Kristniboðinn - 01.05.1934, Side 8
8
KRISTNIBOÐINN
á vegum Sambands ísl. kristniboðsfélaga
og er gert ráð fyrir að hann haldi kristi-
legar samkomur með Jóhannesi Sigurðs-
syni, starfsmanni kristniboðsfélags
kvenna þar.
Vegna þess að viðstaða hans verðui
svo stutt getur hann ekki starfað hér
eins mikið og búist var við. Hann fer
heimleiðis aftur 14 n. m.
Úr ýmsum áttum. 11
Artliui' Hcnderson, enski verkalýðsforing-
inn, lœtur enskt sunnudagsblað mótmælenda
birta eftirfarandi ummæli sin um kristin-
dóminn:
»Vér höfum enga þörf fyrir ný trúarbrögð.
Vér skulum aðeins tileinka oss hin gömlu
trúarbrögð. Hann er mikill mannfjöldinn, sem
ætti að gera kenning Jesú að lífsreglu fyrir
sig. Því fyr, sem það er gert, því fyr mun
hagur þeirra og alls þjóðfélagsins verða betri
og bjartari.
An þess verður verkalýðnum aldrei bjargað.
Það er hjartanleg sannfæring min,« —
þannig lýkur Henderson máli sínu, — »að
eingöngu vegna þess, að ég hefi vígt Drotni
líf mitt og ávalt reynt að nota kenning hana
í því, þá hefi ég verið fær um að fullnægja
þeim verkefnum, sem mér hafa verið falin,
og verða til einhvers gagns.
Kjörorð þjóðarinnar á ekki að vera: »Burt
með Jesú«, heldur: »Áfram til Jesú«. Þá
munu menn ekki hata kirkjuna, heldur hjálpa
henni, svo að hún megi stöðugt hafa meirí
og meiri áhrif.«
*
Trine Hn 11, hin kunna norska leikkona, sem
fyrir ekki alllöngu snérist til Guðs, talaði
nokkru seinna í Calmeyergötu-trúboðshúsinu
1 Oslo fyrir nál. 4000 áheyrendum. Norska
blaðið »Aftenposten« flutti eftirfarandi út-
drátt úr hinum einfalda en þó hrifandi vitnis-
burði frúarinnar.
»i fyrstu var ég hrædd við að eiga að tala
fyrir svona miklum mannfjölda, en nú er sú
hræðsla horfin frá mér. Ég er sæl og glöð
með sjálfri mér af því að mega segja frá
Frelsara mínum.
Nú þekki ég hann af eigin reynd, en ekki
af þvi einu að hafa heyrt frá honum sagi
eða lesið um hann í skólanum. Ég reyndi að
fullkomna líf mitt með öllu þvi, sem heim-
urinn getur veitt, en úr þvi varð ekki ann-
að en ömurlegur tómleiki og .örvilnan. Svo
leiddi Guð mig inn í hið dýpsta myrkur.
ó, þeim sálarkvölum, sem ég leið, get ég
ekki lýst. Svo langt var ég leidd, að við
sjálft lá að mig langaði stundum mest til að
fyrirfara lífi mínu sjálf. Ég sagði við Guð:
»Láttu mig hníga niður á veginn, sem ég
geng; gerðu við mig hvað það, er þér sjálf-
um sýnist, en um fram alt láttu mig ekki
missa þig.« Þá veittist mér sú mikla náð,
að fá að reyna frelsun þá, er Kristur veitir.
Og nú á ég þá miklu lífsgæfu, sem ómögu-
legt er að segja frá, en sá einn getur skilið,
sem sjálfur hefir orðið hennar aðnjótandi.
Og nú bið ég sérhvern yðar, sem fyrir utan
stendur: Kæru vinir, takið nú þegar að leita
Guðs.«
Þessi einfaldi en innilegi vitnisburður hafði
mikil áhrif á tilheyrendurna.
Þegar frúin hafði lokið máli sínu, þá söng
hún tvo sálma: »Guði sé lof, hann leysti mína
sál« — og »Hinar fegurstu rósir, sem heim-
urinn á«.
*
Helnricli Heine, skáldið nafnkunna, er ekki
í neinni bók;i.e)itasögu eða æfimir.ningum tal-
inn liafa vei ið trúaðu* maður. En i þýzku
tímariti mátti þó, fyrir mörgum árum, lesa
frásögn um það að svo hafi verið og er hún
höfð eftir einum vina hans, er heimsótti hann
í París skömmu fyrir dauða hans. Þessi vinur
hans segir svo frá:
»Ég hitti Heine í litlu herbergi, þar sem
hann lá á dýnum á gólfinu, Hann var orðim
nærri því blindur og skinhoraður og hann leið
mjög miklar þjáningar. Þó bar andlit hans
enn vott um skarpleik hans og vitsmuni. Yfir
því hvíldi undraverð ró og friður, sem staf-
aði af öruggri trú hans á Guð og fullvissunni
um að hann hefði fengið fyrirgefning synda
sinna.
