Ný evangelisk smárit - 01.07.1900, Síða 4

Ný evangelisk smárit - 01.07.1900, Síða 4
4 Það er eiiginn vafi & því, að Jesús átti marga slíka lærisveina, er voru það á laun; ég nefni að eins Nikó- demus og manninn, sem átti stofuua, þar sem Jesús neytti jiáskamáltíðarinnar síðustu. Postulunum var ó- kunnugt um þenuan lærisvein ; en Jesú var kunnugt um hann. Þeir eru ærið margir, sem þannig eru kristnir á laun, eða halda kristindómi sínum leyndum. Nafntogaður maður sannkristinn, var ekki alls fyrir löngu boðinn til veizlu við hirðina í Berlín. Hann var flestum þar ókunnugur, stóð út af fyrir sig í gluggaskoti og hugsaði með sjálíúm sér, er hann leit yfir samkvæmið: „Hvílík heimshyggja og veraldleiki—• án guðs“. Þá gekk til hans þýzkur hershöfðingi, sem vissi, að hinn ókunnugi var trúaður kristinn maður,— ef til vill hefir hann haft eitthvert hugboð um, hvað hinn væri að hugsa; að minsta kosti mælti hann við hann: „Dæmið oss ekki eftir útlitinu. I þessum veizlusal eru niargir, sem biðja til guðs, biðja fyrir ættjörðu sinni. — Bænin er máttur þjóðanna“. Þeir munu vera víðar til slíkir veizlusalir, þar sem kristnum-manni virðist ástæða til að segja: Hvílík heimshyggja, hvílikur veraldleiki — án guðs. En mundi ekki einhver þar geta sagt: Dæmið oss ekki eftir útlitinu. I þessum veizlusal eru margir, sem biðja til guðs? Vera má, að einhverjir þeir lesi orð min, sem hafa kannast við það fyrir guði, að þeir vilji fegnir vera börn hans, en sem ekki hafa kannast við það fyrir mönnum. Þeir hafa enn ekki getað fengið sig til þess eða viljað trúa nokkrum manni öðrum fyrir hugsunum sínum og tilfinningum að því er snertir trúarleg efni — ekki einu sinni maka sínum eða manni.

x

Ný evangelisk smárit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný evangelisk smárit
https://timarit.is/publication/502

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.