Nýjar kvöldvökur - 01.04.1907, Blaðsíða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1907, Blaðsíða 11
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 107 anna, sem flatmöguðu þar á þilfarinu, risu upp við olboga og teygðu fram álkuna, eins og þeir væru að hlusta eftir samtalinu niðri. ('Rað endar aldrei vel, herra,» sagði Hawsk- hurst, stýriniaðurinn, og hristi höfuðið. «Nei,» svaraði kapteinninn, «og ekki þó að hann væri eiginn sonur minn; en hvað á «1 bragðs að taka? Hann kann ekki að hræð- ast.» Hawkhurst benti á uppgönguhliðið, «F*ér getið komið með yðar ráð þegar eg bið um þau, en fyrri ekki,» svaraði kapteinn- 'nn; hann var í illu skapi og reiðulegur ásýnd- um. Fransiskó gekk á meðan um gólf niðri í káetunni, og var hugsi. Pó ungur væri, var honum sama um dauðann. Hann var engum beim böndum bundinn, er gerðu honum lífið dýrmætt eða gaf því verðgildi. Hann mundi eftir móður sinni, en ekki dauða hennar, Því að hann hafði verið leyndur dauðdagahenn- ar- Hann var sjö vetra að aldri þegar hann fór út á þrælasalaskip með Kain, og hafði ætíð Verið með honum, og hafði ekki betur vitað þangað til nú, fyrir skömmu, en kapteinninn væri faðir sinn. Rau árin, sem Kain fékst v'ð • mansal, hafði Kain varið miklum tíma honum til mentunar, og þegar að því var kom- ið að Kain ætlaði að fara að kenna honum að stafa, þá vildi svo til að engin bók var til a skipinu, nema ;biflían. sem móðir Fransiskó hafði átti. Á þessa bók lærði hann svo að lesa, en eftir því sem kenslan fór vaxandi, var sflað fleiri bóka. Rað má virðast undarlegt, a^ sál drengsins skyldi ekki spillast af þessari svívirðilegu verzlun, sem faðir hans, er hann hélt að væri, hélt uppi; en hann var vanur Þessu frá barnæsku, og áleit negrana annars hyns verur en menn, og styrktist hann í þeirri ltnyndun við harðneskju þá og grimd, er Ev- HÓPumenn sýndu þeim, sem von var. En það eru til menn, sem eru svo góðir °g göfugir að eðlisfari, að jafnvel ill fyrirmynd °g samvistir vondra manna geta ekki spilt þeim; meðal þeirra var Fransiskó. Eftir því sem honum fór meira fram að aldri og þekkingu, fór hann að hugsa meira af sjálfsdáðum, og hafði þegar fengið óbeit á grinid þeirri, er sí- felt var beitt við aumingja negrana, þegar Kain náði yfirráðum yfir þrælaskipinu og gerði það að víkingaskipi. Framan af höfðu hryðjuverk þau, er framin voru, ekki verið afskapleg; skip höfðu að sönnu verið tekin og rænd, en fólkið hafði ekki verið drepið niður. En það er vant að halla undan fæti, og það stórum, á glæpa- brautinni; fangar höfðu sagt, að skonnortan hefði stundum verið hætt komin með að verða hertekin; hafði því engum verið vægt á síðari tímum, og manndrápin meira að segja stund- um farið fram með ofboðslegri grimd. Fransiskó hafði séð slík hryðjuverk grimdar- innar framin, að blóðið hafði eins og stork- nað í æðum hans. Hann hafði talað hörðum orðum til víkinganna til þess að reyna að fá þá til að vægja lífi veslinga þeirra, er myrða skyldi, en það var til einskis. Hann fékk því megna óbeit á kapteininum og skipshöfninni, og hafði látið fyllilega í Ijós skoðun sína, og boðið kapteininum byrginn. Og eitt sinn, er þeir voru að þjarka, hafði kapteinninn sagt hon- um, að hann væri ekki sonur sinn. Hefði einhver hásetanna eða yfirmannanna sagt, þó ekki væri nema tíundi hluti þess, sem Fransiskó hafði dirfst að segja, hefði þeim þeg- ar fyrir löngu komið það í koll. En það var tilfinning fyrir Fransiskó, sem ekki var auðið að kæfa til fulls í brjósti Kains —tilfinning, sem spratt af samvistum og vana. Drengurinn hafði alt af verið hjá honum í rnörg ár, og var orðið við þann vana eins og partur af honum sjálfum. Rað er ein hvöt, sem náttúran hefir gróður- sett innra með oss, og yfirgefur oss aldrei, hve mjög sem vér verðum spiltir —að þurfa að hafa eitthvað til að elska, vernda, vaka yfir. Rað kemur fram á hundi eða einhverju dýri, ef vér engan höfum af voru eigin kyni, sem vér get- um látið elsku vora koma fram á. Það var þessi tilfinning, sem batt Kain svo fast við Fransiskó; það var hún, sem hingað til hafði þyrmt lífi hans. 14*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.