Kristniboðinn - 01.05.1934, Side 2
2
KRISTNIBOÐINN
öllum þjóðfélagsstétlum, ríkir og fátæk-
ir, hafa gengið Kristi á hönd og sýnt það
áþreifanlega í lífi sínu, að kraftur kross-
ins megnar að umskapa syndara.
Pessar trúarvakningar hafa m. a.
orðið til þess, að Biblían hefir selst meira
en nokkru sinni fyr. Einkum hefir sala
hennar aukist mjög ört nú 2—3 síðustu
árin, síðan heimskreppan dundi yfir. Er
fróðlegt í því sambandi að lesa skýrsl-
ur Breska biblíufélagsins. Þar má m. a.
sjá, að það er ekki síst í kaþólskum lönd-
um, að sala Biblíunnar hefir aukist
mjög. Er það ekki síst mjög áberandi
á Spáni, síðan lýðveldi var sett á stofn
og kirkjan var skilin f'rá ríkinu og þar
með kaþólska klerkastéttin svift valdi
sínu yfir þjóðinni að miklu leyti.
I þessu sambandi má geta þess, að
evangeliskur kristindómur hefir unnið
mikið á í kaþólskum löndum síðari árin,
þrátt fyrir afarmikla erfiðleika. Pað
hefir einnig vakið mikla eftirtekt, aö
ýmsir kaþólskir stjórnmálamenn hafa
sýnt evangeliskum kristindómi vinar-
hug, eins og t. d. bæði Hitler og Mussolini.
Ef vér svo lítum á. kristniboð’ið, þá
sjáum vér víða mikinn og glæsilegan sig-
ur krossins. Já, það er víst óhætt að
segja, að aldrei hafi framgangur fagn-
aðarerindisins meðal heiðingja verið
meiri síðan á dögum postulanna. Mestu
vakningar, sem trúboðssagan getur um,
hafa gengið yfir trúboðslöndin nú síð-
ustu árin. Nú er ekkert land lokað fyr-
ir kristniboðinu, en ýms stjórnarvöld
bera vinarhug til þess. Fleiri og' fleiri
dyr opnast trúboðinu með ári hverju,
já, næstum mánuði hverjum. Hvaðan-
æfa koma beiðnir til kristniboðsfélag-
anna um fleiri kristniboða, og það er
fjarri því að þau geti orðið við öllum
þeim beiðnum.:;:) Hin heiðnu trúarbrögð
eru að missa tökin á þjóðunum, og í
friðvana leit snúa þær sér í aðrar átt-
ir til að finna dýpstu þrá sinni fullnægt.
*) Evangeliskir trúboðar eru nú alls 30 þús.
og þar við bætast svo ca 200 þús. innfseddra
aðstoðarmanna.
Saga eftir Poul Solberg, skólastjóra.
»Því yður er ætlað fyrirheitið og börri-
um yðar--------—«
Hans gamli Nordstad hætti hér lestr-
inum. Hann sat lengi þögull og hugs-
andi. Tvö stór tár runnu niður hrukk-
óttar kinnar hans — eins og svo oft
áður, er hann hugsaði um börnin sín.
En orðið varð að fá að Ijúka starfi
sínu. Það var eins og sólargeisla brygði
yfir andlit hans, enda þótt ofurlítill
titringur væri í kringum munninn.
Hann þerraði tárin af sér og sagði af
öllu hjarta: »Þökk sé þér, góður Guð! —|
Þökk fyrir fyrirheitið!« \
Svo fór Hans gamli að syngja. Rödd-
in var að vísu dálítið rám, en samt var
Sama er að segja um trúboðið meðal
Múhameðstrúarmanna og Gyðinga, að
þar hefir einnig unnist mikið á nú síð-
ustu árin, en það er annars talið erf-
iðasta trúboðsstarf kirkjunnar.
Saga Gyðinganna síðustu árin, og þá
ekki síst síðasta árið, er einnig mjög
eftirtektarverð. Eftir heimsstyrjöldina
fengu þeir að tilhlutan Englendinga leyfi
til að flytjast til Palestínu og setjast þar
að, og hétu Englendingar þeim vernd
sinni. Þúsundir Gyðinga hafa notað sér
þetta boð, og þrátt fyrir miklar erjur
og jafnvel blóðsúthellingar við Araba
sem fyrir voru í landinu, þá hefir þeim
þó tekist að koma sér vel fyrir, og hefir
landið tekið algerum stakkaskiftum, þar
sem þeir hafa sezt að. M. a. hafa þeir
komið upp hebreskum háskóla og bóka-
söfnum, og nýlega hafa þeir farið þess
á leit við Þjóðabandalagið að þeir fengju
leyfi til að endurreisa musterið í Jerú-
salem. Og mjög eftirtektarverð hreyf-
ing hefir vaknað meðal Gyðinga nú síð-
ustu árin í sambandi við heimför þeirra
og eftirvæntingu um komu Messíasar.
