóttækileik fyrir áhrif að utan. Mjög snemma skilur barnið bros móð- ur sinnar og augnaráð, enda þótt það geti ekki gert sér fyllilega grein fyrir því. Sé því nú svo varið, að vér menuirnir getum mjög snenima eins og rutt oss braut til barnssálarinnar, hve ir.iklu fremur ætti þá ekki drottiuu sjálfur að geta rutt sér braut þaugað, áður en meðvituud- arlífið er vaknað, jafnvel við byrjun lífsins. Loks verður þvi ekki með rökum liruudið, að trúarhæfileikinn er sá liæfileiki, sem einna fyrst þroskast hjá barninu, því að þetta sýnir dagleg reynsla oss. Barnið talar og dreymir um liiinuaföðurinn og frelsarauu, um engla og andlegar verur, um himnariki og Paradís, löngu áður en það ber nokkurt skyn á hinn sýnilega heim. Alt þetta er ljós vottur um móttækileika barnins og fúsleika hjartaus til að veita þeirri náð og blessun viðtöku, sem guð vill veita þvi, jafnvel þótt vitundarlíf þess sé enn okki vakuað. Það er yfirhöfuð að tala ómögulegt að segja á livaða aldursstigi barnið öðlast móttækileika fyrir guðs náð og áhrif auda hans. I nýja testamentinu er jatnvel sagt um Jóliannos skirara, að haun eigi að fyllast heilögum anda þegar frá móðurlífi (Lúk. 1, 15). Ásigkomulag barnsins getur þvi aldrei orðið því til fyrirstöðu, að sú náð, sem barninu er boðin í skíruinni, hlotuist þvi. Miklu fremur verðum vér að segja ineð Martensen biskup, að einmitt ungbarnaskírn- in só hin fullkomuásta skírn, því að livergi koma þeir eiginlegleikar betur í ljós en hjá uugbarninu, sem telja má höíúðskilyrðin fyrir því uð fá hlutdeild í sldrnarnáðinni, sem só tilfinning eigin umkomuleysis, trú- arfúsleikinn og trúnaðartraustið.

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.