Verði ljós - 01.12.1903, Síða 10
186
VERÐJ LJÓS!
feimni. ,.Setjist þér nú þarna og skýrið inér svo frá, hvað yður liggur
á hjarta.“ Hr. Greatheart mátti ekkert aumt sjá að hann væri ekki
fús til að hjálpa.
„Er það um manuinn yðar eða ef til vill um son yðar, sem þér
vilduð ráðgast við mig?“ spurði hann aftur, er konan gat enn etigu
orði upp komið. „Konur koma sjalduast í eigin erindum, þær hugsa
sjaldnast um sjálfa sig eins og karlmennirnir.“
„Nei, óg er ógift“, svaraði hún, „ég kem hingað vegna húsbónda
míns, sem ég þykist vita að þér þekkið, — hans Samúels Daðasonar".
„Hans Samúels Daðasonar? Jú, reyndar þekki ég hann; fyrir 50
árum vorum við báðir við nám hjá sama manninum. Er hann sjúkur?
„Nei, haun er dáinn, — dó snemma í morgun. Þér verðið að fyrir-
gefa mér, að ég er hálf utan við mig. En ég hefi verið bústýra hans í
yfir 30 ár“ —
„—Æ, mig furðar þá ekki á því. Hvað heitið þér? — ójá, Maria
Wilkins. Eg skil það mjög vel, að þetta hefir fengið á yður, það hlýtur
svo að vera eftir 30 ára samvistir. Hafði hann legið lengi?“
„Nei — eiginlega lá hann alls ekki. En honum fór mjög aftur
seinni árin, hann var orðinn svo fölur í framan og máttfarinn i seiuni
tið, að ég var altaf að biðja liann um að mega sækja lækni til haus.
En þvi var ekki nærri komandi. Þegar ég þar á móti varð eitthvað
lasin eða vinnustúlkan, þá var strax hlaupið til læknisius, þótt þess
gerðist engin þörf. En þegar hann sjálfur var ..."
Hr. Greatheart kinkaði kolli eins og sá, er það kemur ekki á ó-
vart sem hann heyrir.
„Nei, María, mælti hann við mig; ég þarf einkis læknis við. Það
er seigt í mér og það lifir lengst sem hjúum er leiðast, sagði hann,
þvi hann talaði ávalt við mig hispurslaust, af þvi ég hal’ði verið svo
lengi hjá honum; — það lifir lengst, já, guð veit hve lengi; á morgun,
skaltu sjá, er mér batnað. Svo setti ég vínglas inn í herbergið hans
og bað hann að hringja ef hann þyrfti einhvers með að nóttinni, meira
gat ég ekki gert. Því húsbóndinn var altaf dálítið sérlundaður. Tvis-
var var ég við stofudyrnar hjá honum i nótt, því mér leizt ekki á yfir-
lit hans, er hann bauð mér góða nótt, en ég heyrði ekkert. En
þegar ég svo drap á dyr í inorgun, var mér ekki svarað. Og þegar ég
svo lault upp, þá sat húsbóndinn uppréttur í rúmiuu, og—- af þvi ég
liefi svo oft séð lík, sá ég þegar i stað hvernig komið var.“ Og bú-
stýran faldi andlitið i lófum sínum og grét sáran.
„Já, sér er nú hvað! Samúel gamli dauður, svona fórum við allir.
Hann var óvenju duglegur kaupmaðurog öll hans orð stóðu eins og staf-
ur á bók. Ekki var að tala um annað. Eg þykist líka sannfærður um,
að innrætið var betra en almenningur hugði: Eg hefi einu sinni horft
í augun á honum, það var eitthvað í augnaráðinu, sem . . . já, þér