Svo kom byltingin í Þýzkalandi í jan-
úar í fyrra, og kom hún einna harðast
niður á Gyðingum. Mælt er að 65 þús.
Gyðingar hafi flæmst úr landi, og þeir
sem eftir eru eiga yfirleitt við bág kjör
að búa. Er enginn vafi á því, að það mun
auka að miklum mun heim-ílutning
þeirra, því að það eru fáar þjóðir, sem
kæra sig um, að þúsundir Gyðinga ílytj-
fst inn í landið. Yfirleitt hefir óvildin
í garð Gyðinga farið mjög í vöxt síðari
árin, og lig'gja til þess margar orsakir,
en hér er þó ekki hægt, rúmsins vegna,
að koma nánar inn á það flókna vanda,-
mál. En afleiðingin af þessari óvild er
m. a. sú, að Gyðingar einangrast enn
meir en verið hefir, og er ekki sjáanlegt,
að þeir muni nokkru sinni geta sam-
einast vestrænum menningarþjóðum.
Það er því ekki um annað að gera fyrir
þá en að stofna sitt eigið ríki. Enda er
það í samræmi við spádóma, ritningar-
innar; þeir munu einnig í þessu efni
rætast, því að Ritningin getur ekki rask-
ast.
Yfirleitt má því segja, að margt bendi
til þess, að nú séu fagnaðarerindinu opn-
ar fleiri dyr en verið hefir um langan
aldur, og undir því er framtíð kirkj-
unnar komin, að hún hafi kraft og vilja,
til að ganga inn um þessar opnu dyr,
áður en þær lokast aftur.
En allar hafa þessar björtu hliðar
sínar tilsvarandi skug'ga.
Guðleysislireyfingin er útbreydd um
allan heim. Guðleysingjar hafa ávalt
verið til og sömuleiðis guðleysishreyfing-
ar. Að því leyti er þetta ekki nýtt fyrir-
brigði, og væri ekki neitt annað eftir-
tektarvert í því sambandi, þá gætum
vér varla talið þetta sérstakt tákn vorra
tíma fremur en annara. En alvöruþungi
þessa máls er ekki í því fólginn, að guð-
leysið er mjög útbreitt, heldur í því, aó
guðleysið birtist í skipulagðri al -
þjóðahreyfingu undir forystu
valdhafanna í einu víðlendasta ríki ver-
aldarinnar, Rússlandi. Hin markvissa
skipulagning' er nýtt fyrirbrigði og í
henni er hættan fólgin. Rússnesku vald-
hafarnir fara alls ekki dult með það,
að þeir vinna að því með oddi og egg
að útrýma allri trú, nema trúnni á Len-
in og kommúnismann. Er þeim það svo
mikið kappsmál, að þeir hafa tekið það
upp sem lið í hinum svo rtefndu »fimm
ára áætlunum«.
Þessi guðleysishreyfing hefir að vísu
fengið mikinn hnekki í Evrópu á s. 1.
ári, þar sem þýzka guðleysjng'iasam-
bandið, sem var talið lang-öflugasta og
bezt skipulagða deild alþióðasambands-
ins, var leyst upp skömmu eftir va'laa-
töku Adolfs Hitlers. Og skömmu síðar
samþykti austuríska þingið lög, sem
bönnuðu félagskap guðleysingja þar í
landi. Geta má, þess einnig, að norska
Stórþingið samþykti á s. 1. vetri lög
þess efnis, að herða á þeim fyrirmælum
stjórnarskrárinnar, sem leggja refsingu
við guðlasti.
auðheyrt, að hann hefði haft góða söng-
rödd áður. Hann kunni marga kröftug-
ustu og fegurstu sálmana utanbókar,
og höfðu þeir, oft og' tíðum, verið hon-
um lijálp og styrkur. I þetta sinn var
þa8 hinn mikli sálmur Páls Gerhardt;
»Á hendur fel þú honum, sem himna
stýrir borg« o. s. frv., er lýsti tilfinn-
ingum hans.
»Hvers vegna ert þú að syngja afi?«
Sá, sem lagði þessa spurningu fyrir
gamla manninn, var Þórður litli. Hann
hafði komið inn hljóðlega og stóð nú
og horfði á afa sinn með hálfgerðum
undrunarsvip á fríða andlitinu sínu. Það
var eins og hann hefði einhvern pata
af því að eitthvert sérstakt tilefni væri
til þessa. Þegar afi var í þessum ham,
\þá var eins og hann væri bæði nærri
og' íjarri. Þórði fanst eins og hann yrði
að ganga svo hægt um, enda þótt afi
hans hefði ekkert minst á það við hann.