Verði ljós - 01.05.1902, Blaðsíða 2

Verði ljós - 01.05.1902, Blaðsíða 2
66 ffmmcEli ýmsra manna um ágæti bibliunnar. Pýtt hofir oftir „Bihelen at P. W. Farrar" sóra Davið Guðmundsson á Hoíi. Til er meir en lítill hópur af vitnisburðum um ágœti helgrar ritningar og hversu mjög hún taki fram öllum öðrum ritsmíðum manna. „Hvert orð skal staðfest í munni tveggja eða ]>riggja votla“. Ég ætla að byrja á sjöstirni af vottum. 1. Jolm Henry Newmann var rómverskur kardínóli, hann sagði um biblíuna: „Ljós hennar Iýsir svo skært, að líkast er himin- tungli, hið víðtæka efni hennar er líkt og sjávargeimurinn, hið margbreytta efni hennar er líkt og bréytileg náttiírufegurð. sem ber fyrir augu vegfarandi manns“. 2. Ileinrich Heine var í aðra röndina þýzkur Gyðingur, í aðra frakkneskur, Hann var bráðgáfaður maður, hinn orðhagasti, efagjarn mjög. Hann segir sjálfur frá. Einn sunnudag, ]>á er liann var á eynni Helgulandi, leiddist honum svo mikið, að hann vissi ekki hvað hann átti af sér að gera. Ut úr ráðaleysi tókhann biblíuna og sat við að lesa hana meiri hluta dagsins. Hann segir, að það hafi ekki einasta haft af fyrir sér, að lesa í henni, heldur hafi hann haft af ]>ví stórmikið gagn sér til andlegrar fræðslu. „Slik bók“, sagði hann, „svo yfirgripsmikil og víðtæk eins og al- heimurinn! rætur hennar standa í djúpum sköpunarinnar, og upp á við nær hún alla leið upp í hinn dularfulla blágeim himinsins. Sólarupprás og sólsetur, fæðing og dauði, fyrirheiti og framkoma, hinn stórkostlegi sjónleikur gjörvalls mannkynsins er í þessari bók. Hún er bók bókanna. Gyðingar mega vel við una ]>ó að jieir liafi mist Jerúsalem, musterið, sáttmálsörkina, skartgripi Salómons. Það eru smámunir að hafa mist slíka hluti i samanburði við hiblí- una, ]>ann dýrgrip liafa þeir geymt og honum má ekkert granda. Ef mig misminnir ekki, ]>á var það Múlmmed, sem nefndi Gyðingana „þjóð bókarinnar“ ; það nafn hefir loðað við þá siðan, og er mjög svo einkennilegt. Ættland þeirra er bók; þeir húa i milli spjalda hcnnar. Þar hafa þeir horgfélagsréttindi, sem enginn á neitt yfir að segja; þar nær þeim hvorki ofsókn né óvirðing. Þeir söktu sér niður í lestur þessarar bókar, og létu sig lítið varða um- breytingar þær, sem urðu i heiminúm umhverfis þá. Þjóðir komu og fóru, ríki stóðu í blóma og hurfu úr sögunni, stjórnarbyltingar

x

Verði ljós

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.