Ný evangelisk smárit - 01.09.1900, Qupperneq 6

Ný evangelisk smárit - 01.09.1900, Qupperneq 6
6 Góði hirðirinn her þig enn 4 herðurn sér í dálitið öðrum skilningi. Hann ber þig á herðum sér tilhim- ins, þar sem hann sjálfur á heima við hægri hönd föðursins. Hann „fullkomnar11 trú þína, svo að þú í trúnni á hann, sem úthelti blóði sínu fyrir þig, hefir djörfung til að innganga í helgidóminn. Hann kennir þér að nálgast drottins hús, himininn, með einlægu hjarta og öruggu trúartrausti, og að halda fast við játningu vonarinnar, þar sem þú veizt, að trúr er sá, sem fyrirheitið hefir gefið (Hebr. 10, 19. 22—23). Og hvenær verður trú þín fullkomin ? IÞað verður liún þegar þú ekki framar þarfnast trúarinnar, en sérð á himnum augliti til auglitis frelsara þinn, sem þú trúðir á hér á jörðunni og elsliaðir, þótt þú sæir hann ekki. Og þá muntu einnig með augum hins barns- lega kærleika sjá himnaföðurinn. Já, meira að segja, þú getur séð þinn himneska föður hér á jörðu, því að 3. hver sem hefir séð Jesúm, hefir séð föðurinn. Þegar Jesús, nóttina sem hann gekk út i dauðann, talaði við lærisvei.na sína um föður sinu, mælti Fil- ippus: „Herra ! Sýndu oss föðurinn og þá nægir oss“. Jesús svaraði: „Svo lengi hefi ég hjá yður verið, og þú, Filippus, þekkir mig ekki ? Sá, sem hefir séð mig, hefir séð föðurinn (Jóh. 14, 8. 9). Og svo bætir frelsarinn þessu við: „Trúið mér, að ég er í föðurnum og faðirinn í mér; en ef ekki, þá trúið mér vegna verkanna11. Jesús kom í heiminn til þess að tala orð föðursins og vinna verk föðursins. „Enginn hefir nokk- urn tíma séð guð, en hinn eingetni sonurinn, sem er í skauti fóðursins, hann hefir sagt oss frá honum“. Þetta

x

Ný evangelisk smárit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný evangelisk smárit
https://timarit.is/publication/502

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.