»Þér er óhætt að trúa mér,« segir Heine,
»að nú er ég orðinn fullviss um að Guð er til
og að sál vor er ódauðleg. Ég er einnig orð-
inn sannfærður um að annað líf er til eftir
þetta, þar sem hið góða hlýtur sín laun, en
hið illa refsingu. Ef ég ætti ekki þessa trú,
þá hefði ég tekið mig af lífi fyrir löngu og
með því bundið enda á mitt ógæfusama 1 íf.«
*
Prófessor Friedrlch von Huenc í Tiibingen
í Þýzkalandi gerði fyrir skömmu þessa játn-
ingu:
»Ég lít á Biblíuna sem Guðs orð og það frá
fyrstu til síðustu blaðsíðu. Það væri fásinna
að halda þvl fram að Biblían sé visindarit
og hún telur sig ekki vera það. En þegar hún
ræðir um þá hluti, sem tilheyra náttiirufræö-
inni, þá hefir hún alveg rétt fyrir sér.«
*
í Kóreu starfa 491 trúboðar. Þar eru 4147
söfnuðir með 111,134 fermdum meðlimum.
*
Á Færeyjum eru 30 kirkjur og 11 prestar.
Margar nýjar kirkjur hafa verið bygðar þar
seinustu árin, þrátt fyrir það þó söfnuöirnir
verði sjálfir að kosta byggingu þeirra og við-
hald. Hið opinbera veitir þeim engan styrk.
C. H. Spui'gcon var fæddur 19. júní 1834 og
eru þvi liðin 100 ár frá fæðingu hans 19. júní
n. k. Baptistar og Kongregationalistar ætld
að halda hátíðlegt 100 ára afmæli hans i sam-
einingu í fæðingarbæ hans, Kelvedon á Eng-
landi.
*
Síðustii skýrslui' herma að íbúar jarðarinn-
ar séu nú 1820 miljónir og skiftast þær þann-
ig: Asía 959 miljónir, Evrópa 478 miljónir.
Norður-Amerika 162 miljónir, Suður-Ameríka
77 miljónir og Afríka 140 miljónir.
í ci'leiidiiin blöðiiin er frá því sagt að 11
musteri séu nú i Paris, sem vigð séu til ti 1 -
beiðslu Satans og séu þau sótt af nálægt 10,000
manns. Minnist þess að þetta er í höfufstað
heimsmenningarinnar 1933 árum eftir Krists-
burð.
g'leðjast með okkur yfir þessu í dag'.«
Hann sat i m hríð í hljóðri bæn.
Iljarta hans var fult af þakklæti. Hann
hafði margt og mikið til að tala við Guð
um og biðja fyrirgefningar á. En fyrst
og fremst þakklæti fyrir óumræðilega
náð Guðs.
Aldrei höfðu orðin, sem hann svo oft
hélt sér að og svo oft höfðu hughreyst
hann, staðið fyrir sálarsjón hans í slík-
um fegurðarljóma eins og nú: »Því yð-
ur er ætlað fyrirheitið og börnum yðar.«
(Post. 2, 39).
(Sj. þýddi).
Frank Mangs, sænski vakningarprédikarinn,
sagði fyrir skömmu í ræðu: »Því betri tök-
um sem Guð nær á mér, því fleiri fjandmenn
hlýt ég meðal hræsnaranna.«
PRENTSMIÐJA JONS HELGASONAR
Þetta varð brátt á allra vitorði í bæn-
um. Sumir hristu höfuðin og brostu.
Aðrir kendu sársauka í samvizkunni.
Þeim leið ekki ætíð alskostar vel ef þeir
vildu segja sannleikann.
En verzlun Nordstads gekk
engu ver eftir en áður og
enginn kvartaði yfir því, að
bankastjórinn væri c rðinu
trúaður, kristinn maður.
Hans gamli Nordstad sat
í stólnum sínum við gluggann
og las bréf frá syni sínum.
Hann varð að lesa það tvisv-
ar, þó sjónin væri farin að
bila og bréfið væri langt.
Hann gat heldur ekki að því
gert, þó hann yrði að taka af
sér gleraugun, þegar minst
varði, og þurka þau, því það
sótti svo á þau móða.
Undirskriftin ábréfinuvar:
»Þinn heimkomni sonur, Jens.« »Já,
Guði sé lof!« sagði gamli maðurinn.
»Ef hún mamma þín hefði nú lif-
að þetta! En hún mun sannarlega