Nýjar kvöldvökur - 01.04.1907, Side 13
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
109
um þakka fyrir, ef niðurstaðan af erfiði og bar-
daga langrar æfi verður sæmileg — en alveg
jarðnesk og yfirlætislaus BabiIon,« segir
Browning.
I sama verki («Seinasta skeiðið») skýrir skáld-
ið þessa hugsun enn betur: Maður biður meyj-
ar. Hún neitar honum. Nú — — við því
verður ekki gert. Hann elskaði hana af öllum
mætti mannlegrar sálar; vakandi og sofandi
dreymdi hann hana. Og úr jarðvegi draum-
anna spratt vonin í ástarylnum — vonin um
það, að hann fengi að njóta hennar — að
hún yrði konan hans, Konan hans! Nei, það
getur hún ekki, segir hún, en hún hatar hann
ekki heldur. Og örvinglan druknandi manns
gagntekur hann. Hann finnur, að eitthvað,
sem á að lifa, er að devja — dýrmætustu von-
irnar eru að drukna í sorgarsöltu íshafi ógæfu-
þrungins veruleika. í rödd hans blandast óm-
blær slitnandi strengja og hreimur hræðsluóps-
ins, þegar hann biður hana um náð og misk-
un.. Má hann ekki sjá hana, tala við hana, vera
hjá henni örfá augnablik enn þá? Hann gat
ómögulega farið strax. Hann gat ómögulega
•okað inni allan þann yl og ánægju, alla þá
gsefu og gleði, sem hann hafði vænst af líf-
lnu — — en sjálfan sig úti — aleinan, úti
1 köldum og hamingjusnauðum heiminum.
Mátti ekki hurðin að minsta kosti standa í
liálfa gátt ofurlitla stund, svo hann hefði tíma
bl að átta sig á örlögum sínum? Síðustu ósk-
lr dauðadæmdra eru vanalega veittar, ef þess
er nokkur kostur. Leyfum honum — dauða-
ðæmda manninum — að njóta lífsins enn þá
örlitla stund. Látum þau ríða út saman —
að eins einusinni enn — — í síðasta skiftið.
Leyfum honum að ríða við hlið hennar einu
sinni enn, hjálpa henni á bak, taka hana af
baki aftur, og svo mun hann hverfa frá henni
•yiir fult og alt — ganga burtu rólegur, þeg-
ar hann hefir skilið alt og áttað sig.
Hún hugsar sig um ofurlitla stund. Og svo
lætur hún að orðum hans.
Hestarnir koma. Rau ríða á stað. Skrafhreyf-
in eru þau eiginlega ekki. Hestarnir skeiða
samhliða. Landið svífur fyrir sjónum þeirra og
fleygir ótal Ijósbrotum og litbrigðum að þeim.
Pað festist í sál hans. Hugmyndir og hugs-
anir koma og fara — viðstöðulaust — —
sundurlaust . . . og hófadynurinn.........síð-
asta skeiðið...........síðasta skeiðið! Hægt
og hægt færist hugur hans í jafnvægi. Herra
trúr! Hver svo sem fær alt, sem hann óskar
sér og dreymir um í heimi þessum? Enginn
einasti. Allir verða fyrir vonbrigðum. Og því
þá ekki hann eins og aðrir.
Honum hefir þó auðnast ofurlítið. Hann
dreymdi um að lifa með henni. Nú, hérna
ríða þau þó samsíða. Rað var þó alténd
það. — — Já; eitt augnablik hvíldi hún við
brjóst honum. Rað var, þegar hann hjálpaði
henni á bak. Það er vel hægt að lifa hálft
Iíf — máske heila eilífð á slíku augnabliki.
Hefði eg gert þetta — — eða hitt, þá
hefði hún ef til vill elskað mig............. Já,
en ef til vill hefði hún hatað mig...........En
nú ríðum við hérna — hún og eg.
Allir þrá og vona. En hverjum lánast alt,
sem hann vill? Öllum er eitt sameiginlegt —
vonbrigðin......... Athugaðu einu sinni vel
árangurinn af erfiði mannanna og viðleitni. Berðu
saman það mikla, sem á 11 i að gerast, og það
litla, sem gerðist — — þetta, sem æsku-
vonirnar afköstuðu. Dýrsta og kærasta vonin
mín, það var ástin hennar — — — — og
hérna erum við þó saman.
Dragðu fána þinn á hæsta hún á nýorpn-
um leiðum miljónanna, sem þú hefir undirok-
að og deytt. Og að launum mun nafn þitt
verða greypt í grjót og ef til vill gulli rent. —
— Með leyfi! Meira hefi eg fengið að laun-
um lífs rníns.
Eða, hvað heldur þú, skáld? Rú hefir
höggvið rím úr heila þínum og slitið lífi þínu
á orðum. Ertu svo einu skrefi nær marki þínu
en við hiriir, sem eldrei höfum rímað eina ein-
ustu hendingu? — — — Syngdu! Syngdu
bara:
»Hve indælt það er
að ferðast-----að fara . . .«