Nýjar kvöldvökur - 01.04.1907, Side 10

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1907, Side 10
106 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Fransiskó gegndi engu, en lét sem hann væri að lesa í bók sinni. Kain Ieit á þá á víxl, eins og hann ætlaði sér að Iesa hugsanir þeirra. «Nú, hvað var það, sem þú varst að segja, Pompey?» «Mig segja, Massa kapteinn? Mig segja bara unga Massa, að þetta væri fallegur hlutur — spurði hvaðan þér hafa fengið hann — Massa Fransiskó ekki segja mér það.» «Og hvað kemur þér það við, þinn svarti þorpari?» grenjaði kapteinninn, reif af honum bikarinn, og lamdi honum svo fast í höfuð honum, að bikarinn lagðist flatur saman, en króvmaðurinn byltist á gólfið. Blóðið Iagaði í lækjum úr gapandi sárinu, en negrinn staulað- ist hægt á fætar, reikaði, og titraði allur eftir þetta heljarhögg. Hann mælti ekki orð, en skögraði upp úr káetunni, en Kain sletti sér niður á kistubekk gegnt Iokhvflunni, glotti við kalt og sagði: «Petta fá nú þínir trúnaðarmenn Frans- iskó.» «Líklega réttara sagt, að þú Iætur grimd þína og ranglæti bytna á saklausum«, svaraði Fransiskó, og lagði bókina á borðið; «hann spurði ekki að þessu í neinu illu skyni —hann veit ekkert um nein nánari atvik að því, hvern- ig þér eignuðust þetta drykkjarker,» «Eu þú gleymir því líklega ekki samt?Jæja, sé það þá svo, ungi maður; en eg aðvara þig enn —eins og eg hefi oft aðvarað þig —ekkert annað en endurminningin um hana móður þína, hefir hingað til haldið mér frá því að snara þér út í hákarlana fyrir langalöngu.» *Hvaða áhrif endurminning móður minnar hefir á yður, veit eg ekki; mérfellur það þyngst, hafi hún á nokkurn hátt verið svo ógæfusöm, að vera eitthvað yður bundin.» «Hún hafði þau áhrif,» svaraði Kain, «sem kona hlýtur að hafa mann, þegar þau hafa rólað sér inörg ár í sama hengirúmi; en sein- ast hverfa þau þó. Eg segi þér það fullum stöfum: jafnvel ekki endurminningin um hara skal hamla mér, óðara en eg verð þess var, að þú heldur uppteknum hætti. Pú hefir látið óánægju í ljós í áheyrn skipshafnarinnar, — þú hefir þverskallast við skipunum mínum — eg hefi gildar ástæður til að ætla, að þú sért að hugsa um að láta gera uppreist á móti mér.» «Get eg annað en látið andstygð mína í ljós,» svaraði Fransiskó, «þegar egsé ,011 þessi hryðjuverk oggrimdarathæfi, framin tilfinningar- Iaust, eins og það hefir nú farið fram á seinni tfmum ? Pví fluttuð þér mig hingað? Pví eruð þér að halda í mig hér? Pað eina, sem eg þrái og bið um, er það, að þér Ieyfið mér að fara af skipinu; þér eruð hvort eð er ekki faðir minn, það hafið þér sagt mér.» «Nei, eg er heldur ekki faðir þinn; en — þú ert sonur móður þinnar.» «En það veitir yður enga heimild til þess að taka yður vald og yfirráð yfir mér, og það þó að þér hefðuð verið kvæntur móður minni, sem — — » «Eg var ekki.» «Nei, Guði sé lof fyrir það, því að það hefði verið enn þá meiri skömm að vera gift yður.» «Hvað —nú!» æpti Kain, spratt upp, þreif aftan í hálsinn á unglingnum, og Iyfti honum upp eins og ullarvindli, — «þó nei, eg get ekki gleymt henni móður þinni.» Kain slepti Fransiskó, og settist aftur niður á kistubekk- inn. «-Pér eruð sjálfráður,» sagði Fransiskó, und- ir eins og hann var búinn að jafna sig, «það skiftir minstu, hvort höfuð mitt er molað, eða eg missi Iífið fyrir yðar hendi, eða verður fleygt útbyrðis í hákarlana; það yrði samt bara einu morði fleira á samvizku yðar.» «Ertu bandvitlaus, flónið þitt, að erta mig svona!« svaraði Kain ogstökk út úr káetunni. «Senna þessi hafði ekki farið svo fram, að hún heyrðist ekki upp á þiljur, því að káetu- dyrnar stóðu opnar, og ræfurglugginn hafði verið tekinn burtu ti! þess að loftið hefði Iið- ugan aðgang, Kain var rauður mjög íandliti, er hann kom upp riðið. Hann sá yfirstýri- manninn sinn við lúkuna, og margir háset-

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.