Nýjar kvöldvökur - 01.04.1907, Qupperneq 18
114
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
Presturinn.
Fratnh.
Angistarsvipurinn hvarf af andliti litla drengs-
ins; hann tók húfuna sína og gekk út.
Hann hringdi dyrabjöllunni við húsdyr lán-
veitandans. Hann kom sjáifur til dyra. Að-
ólf var blóðrjóður út undir eyru, og hafði á-
kafan hjartslátt. Hann stóð um stund andspænis
skuldheimtumanninum, kvíðinn cg hikandi. En
svo herti hann upp hugann og inælti einarð-
lega:
«Eg er sonur Hansens skrifstofufulltrúa,
Harin var í skuld við yður.»
«Og Jrú ert kominn til að borga skuldina,
ungi vinur. Ójá, peningarnir eru verðmætir,
og hver og einn þarf á sínu að haltía,» niælti
lánveitandinn.
«Faðir minn myndi hafa borgað yður skuld-
ina skilvíslega, ef hann hefði ekki dáið svona
snemma,» sagði Aðólf.
^Rað er þýðingarlaust þetta <ef», þegar
um fjánnál er að ræða. Allir eiga að búast
við dauða sínum, og taka ekki meira lán en
þeir eru færir um að borga.»
Grátstafurinn braust í kvcrkum Aðólfs litla,
eins og hann ætlaði að kæfa hann; en hann
harkaði'af sér, og reyndi að vera djarfmann-
legur.
Skuldheimtumaðurinn, sem stöðugt horfði
á Aðólf, sá þegar að kjarkur hans hafði biiað.
«Skuldaði faðir yðar fleirum en mér ein-
um? Pú veizt að búið er mér veðsett.»
Aðólf drap höfði, og sagði skjálfraddaður:
«Ekki einn eyri.»
«Mér þykir Ieitt að sclja búslóð ykkar.
Faðir þinn var vel að sér ger og drengur góð-
ur. — Getur móðir þín borgað skuldina?
«Nei, mamma getur það ekki, hún er svo
yfirkomin af harmi ogþreklaus; en eg erdug-
legur og heilsugóður...........eg lofaði pabba
því, að eg skyldi borga skuldina, þegar eg
yrði fullorðinn, og eg ætla mér að efna orð
mín, — ef þér viljið trúa mér.»
Skuldheimtumaðurinn brosti. Hann var
ekki samvizkulaus gyðingur, en mælti þó frem-
ur kuldalega:
«Hver getur bygt á Ioforði ómyndugs
unglings?»
«Yður er óhætt að trúa mér,» mælti Aðólf
litli. «Pabbi sagði ævinlega að eg væri trúr
og áreiðanlegur — Trúðu mér! Gerðu það
vegna hennar mömmu. Hún má ekki rnissa
þessa fáu húsmuni, sem hún á.»
«Ójá, viljinn er ávalt góður hjá unglingun-
um, og eg held að þú sért góður drengur, en
lengi verð eg að bíða eftir peningunum, ef þ ú
átt að borga.»
«Eg ætla að vera duglegur og árvakur, og
]oá mun Guð hjálpa mér,»
Lánveitandinn var því ekki óvanur, að heyra
grát og kveinstafi án þess að kenna minstu
nieðaumkunar, en hugrekki Aðólfs og sjálfs-
traust hafði svo mikil áhrif á hann, að hann
fékk áiitáhonum, ogtreysti loforði hans. Fyrst
varð hann snortinn af meðaumkun og göfug-'
lyndi, og svo kom skynsemin og benti hon-
um á það, að þótt hann seldi búið, rnyndi
það hrökkva að eins fyrir nokkrum hluta skuld-
arinnar. Pað var líka ómannleg aðferð og
illa þokkuð að svipta einmana ekkju öllum
eignum sínum. Pað kemur illu orði á lán-
veitandann, og spiilir atvinnu hans.
En hvernig sem þeirri tilfinningu hans var
farið, þá trúði hann á framtíð drengsins, og
treysti orðheldni hans.
«Heyrðu, ungi vinur minn!» mælti hann,
«eg ætla að trúa þér. Eg vona að þú skiljir
hvílíka ábyrgð þú hefir tekist á hendur. Mig
langar til að hjálpa þér, en peningar eru dýrir
drengur minn, og þess vegna verð eg að bæta
400 kr. við upphæðina, það eru Iágar rentur,
en það er þó betra en ekki.»
Aðólf gekk að þessu alls hugar ánægður;
honum fanst hann vaxa við að taka sér þessa
skyldu á herðar.