Nýjar kvöldvökur - 01.04.1907, Side 17

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1907, Side 17
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 113 áður en eg byltist um í geigvænlegum draum- um, og löðursvitnaði af angist. Eg man nú ekkert livað mig dreymdi, nema bara það, að eg átti í hinum óheyrilegustu útistöðum við hina verstu fanta, og lenti í ræningjahöndum, sem misþyrmdu mér á alla vegu, og seinast fór einn þeirra að mynda sig til að sálga mér til fulls. Svo hrökk eg upp í þessari ógn og skelfingu, og fann þá að eg hafði hafteitthvað hart undir höfðinu. Rað var marghleypan; hún hafði ýzt ofan undan koddabrúninni. Rétt í sama bili og eg hafði hönd á marg- hleypunni heyrði eg eitthvert þrusk í herberg- inu. Hjartað í mér ætlaði að stanza. Eg hafði svo glögt heyrt einhvern ræskja sig mjöghátt. Eg reis hægt upp í rúminu og spenti titrandi bóginn á marghleypunni. Níðamyrkur var í herberginu. Eg hélt niðri í mér andanum titrandi; eg fann að einhver hönd þreifaði hægt um yfir- sængina; blóðið storknaði í æðunum, og hár- in risu á höfðinu á mér. Til allrar hamingju rankaði mig við ráði félaga míns um daginn, beyndi marghleypunni upp í loftið og hleypti af í guðs nafni. Um leið og smellurinn small glumdi við, hvelt kvennmannsóp, og eg sá við glampann af skotinu, hvíta kvenmannsmynd, hrökkva und- an með skelfingu og hverfa út í myrkrið. Eg hentist óðar upp úr rúminu, og titr- aði í mér hver taug; eg kveykti á kerti. En ekki batnaði nú; herbergið var tómt; og hefði eg ekki haft marghleypuna í hendinni og fund- 'ð púðurlyktina, hefði eg haldið að alt þetta væri draumskrök og annað ekki. Nú fór að verða kvikt út í göngunum. Hjálparóp og veinandi hljóð blandaðist þar hvað innan um annað, og fólkið var á hlaup- nni eins og í ofboði. Eitthvað hafði þá vilj- að til. En svo má geta nærri, hvernig mér var við: Veggurinn opnaðist alt í einu, og inn komu tveir menn, og héldu hátt Ijósi í hendi —ann- ar þeirra var gestgjafinn. Fyrst horfðum við hvast og forviða hver á annan, svo hreyttum við nokkrum kuldaleg- um skýringarorðum: svo ráku þeir upp óstöðv- andi skellihiátur, en eg hímdi þarna í meira lagi fáklæddur, og óskaði einskis fremur en að gólfið gleypti mig. — — — — — Eg hafði ekki orð- ið þess var, af því eg var bæði ölvaður og syfjaður, að tjaldhurð ein var í herberginu, er vissi inn í svefnherbergi frúarinnar. Inn um þær dyr hafði þessi ímyndaði ræningi komið, og mennirnir einnig. Hún kom inn til hans f náttklæðunum um morguninn, til þess að vekja hann að hún sagði, og hafði enga hug- mynd um breytingu þá, er ráðstöfun manns hennar hafði gert á svefnherbergi hans. En þegar hún sá ókunnugan mann í rúminu við glampan af skotinu, duttu henni líka í hug ræningjar, sjálfsmorðingjar, eða eg veit ekki hvaða stórglæpamenn, hrökk eins og örskot í burtu og féll í ómegin í fang herbergisþern- unnar. Hálfri stundu síðar sat eg við morgunkaff- ið eldrauður af sneipu, innan um heilan hóp af gestum, sem voru að hlæja að mér og stinga mér sneiðir. Rað var bara frúin ein allra lag- legasta kona, sem jafnaðist við mig að feimni og vandræðasvip, af þvíhún hafði komið þang- ið til mín í fáldæddara lagi, enda fékk hún og sinn hlut af gamanglettum fólksins. Eg batt ekki bagga mína lengur en eg þurftl í «Sólinni,» og hefi lítið haft við að segja kunningjum mínum frá þessu æfintýri mínu. En eg hefi oft síðan verið nætursakir hjá gestgjafahjónunum í «Sólinni» í M . . .. , og við höfum æfinlega hlegið góða stund að æfin- týri mínu við gesthúsræningjann þar. Endir. 15

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.