Nýjar kvöldvökur - 01.04.1907, Blaðsíða 3
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
99
lét það uppi, að liann vildi helzt gefa sig við
sjómensku.
Maxwell skipstjóri kom honum inn í her-
Þjónustuna, og þegar hann varð sjálfur um
fíma að hætta sakir heilsuleysis og ofurþreytu,
Lom hann Eðvarði fyrir á öðrum skipum.
Svo verðum vér að hlaupa yfir nokkur ár;
Eðvarð Templemóre þokaðist á meðan nær og
nær lífstakmarki sínu; hr. Witherington tekur
að gerast gamall og elnaði honum æ sérvizk-
an með aldrinum; Moggý systir hans skemtir
sér við samræður Bettýar og spilar vist.
En allan þennan tíina hafa engar fregnir
borist af bátnum eða frú Templemóre og barni
hennar; menn hugðu því, sem eðlilegt var, að
þeir hefðu farist og mintust þeirra aðeinseins
°g þeirra er minst, sem löngu eru dánir.
VI. KAPÍTULI.
Sjóforingjaefnið.
Tvö stórmenni voru stödd aftur á skut-
Þ'ljunum, kulborðamegin, á »Einhyrningnum«,
Eegátu hans hátignar. Annar þeirra var Plumb-
ton bapteinn, yfirforingi skipsins; hann var á-
reiðanlega það á þverveginn sem hann vantaði
a hæðina, og tók því upp meira rúm á skip-
mu en nokkurt vit var í. En hann átti skip-
'ð sjálfur, og hafði því heimild til að vera svo
fyrirferðarmikill sem hann vildi. Hann var rétt
fjögur fet og tíu þumlungar á hæð, og alveg
jafnmikill yfir um mittið. Hann hefði svo sem
Verið nógu stór hefði verið teygt úr honum.
bfann trítlaði fram og aftur með óhneptan
Eakkann, og þumalfingurnar í handvegunum á
Vestinu, svo axlirnar svignuðu aftur á bak og
juku enn meir á breiddina. Hann stóð hnakka-
bertur, svo að brjóstið og vömbin stóðu enn
meira fram fyrir það. Hann var sönn fyrir-
mynd í því, að standa fattur og vérá góðlát-
legur í skapi, og spígsporaði þarna eins og
þagnarleikari á leiksviði.
Hinn var varaforinginn; náttúrunni hafði litis’t
að steypa hann í öðru móti. Hann var að
því skapi langur sem kapteinninn var stuttur
— að því skapi mjór, sem kapteinninn var
digur. Löngu og mjóu lærin á honum náðu
upp á móts við herðarnar á kapteininum; hann
beygði sig fram yfir höfuðið á yfirmanni sín-
um eins og dragreipiskrókur, og kapteinninn
væri vörubaggi, sem ætti að draga upp. Hann
hafði hendurtiar fyrir aftan bakið og krækti
þar tveim fingrunum saman, og var að sjá að
hann ætti örðugast með að verða kapteininum
samferða — hann var svo langstígur. Hann
var skarpleitur og magur í andliti, eins og
hann var innanklæða, og bar í öllu merki þess
að lundin var ekki góð.
Hann hafði borið fram ýms kærumál um
ýmsa menn, og kapteinnirm hafði enn ekkert
látið það á sig fá. Plumbton skipstjóri var í
góðu skapi, og var ætíð ánægður ef hann fékk
góðann miðdegismat; Markitall lautenant var
ólundarseggur, sem vel hefði getað dottið í
hug að jagast við matinn sinn.
»Pað er alveg ógerningur, herra« sagði vara-
foringinn, »að halda góðri reglu þegar maður
er ekki studdur.«
Pessi athugasemd kom eins og goðasvar
ofan úr Ioftinu, þegar athugaður er stærðar-
munurinn á þeim, og kapteinninn svaraði: »Jú,
það er satt.«
«Pá geri eg ráð fyrir því, herra, að þér
séuð því ekki mótfallinn, að eg setji þennan
mann á skýrslúna um þá sem á að hegna?«
«Eg skal liugsa beturum það, hr. Markitall.«
Eftir vanalegu orðalagi Plumbtons kapteins þýddi
það sama og ,nei‘.
»Mér þykir ilt að verða að segja það, herra,
en þessir ungu menn eru bæði þrjóskir og
þverúðarfullir.»
Pað eru drengir ætíð vanir að vera», svar-
aði kapteinninn.
»Já, herra, en aganum verður að halda og
eg get ekkert viðráðið án þeirra.«
«Pað er satt - foringjaefni eru að miklu
liði,«
13*