Nýjar kvöldvökur - 01.04.1907, Qupperneq 19
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
115
sEf þú þarfnast ráðlegginga, mælti lán-
veitandinn enn fremur, þá getur þú ávalt hitt
tnig heima, en þér er ekkl til neins að biðja
mig um peninga.
Heyrðu, vinur minn! Móðir þín er svo fá-
tæk, að hún getur ekki kostað þig í skóla, Far
þú til forstöðumannsins, og talaðu við hann,
eins og þú hefir talað við mig. Rað er ekki
ómögulegt að hann útvegi þér ókeypis kenslu
í skólanum. — Eftir á að hyggja, þið munuð
naumast geta haft það húsnæði framvegis, sem
þið nú hafið. Eg á ofurlítið hús yzt út á
Norðurbrú, í því eru 3 herbergi og garður
umhverfis. Rað er að vísu hrörlegt, en við
það mætti bjargast. Rað verður langt fyrir
ykkur að ganga í skólann, en þið eruð ungir,
°g léttir upp á fótinn. F*að kostar ekki nema
80 krónur um árið, en það verður að borga
skilvíslega í peningum, ella verðið þið að flytja
þaðan aftur. — Jæja, við skiljum hvor annan,
vona eg, eða er ekki svo?
Aðólf vissi ekkert annað en það, að nú
var létt af honum þungri byrði; honum sýnd-
ist framtíðin björt og fögur. Hann grunaði
ekki hversu margir erfiðleikar myndi fyrir sig
*eggjast áður markinu yrði náð.
111. KAPÍTULI.
Uokkur ár voru liðin. Ekkjan og synir
hennar bjuggu enn þá úti á Norðurbrú. Hús-
>ð var lítið og fátæklegt, en fögur og vel vax-
m blóm sáust í hverjum glugga, og garður-
inn var vel hirtur og snoturlegur.
Ekkjan sat við sauma sína frá morgni ti!
Fvölds alla daga. — Henni slapp aldrei verk
nr hendi. Harmur hennar var nú að mestu
sefaður, en henni hafði farið mjög aftur síð-
nstu árin. Annars var hún lík því, sem hún
hafði áður verið.
Aðólf var stoð hennar og stytta, eins og
maður hennar liafði verið. Rað var að eins sá
munur, að þau hjónin höfðu verið svo sam-
rýmd og samtaka í öllu, að engan grunaði,
hve ráðvana hún var og ístöðulítil. Nú sáu
það allir, að sonur liennar veitti heimilinu aíla
forstöðu, og að hún var þess alls ekki um
komin af eigin ramleik. Rað var þó ekki Að-
ólf að kenua. Hann hefði helzt viljað dylja
þess, að það væri hann, sem öllu réði á heim-
ilinu. En móður hans þótti það svo mikill
heiður, að allir sæi, hversu duglegur sonur
hennar væri.
Pað var eins og blessun drottins fylgdi
Aðólf ávalt og alstaðar í liinu alvarlega lífs-
starfi lians.
Hvað sem hann reyndi, hepnaðist jafnan
vel. Hann fékk ókeypis skólagöngu fyrirsjálf-
an sig og bróður sinn, og auk þess gat hann
útvegað móður sinni ofurlítinn styrk úr tveim
styrktarsjóðum, svo að nauðþurftum heim-
ilisins var vel borgið.
Hann var mikill metnaðarmaður, en leitað-
ist af alefli við að bæla niður hégómagirnina.
Regar hann var búihn að lesa undir kenslu-
stundirnar á kvöldin, fór hann að vinna í garð-
inum eða hjálpa vinnukonunni, sem orðin var
gömu! og heilsutæp, við að bera vatn eða höggva
í eldinn.
Einusinni kom einn skólabræðra hans, er
var sonur auðugs málaflutningsmanns, Hellers
aðjiafni, til þess að finna hann. Rá var Aðólf
úti í garðinum að höggva eldivið. Hann var
fyrst að hugsa um að fleygja öxinni, og láta
sem hann hefði gripið hana að gamni sínu, en
svo varð metnaðartilfinningin hégómagirninni
yfirsterkari.
»Heyrðu Franz, vinnukonan okkar er göm-
ul og hrum, og getur ekki höggvið í eldinn,
og mamma hefir ekki efni.á þvíaðkaupa aðra
til þess,« sagði Aðólf, strauk hárið frá enn-
inu, og horfði einarðlega framan í hann.
»Eg myndi gera slíkt hið sama í þínum
sporum,» sagði Franz. »Ef þú hefir aðra öxi
handa mér, þá skal eg hjálpa þér til, og svo
kemur þú heim með mér.
Upp frá þessu urðu þeir Franz og Aðólf
aldavinir. þótt þessi atburður virðist ekki mik-
ilsverður, þáhafði hann þó miklaþýðingu fyr-
ir framtíð Aðólfs. Hann var mjög hneigður til
náms, og mentun og fróðleikur voru þær hnoss-
15*