Kristniboðinn - 01.05.1934, Side 7

Kristniboðinn - 01.05.1934, Side 7
KRISTNIBOÐINN 7 var sungið til enda án truflunar, Svo gengu allir út í röð og reglu og notuðu þá piltarnir tækifærið til að ná tali af verkamönnunum er út var komið. Fór langur tími í það að ganga með þeim um göturnar og ræða við þá. Reyndist það ólíkt hentugra tækifæri til að tala skynsamlega saman en inni í salnum í öllum æsingunum, sem þar voru. Það •er þýðingarlaust að þrátta og karpa, úr því verður aðeins úlfúð og illyndi. Það verður að þreifa fyrir sér eftir leiðinni inn að hjarta félagans og með- bróðurins, einnig í honum, sem sat inni í salnum sem æstur andstæðingur og klappaði fyrir hinum ófögru ásökunum. Það verður að brjóta sér leið í gegn um múra misskilningsins, sem aðskilur. Hver voru hin endanlegu áhrif þess- arar samkomu? Þau, að minsta kosti, að margir bæjarbúar sáu merki þess, að kristindómurinn lifir enn og að ó- skammfeilninni geta þó verið einhver takmörk sett. — Slík' kvöld, sem þessi, vekja margar alvarlegar hugsanir. Það er raunalegt að alræmdur glæpamaður skuli vera álitinn merkisberi sannleikans af nokkr- um manni, og að samkomur hans, sem í raun og veru eru aðeins haldnar í fjár- öflunarskyni til eigin nota, skuli vera nefndir »verklýðsfundir« í fregnum blaðanna um þær á eftir. En það, sem þó er enn raunalegra, er að mótmæla- samtök gegn þessari spillingu, skuli af nokkrum vera skoðuð eins og hafin gegn verklýðsstéttinni, og' að »International- en« skuli af hinum sömu geta verið álit- inn viðeigandi gagnvart lútherskum sálmi. Hér er sannarlega þörf risaátaka, til þess að brjóta niður þá stéttaein- angrun, sem er orðin blómlegur gróð- urreitur haturs og guðsafneitunarstarf- semi. Eina ráðið er að komast í per- sónulegt samband við verkamennina sjálfa. Það er hlutverk skólapiltanna, að vinna gegn öllu, sem talist getur yfirstéttahroki, og þegar þeir eru orðn- ir stúdentar, eiga þeir að gefa sig að fræðslustarfsemi fyrir verkalýðinn og að öðru leyti að gera fulla alvöru úr því í öllu lífi sínu að þjóna, án tillits til fjár- hagslegs ávinnings. Með sjálfsafneitandi fórnarvilja í anda Krists, og honum einum, getur að lokum tekist að brjóta niður það vígi haturs og óvildar, sem samfélag vort er gagnsýrt af. [Að mestu eftir Svenska Gymnasiast- bladet]. I sambandi við ofanritað, leyfum vér oss að tilfæra hér útdrátt úr bréfi frá dönskum stúdent, sem hefir dvalið í Sví- þjóð um alllangt skeið: »Bg hefi haft náin kynni af hinum kristilegu bandalögum latínuskólapilta í Svíþjóð og oss getur ekki dulist, að vold- ug vakning (kirkjuleg, en getur tæplega talist anglo-ameríkönsk) gengur nú yfir hina kristilegu latínuskólapilta- hreyfingu hér á landi. Að meðlimatölu einni saman hefir hún aukist um helm- ing, upp í 1300, en það, sem mesta eft- irtekt vekur, er þó hið ótrúlega, kröft- uga og fjöruga athafnalíf, sem meðlim- irnir sýna hinn kristilega áhuga sinn í. Mætti færa ótalmörg dæmi því til sönn- unar. Aðeins örfá dæmi skulu nefnd. Latínuskólapiltar í Uppsölum hafa samtök um að sækja hinar hálf- eða altómu kirkjur nágrennisins og fylla þær nýju lífi. Nijköbingpiltarnir halda reglubundn- ar kvöldbænir með helgisiðum í kirkj- unum, söfnuðunum til blessunar og gleði. Eskiltunapiltamir undirbúa og halda úti-guðsþjónustur á auðum stöðum. Skövdepiltamir hafa forgöngu í að haldnar eru æskulýðsguðsþjónustur og hafa stofnað kirkjukór, er aðstoðar viö sönginn í þeim kirkjum, er guðsþjónust- an þarfnast lífgunar. Um þessar mundir er skipulagsbund- in guðsafneitunarstarfsemi rekin sem atvinnugrein í Svíþjóð, en latínuskóla- piltarnir sameinast um gervalt landið og taka upp baráttu gegn henni, hvar sem hún kemur opinberlega fram. Oft gera þeir tilraun til að fá kennarana eða rektorinn með sér í slíkar ferðir, en takist það ekki, þá fara þeir einir. Þeir hafa komið á hjá sér ágætu fréttakerfi, þannig, að þeir hafa full- trúa í hinum ýmsu latínuskólum og safnar ferðafulltrúi þeirra, Bo Giertz, saman öllum þeim upplýsingum, bók- um, blöðum og flugritum guðsafneitun- armanna, er hann nær í, og' með aðstoð þessa alls tekst þeim, hvað eftir annað, að fletta ofan af þessum ljósfælnu guðs- afneitunarpostulum og starfsaðferðum þeirra.