Ný evangelisk smárit - 01.01.1900, Qupperneq 3
8
að þú snúir við og leitir guðs! — Gakk til guðs
borðs!
En, því ber eigi að gleyma, að þeir menn eru og
til, sem leita guðs, en þora þó ekki að gauga til guðs
borðs. Eg hygg, að þeir séu ærið margir. Þeir leita
guðs; það er að segja: þeir þrú guð; þeir hafa guðs
orð um hönd, þeir biðja guð; þeir treysta guði; þá
óar við öllu, sem þeir álíta, að sé synd; þeir vilja
fegnir gera það eitt, sem gott' er. En þetta er alt ó-
fullkomið og veikt. Brenuandi þrá eftir guði og orði
hans, eftir að biðja hann o. s. frv. þekkja þeir ekki;
sterka iðrunartilfinningu hafa þeir aldrei þekt; fullvissu
um að vera guðs barn eiga þeir ekki til; þeir þora
ekki heldur að trúa því, að þeir séu guðs börn; þeim
finst þeir ekki lifa sem kristnum mönnum sæmir;
hugur þeirra er um of bundinu við heiminn, þ. e. við
hið daglega strit og umsvif; í hinum daglegu umsvif-
um yfirsést þeim þráfaldlega; þeir verða óþolinmóðir,
geðillir, uppstökkir. JÞeir álíta því, að afturhvarf
þeirra sé ekki sannarlegt, að þeir séu ekki eins og
þeir eiga að vera; þess vegna sé það óráðlegt íyrír
sig að ganga til guðs borðs. — Öðrum er á annan
veg farið: Þeir leita einnig guðs, þeira er inuilega um
það hugað, að lifa í sem nánustu sambandi við guð.
En þetta, sem þeim er sagt, að þeir neyti líkama
Jesú Krists og blóðs í kveldmáltíðar-sakramentinu,
virðist þeim svo undarlegt, já ótrúlegt; þeir geta ekki
varist efasemdum, og meðan þeir enn þá kenna efa-
semda, þora þeir ekki að ganga til guðs borðs. —
Enn eru þeir menn til, sem ætla, að rneðan þeir verði
ekki varir við neina löngun hjá sér eftir sakrament-
inu, geri þeir réttast í, að ganga ekki til guðs borðs.