Ný evangelisk smárit - 01.07.1900, Blaðsíða 5

Ný evangelisk smárit - 01.07.1900, Blaðsíða 5
Ég get vel hugsað mér, að t. a. m. Nikódemus kafi ekki einu sinni sagt konunni sinni frá því, sem hon- um hjó í skapi. Ég veit líka, að það er ekki ávalt auðveldast að játa slikt fyrir þeim, er standa oss næstir í lífiuu. Guð er ekki strangur við þessa menn, sem eru kristnir á laun. — Vér sjáuin og, að Jesús tók alls ekki hart á þeim. Sannleikurinn er sá, að oft getur staðið svo á, að hið eðlilegasta sé, að mennirnir haldi því leyndu um stund, og ég skal jafuvel bæta því við, að margur maðurinn hefir lifað hin ljúfustu, hreinustu og glöðustu augnablik samfélags síns við guð, áður en það var á nokkurs manns vitorði, að hann var orðinn guðs barn. Þessu er eins farið og leynilegri trúlofun. Elsk- hugarnir lifa oft sælustu og hreinustu augnablik ást- arsamlífs síns, áður en ástarsamband þeirra er á nokk- urs manns vitorði. En þó verður þetta að breytast. Það er ekki holt að lialda leugi leyndri trúlofun sinni. Og það er ekki heldur holt að halda lengi leyndu sambandi sínu við guð. Eyr eða síðar verða menn að hætta því að vera kristnir á laun. Kærleikurinn fær eklti til lengdar dulist, ekki lieldur kærleikurinn til guðs. En nú munu kannske margir þeirra, sem kristnir eru á laun, segja: Ég get ekki verið í öllu tilliti eins og hiuir kristnu og ekki heldur trúað á sama hátt og þeir. TÞeir munu ekki heldur fást til að viðurkeuna mig sem einn úrþeirrahóp. Þeir munu segjaviðmig: Blessaður vertu — þú verður fyrir hveru mun að breytast, bæði hvað háttsemi þina snertir og trú þína.

x

Ný evangelisk smárit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný evangelisk smárit
https://timarit.is/publication/502

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.