Verði ljós - 01.05.1902, Page 4
og licfir skýrt betur réttan skilning á ritningunni og sögu hennar
með óþreytandi rannsóknum sinum, sem hann hélt áfram alla æfi,
en allir þeir til samans, sem í móti honum risu. Einu sinni ])egar
Stanley prófastur kom til hans, bar svo við að nýja testamentið,
sem - lá á litlu borði, féll á gólfið. „Mér er fyrir minni“, segir
Stanley, „það gi'ifuga eldfjör, er skein út úr honum, þegar bann
tók upp þessa litlu bókogsagði: „I þessari bók er sú bezta vizka
sem til er í heiminum“, og þó kölluðu margir hann hættulegan
villutrúarmann“.
5. Ernest lienan var frakkneskur efunarspekingur, hágáfað-
ur og fyrirtaks orðhagur; trúarsannfæring hans var mjftg á reiki
og frágangssök að henda reiður á henni; en ]»ó segir hann: „Frá-
sögur Gyðinga og kristinna manna bafa vakið gleði í 18 hundruð
ár, og undrum sætir ]>að aíl, sem í þeim er til siðbóta. Biblían
. . . er binn mikli huggari mannkynsins, bvað sem liver segir“.
f>. Prófessor líuxley var einn af hinum fremstu vísinda-
mönnum. Hann leiddi lijá sér alla guðstrú og alla kristilega trú-
arlærdóma. Þó sagði hann, þegar hann var í skólanefnd, að eng-
inn hlutur væri heillavænlegri fyrir börn, til að fá af fylstu menn-
ing, en biblían, og 1870 skrifaði bann: „Eg liefi ávalt baldið mjög
fram barnafrœðslu, er eigi væri bundin við neina tiltekna trúarjátn-
ingu, og hefi eigi viljað láta blanda trúmálnm inn í þá fræðslu;
en ég verð að játa, að jafnframt hefi ég verið í miklum efa um,
bver ráð væri hentug önnur en biblían, til þess að halda lifandi
guðræknistilfinningunni, sem er aðalundirstaða siðlegs framferðis,
]>ví nú segir sinn bvað í þessu efni. Biblían hefir verið bið mikla
frelsisskjal fátækra manna og ánauðugra. Alt fram að seinustu
tímum hefir ekkert ríki fengið stjórnarskipunarlög, þar sem bags-
muna þjóðarinnar bafi verið jafn vel gadt eða skyldur stjórnenda
teknar fram yfir réttindi þeirra með jafnsterkum orðum, eins og í
stjórnarskipunarlögum þeim, sem Israelslýð voru gefin. Hvergi
hefir verið lögð á ]>að jafnmikil áherzla eins og í biblíunni, að vel-
gengni ríkisins væri komin undir velgengni samþegnanna, þegar til
lengdar lætur. Það er hyggja mín, að mannkynið megi ekki enn
inissa af því að hafa biblíuna sér til fyrirmyndar, og má vera að
það megi það aldrei“.
7. Matthew Arnold var fyrirtaks gáfumaður, orðhagur og
glöggskygn; heimsskoðun hans var alls ekki sniðin eftir kirkju-
trúnni, en biblíuna mat hann bóka nYest og las bana stöðugt, og
hann studdi mjög að réttii skýringu á henni, því að hann hélt því