Verði ljós - 01.12.1903, Page 12
188
VEBÐI LJÓS!
skrifborðið mitt. Hanu er heiðursmaður, sem ég veit, að gerir Jiað íyrir
.mig sera ég bið hann um.“
„Nei, sagði hann það? Hvað mér þykir vænt að heyra það . . .
Já, víst skal ég verða við beiðni hans. Þér megið búast við mér seinna
í dag; ég tek málaflutningsmanninn með mér, það er vandaður og við-
feldiun maður.“
„Sjáið þér, Velsby“, mælti hr. Greatheart, er þeir voru á leiðinni
heim að húsi Samúels; „Samúel gamli Daðason var eins og þér vitið
fyrir löngu hættur að verzla og vini átti hann fáa, ef hann hefir nokk-
urn átt, — svo ómanublendinn sem hanu var. En í rauninni var hann
allra vænsti maður.“
„Já, ég hefi heyrt yður segja hið sama áður. Nú fáum við að sjá.
Ef'tir þeirri reynslu, sem ég hefi fengið við það að hafa dánarbú til
meðferðar, verður erfðaskráiu og eftirlátin skjöl oft til þess að sýna
manni hina sönnu einkunu og eðlisfar hins látna. Eg skal ekki neita
því, að ég hefi við slík tækifæri oft fengið að komast að raun um það,
sem ég hefði sízt búist við.“
„Þér vilduð máske, Velsby, líta eftir innihaldi peningaskápsins
meðan ég l?s þetta bréf, sem hér liggur með utanáskrift til mín“, sagði
hr. Greatheart, er þeir voru komnir inn og hann hafði opnað hirzlur
Samúels. „Hann virðist hafa gert mig að skiftaráðanda. En hvað er
þetta? Erfðaskrána hefir hann sjálfur samið og undirskrifað með vit-
undarvottum málaflutningsmanus-og fógetalaust. Hvað það er líkt Samúel
gamla“.
Bréfið til hr. Greatheart, sem var margra ára gamalt, hljóðaði svo:
Liverpool 15. apr. 188 . .
„Velborni hr. Barnabas Greatheart!
Háttvirti herra! Bréf þetta, sem þér munuð fá að mér látnum, er
að eins ætlað yður, því að ég ætla mér að skrifta fyrir yður í þvi.
Æska mín varein áíramhaldandibarátta við erfiðustu ástæður; vinir mín-
ir brugðust mér sorglega og fóru illa með mig eða ver en ég þóttist,
eiga skilið af þeim. Þetta gerði mig smámsaman að ágjörnum mauun
miskunnarlausum og fullum mannhaturs. Eg slcal fúslega við það kann-
ast, að óg hefi verið harðdrægur maður og fullur beyskju, og litið með
fyrirlitningu niður á meðbræður mína ef ekki beinlínis hatað þá. Guð
fyrirgefi mér það.
En á þessu ári hefir mikil breyting orðið á mór og hjarta mitt
mýkst til muna. Þetta er ekki orðið fyrir áhrif neinnar bókar eða pró-
dikunar, heldur er það persóna yðar og dæmi yðar, sem ég get þakk-
að það. Þótt eg — og vitanlega aldrei nema að verðleikum — væri
fyrirdæmdur og fyrirlitinn af öllum almenningi, svo að allir keptust við
að áfellast mig og lasta, sá ég, að þér genguð aldrei úr vegi fyrir mór, eu