« Albert Ólafsson, bróðir Ölafs kristniboða, kom hingað með »Lyru« hinn 15. þ. m. og hygst að dvelja hér mánaðartíma í sumarleyfi sínu, aðallega til að heimsækja ættingja sína í Borgarfirði og Árnessýslu. Hann fór til Noregs fyrir 14 árum og gekk þar á kennaraskóla og tók gott próf þaðan að loknu námi. Nú er hann og hefir lengst af verið kennari við kristilega æskulýðsskóla þar í landi. Þó var liann um nokkurt skeið ferðafull- trúi fyrir Samband kristilegu æskulýðs- félaganna norsku í Björgvinarstifti o. fl. Hefir hann áunnið sér vinsældir og álit meðal frænda vorra í Noregi. Hann fer snögga ferð til Akureyrar inn hans. Hann var ákaflega starfsam- ur og áhugasamur í embætti sínu og hann lagði einkum mikla rækt við starf- ið meðal barna og ung'linga. 1 þetta sinn hafði hann sérstaklega hvatt foreldrana til að koma með börn- um sínum á barnaguðsþjónustuna og mörg þeirra létu að orðum hans. Meðal þeirra var Jens Nordstad og kona hans. Þau höfðu ekki komið í kirkju síðan að nýi presturinn kom og ákváðu svo að fara í þetta sinn. Presturinn tók ræðuefni sitt úr Mark- úsarguðspjalli 10, 13—16. Hann talaði innilega til barnanna um hjartalag Jesn og' um það livað Jesú hefði mikið að gefa bæði fyrir þetta líf og hið kom- anda. Að lokum vék hann orðum sín- um til foreldranna og áminti þau alvar- lega um að hindra ekki börn sín í því að koma til Jesú, eða að standa sjálf í vegi fyrir því. »Þessi orð,« sagði hann að endingu, »eru stórkostlega alvarleg áminningarorð og' sérstaklega töluð til vor, sem eigum að annast smælingjana en þó einkum til foreldra -—, um ábyrgðina. En þau eru einnig ástúðleg- asta boð frá Drotni vorum og frelsara. Hann vill að allir verði hólpnir og- kom- ist til þekkingar á sannleikanum. Komið þá til Jesú, þér, sem ekki hafið enn þá tekið á móti þessu boði hans — komið þér og hafið börn yðar með yður!« Jens Nordstad fanst eins og hann sæi augu Þórðar litla fyrir sér frá því um kvöldið g'óða, allan tímann, sem prestur- inn talaði og það jók áhrif og þunga orða hans. Honum fanst stöðugt óma í eyrum sínum, það, sem eftir var dags- ins: »Hindrið þau ekki, hindrið þau ekki!« Þetta kvöld töluðu þau lengi og al- varlega saman, Nordstad og kona hans. »Heyrðu, Dagný,« sagði hann og tók í hönd hennar, »við verðum að leita á Guðs fund —■ sjálfra okkar vegna — og' vegna barnanna okkar. Ég þoli þetta ekki lengur; og þessi sterki maður laut höfði grátandi. »Já,« sagði Dagný. »Þú hefir eðlilega haldið að þú værir einn um þetta, en ég hefi líka átt í baráttu. Eg' hefi oft reynt að hrynda því frá mér, en mér hefir ekki tekist það; nú er ég' reiðu- búin til að koma — og með börnin okk- ar með mér.« Nordstad leit upp. Þetta kom honum óvænt. Þau höfðu þá bæði búið yfir liinu sama, en lokað vandlega inni hvort fyrir öðru það, sem þeim bjó inst í sálu. Hann tók þéttara í hönd hennar og sagði aðeins: »Guð blessi þig, Dagný!« Svo féllu þau bæði á kné. Það var í fyrsta skifti í 16 ára hjúskap þeirra, að þau beygðu sig' frammi fyrir Guði og ákölluðu hann um náð og' frelsi; og Guð bænheyrir. Það undur skeði, að þau hlutu bæði frið við Guð í sál sína.

x

Kristniboðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristniboðinn
https://timarit.is/publication/510

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.