Verði ljós - 01.12.1903, Qupperneq 2

Verði ljós - 01.12.1903, Qupperneq 2
178 VERÐI LJOS! •jfeimurinn og guð. Til sannkæra efasemdamannsins. IÞú segir, sannkæri efasemdamaður, að nútíðarvísindin geri þér ó- mögulegt að aðhyllast kristnu trúna sem Sannleik, að sú mynd af guði, sem kristna trúin hefir að geyma, geti með engu móti samrímst þeirri mynd aí' heiminum, sem nútiðarvisindin dragi upp. Eg veit, að þú segir þetta satt, — ég veit, að nútíðarvisindin því miður hrinda mörgura 8annkærum manni út í baráttu og bugarstríð, út ú brautir efasemda og vantrúar, af því að þeim finst guðs-hugmynd kristindómsins og heims-hugmynd visindanna lcoma i bága hvað við annað. Og mér þykir þetta sárt, að hiu vísindalegu sannindi, sem ég elska, skuli verða til þess að gera þig fjaudsamlegau í garð hinna guð- dómlegu sanninda, sem ég líka elska. Ég skil ekki, að svo þurfi að vera. £>ví betur sem ég kynnist þeim sannindum, sem visindin hafa í Ijós leitt að þvi er heimiun snertir, og því betur sem ég lifi mig iun i þau sannindi til sáluhjálpar, sem Jesús Kristur hefir opinberað oss að því er guð snertir, þess dásamlegra finst mér samræmið og þess i'ull- komlegar virðast mér þessar tvær hugmyndir, guðs-hugmynd kristin- dómsins og heims-hugmynd vísindanna, koma heim hvor við aðra. Ég er sannfærður um, að þessi ósamrímanleiki, sem þú álítur að hér eigi sér st.að, er ímyndun ein. Sú mynd af guði, sem kristindóm- urinn hefir að geyma, — guðs-hugmynd nýja testamentisins — getur mjög vel samþýðst þeirri hugmynd um heiminn, sem vísindi vorra tíma gefa oss — þegar vel er athugað. Berum saman nokkra höfuðdrætti í báðum þessum myndum. Vísindi nútímans prédika, að himingeimurinn, sem þessi hnöttur, er vér byggjum, svífur í, sé óendanlegur; kristindóinurinn prédikar, að sá guð, sem alt hefir skapað og öllu stjórnar, só óendauleg og ótak- mörkuð vera. Éinst þér þetta koma í bága hvað við aunað? Mór finst þetta miklu fremur samrímast hvað öðru mætavel. Vísindi nútimans prédika, að jörðin, sem guð hefir útvalið oss til bústaðar, só að eins sem örlítið sandkorn í sarnanburði við alheiminu; kristna trúir prédikar, að guð, sem vér trúum á sem föður drottins vors Jesú Krists og föður vorn, sé einmitt sá guð, er útvelur hið auð- virðilega og smáa. Visindi nútímast halda þvi fast fram, að heiraurinn stjórnist af föstum og óhagganlegum lögum; kristna trúin kennir oss, að guð só sannorður og trúr, reglunnar en ekki glundroðans guð. — Vísindi nútímans — og það hin nákvæmustu, — játa fúslega, að þau um siðir reki sig á takmörk, þar sem allar rannsókuir hljóta að hætta, þar sem hið dularfulla tekur við, liiuir miklu leyndardómar til-

x

Verði ljós

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verði ljós
https://timarit.is/publication/501

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.