Nýjar kvöldvökur - 01.04.1907, Side 1
I. árg.
Akureyri í apríl 1907.
5. hefti.
í k 1 n g u r i n n.
(Framh.)
Nú settist hr. Witherington á ráðstefnu með
hjallaramanninum, og félst á tillögur hans í
þessu máli. Gestirnir komu í tækan tíma,
og var séð um að þeim liði sem bezt. Eðvarð
litli hafði engar innantökur, og vakti heldur
ekki hr. Witherington með skælum á morgn-
ana kl. fimm, svo að það var ekkert sérlega
óþægilegt að hafa hann. En þótt óþægindin
yrðu ekki alveg eius mikil, eins og hr. With-
erington hafði búist við, var þó þessi breyting
heima fyrir a!t annað en þægileg; hr. With-
erington varð fyrir sífeldu ónæði og ófriði út
ór endalausu jagi og deilum inilli vinnufólks-
'ns; Júdý var að sífeldum kvörtunum og klögu-
málum á bjagaðri ensku yfir eldabuskunni, enda
er ekki hægt að neita því, að eldabuskan hafði
horn í síðu hennar og Kókó; stunduin var
einhver lasleiki í barninu, o. s. frv., o. s. frv.,
svo að honum fór að þykja heldur ónæðis-
samt heima.
Svo liðu þrír mánuðir, og engin fregn kotn
af bátunum, og Maxwell skipstjóri, sem kom
til að heimsækja hr. Witherington, sagðist vera
fyrir fult og fast sannfærður um, að þeir hefðu
hlotið að farast í storminum. þar er því ekki
voru mikil líkindi til að frú Templemóre kæmi til
þess að hafa af fyrir barni sínu, réð herra Witiier-
ington seinast af að skrifa til Bath, þarsemsystir
iians átti heima, segja henni, hvernig öllu væri
háttað, og biðja hana að koma og taka við bús-
forráðum á heimili sínu. Fám döguin síðar fékk
hann svar á þessa leið:
Bath, í ágúst.
Kæri bróðir Antoný!
Bréf þitt barst mér í hendur með réttum
skilum síðastliðinn miðvikudag, og skal eg ekki
neita því, að mér kom ekki lítið að óvöru inni-
hald þess; já, eg hugsaði svo mikið um það,
að eg sveik lit í vist hjá lafði Bettý Blobkin,
og tapaði þar fjórum skilliugum og sex pens-
um. F>ú skrifar að þú hafir í húsinu hjá þér
barn, sein frænka þín eigi, hún sem fór til og
gifti sig á svo ósæmilegan liátt. Eg vona að
það sé satt, sem þú segir, en á liinn bóginn
veit eg vel, hvað ungir karlmenn eru vanir að
gera sig sekt í, enda þótt, eins og lafði Bettý
líka segir, það sé bezt að tala aldrei um slíkt,
og helzt af öllu að sveigja aldrei máli sínu að
slíkum ótilhlýðilegum hlutum. Eg get með
engu móti skilið í því, hversvegna karlmenn í
ógiftri stöðu gcti haft Ieyfi til að álíta sig mega
standa utan við þann hreinleika siðferðisins,
sem ógiftar stúlkur láta sér svo ant um að
varðveita, og það segir líka lafði Bettý, sem
eg hefi dálítið talað um þetta við. En úr því
þetta er nú einu sinni skeð, þá er lnín á sama
máli og eg með það, að bæla þetta mál nið-
ur svo vel sem við getum.
Eg geri ráð fyrir, að þú hafir ekki í huga
að gera þetta barn að erfingja þínum, sem mér
þætti mjög ótilhlýðilegt, og lafði Bettý segir
mér líka, að erfðafjárskatturinn sé lOafhundr-
aði, og það getur maður ekki sloppið við að
borga. En eg geri mér það nú alt af að reglu
að tala aidrei um þess konar liluti. í tilefni af