Ný evangelisk smárit - 01.01.1900, Page 8

Ný evangelisk smárit - 01.01.1900, Page 8
8 Hugprýði irúarinnar. Hinn niikli guðsmaður Jóhannes Krýsostómos hafði með djarfyrðum sínum og siðaveudni hakað sér reiði keisarans. „Eg hlýt að reka þig í útlegð“, mælti keisarinn við hann. „Þú getur ekki rekið mig í útlegð“, svaraði Jó- hannes, „því að allur heimurinn er hús föður míns“. „Þá læt ég drepa þig“, mælti keisarinn. „Það geturþú því síður“, svaraði hinn djarfi kirkju- faðir, „því að líf mitt er með Kristi falið í guði“. „Þá tek ég frá þér allar eigur þinar“, svaraði keis- arinn. „Það er auðgert11, svaraði hinn, „því að þú veízt líklega, að ég á ekki neitt. Allur fjársjóður minn er á himnum, því að þar er einnig hjarta mitt“. „Eg skal þá að minsta kosti láta flytja þig langt hurtu frá öllum vinum þínum“. „Það er ómögulegt11, svaraði Jóhannes, „því að ég á vin á himnum og þú getur aldrei flutt .mig hurt frá honum. Og í honum er ég samtengdur öllum öðrum vinum minum. Meðan þú, herra keisari, ekki getur liflátið sálina, getur þú ekkert grand mér uunið“. Keisarinn lét af hótunum sínum i það skifti. Gefið út á kostnað „Félagsins til útbreiðslu guðræki- legra smárita“ (The Religious Tract Society) i Lundúnum. Félagsprentsmiðjan. — 1900.

x

Ný evangelisk smárit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný evangelisk smárit
https://timarit.is/publication/502

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.