Nýjar kvöldvökur - 01.04.1907, Blaðsíða 4

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1907, Blaðsíða 4
100 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. «Já, en mér þykir ilt að þurfa að segja, að það eru þeir ekki; það er nú t. d. hann Templemóre, herra; mér er ómögulegt að tala um hann — hann gerir ekki annað en að hlæja.» »Hlæja? herra Markitall, hlær liann að yður?« Nei, ekki beinlínis, herra, en hann hlær að öllu; sendi eg hann upp á beitiásinn, ferhann það hlæjandi; kalli eg hann ofan aftur, kemur hann hlæjandi ofan; setji eg ofan í við hann, fer hann að hlæja að mínútu liðinni, í fám orðum að segja, lierra hann gerir ekki annað en að hlæja. Mér þætti miklu skifta, að þér vilduð tala við hann, herra, og reyna hvort af- skifti yðar af þessu— — — & »Gætu ekki fengið hann til að gráta — Hvað? F*að er þó betra að hlæja en gráta í henni veröld. Grætur liann aldrei, hr. Marki- tall?« »Jú, herra, þegar verst gegnir. Hérna á dögunum, þér munið það líklega, þegar þér létuð hegna honum Wilson, sem eg hefi sett tii að hafa gát á kistu hans og bóli, þá grét hann alt af. F*að er svo sem Iítið betra — það er að minsta kosti óbeinlínis uppreist í því, sem sýnir það fyllilega* — «Að drengurinn tók sér það nærri að skó- sveinn hans var barinn. Eg læt aldrei Iemja menn svo, að mig taki það ekki sárt, herra Markitall.« »Nú, eg ætla nú heldur ekki eð gera neina rekistefnu út úr því að hann grét — eg get nú látið það óátalið; en hláturinn í lionum, herra, hann verð eg að biðja yður að taka til meðferðar,— Nú, jjarna kemur hann þá upp- úr lúkugatinn, herra. Mr. Templemóre, kap- teinninn vill tala við yður.« Reyndar langaði kapteininn ekkert til að tala við hann, en nú varð hann að gera það af því að varaforinginn hreint og beint neyddi hann til þcss. Templemóre bar hendina að hatt- inum, eins og sjálfsagt var, og stóð frammi fyrir kapteinininum, en það er hart að þurfa kannast við það, alt andlitið á honum var eitt ánægjulegt, glettilegt, leikandi bros, svo að syndirnar og sakagiftirnar voru deginum Ijósari; kæran var á rökum bygð, jafn voðaleg sem hún var, «Nú, herra,« sagði Plumbton kapteinn, og gerði axlirnar á sér enn ferhyrndari en vant var, «eg heyri sagt þér hlægið að undirfor- ingjanum.« »Eg, herra?« svaraði pilturinn og brosið fór alla leið um alt andlitið. Já, einmitt þér, herra,« tók varaforinginn til orða, og rétti sig nú upp svo Iangur sem kann var, »nú eruð þér enn farinn að hlæja.» »Eg get ekki gert að því, herra, — það er ekki mér að kenna, og eg er viss um að þeð er heldur ekki yður að kenna, herra,« svaraði drengurinn með uppgerðar alvöru. «Vitið þér þá ekki, hr. Edvarð — hrTemp- lemóre ætlaði eg að segja — að það er óhæfa að sýna yfirmanni sínum skort á virðingu?« Eg hefi aðeins einu sinni hlegið að hr. Mar- kitall svo eg geti munað — það var þegar hann rasaði um kaðalinn.« »Og því hlóguð þér að honum þá herra?« »Eg fer alténd að hlæja, þegar einhver botnveltist eða kútveltist,« svaraði pilturinn, »eg get ekki gert að því.« »Svo þér mynduð hlæja líklega ef þér sæ- uð mig veltast þarna ofan í flóðgötin á hlé- borða!« »Æi-já» svaraði pilturinn og gat ekki stilt sig lengur — «eg er viss um að eg myndi ætla að springa af hlátri — mér finst bara sem eg sjái yður, herra.» »Já rétt er það; það gleður mig rnjög að þér sjáið mig ekki gera það; þó er eg hrædd- ur um að þér standið hér sannur að sök eftir eigin játningu.» «Já, herra, sannur að að því að hlæja, ef það er glæpur; það stendur ekkert um það í herreglunum,» »Nei, víst er nú það; en það er skortur á virðingu. þér hlægið, þegar þér farið upp á beitiásinn?« »En eg hlýði óðara, herra — geri eg það ekki, herra Markitall ?«

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.