Nýjar kvöldvökur - 01.04.1907, Síða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1907, Síða 23
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 119 Bókmentir. Til hins betra flokks af skáldsögum, sem út hafa komið á síðustu árum, má telja tvær sög- ur en; önnur þeirra er eftir frægan þýzkan höfund og sagnfræðing: Gustav Frcytag og nefnist Ingi konungur; það er fyrsta saga úr stórum sagnabálki, sem hefir til meðferðar alla nrenningarsögu Rjóðverja frá miðri 3 ö!d og alt fram á vora daga. Alls er _ritverk þetta í 6 stórum bindum. Ingi konungur er fyrsta sag- an. Rað er ágæt lýsing þess aldarfars og menningarstigs, er þá var í Rýzkalandi, og verður því ekki neitað, og þar óma við margir þeir strengir, er minna oss á fornsöguhetjur vorar. Vér könnumst einhvern vegin svo vel við ættarmótið með Gísl (Giselu) drotn- ingu og þeim gömlu kunningjakonum okkar: Brynhildi Buðladóttur og Guðrúnu Ósvífursdótt- ur, og með farandskáldinu í sögunni detta oss gömlu íslendingar í hug, er víða fóru og færðu konungum og höfðingjum kvæði sín. Sagan cr rituð í nútímasniði með löngum lýsingum og nækvæmari frásögu; en útleggingin er rituð sem mest í fornsögustíl og á fornsögumáli; er málið ágætt en nokkuð þunglamalegt, ogá víða illa við efnið, eins og það er orðað. Fcrn- ^uálið á óneitanlega bezt við fornsögur vorar, en þegar farið er að klæða nýtizkurithátt í þann forna búning verður það alt af eitthvað hjáleitt °g óviðfeldið, og getur áldrei farið vel. hvað vel sem vandað er til búningsins. Rað er eins °g að gifta saman gamla tignarfrú og ungan glæsimann; bæði sóma sér vel, — ágætlega, bvort um sig; en þau eiga ekki vel saman. Og svo er annað: Rað verður aldrei málið á Egiu, Njálu eða Heimskringlu, sem nienn hafa ráð a nú á dögum, þó menn kunni málið vel; það verður alt af silfuraldarmót á því. Pað þarf ekki «nnað en lesa »Hermennina á HáIogalandi» °g < Sverð og bagal» til þess að finna það. Hin sagan heitir < Pyrnibrautin,» og er eft- ir annan Pjóðverja, Herm. Sudermann-, er hann talinn annar helstu núlifandi skálda Rjóðverja. Saga þessi heitir «Frau Sorge», «Sorgin» á frum- málinu, og lýsir ágætlega baráttu ungs manns að hafa sig áfram, og komast upp úr vanvirðu og lægingu. Málið á útleggingunni má vel vera, þó betra hefði verið að fægja það bet- ur sumstaðar en gert hefir verið. Prentunin er eins og á flestu þessu ísfirzka, raunalega ó- vönduð —rétt handa rusli því, sem enginn ætti að lesa —sami frágangurinn og á «Sögum her- læknisins». í Reykjavík hafa árin nú á undan verið gefnar út margar sögur aðrar en þær, er eg hefi þegar nefnt. Byrjað var á því að prenta upp «KapitóIu» neðanmálssögu, sem einhvern tíma kom í »Heimskringlu,» og svo hafa neð- anmálssögurnar rekið hver aðra eins og skæða- drífa.Pað er svo grandvart, að nokkur einasta af sögum þessum sé eítir nokkurn þann mann, sem kunnur er að neinu, nema ein er eftir Jules Verne; allar aðrar eru eftir ameríska eða enska bullara, sem rita sögur til að skemta hin- nm lægralýð í blöðum og tímaritum, og gleym- ast óðara. Sumar af þessum sögum eru nógu góðar, t. d. «Umhverfis jörðina á áttatíu dög- nm,» < Kynblandna stúlkan,» Valdemar munk- ur» og enda fleiri, en sumar má telja með hinu argasta rusli, sem út er gefið, og engin maður ætti að Iíta við, t. d. «Hinn óttalegi leýndardómur.* eg veit ekki hvað margt er komið út af þessum óhroða, eg hefi ekki haft tíma til að liggja yfir því að lesa það eða unn- ið til að kosta til að ná í það alt saman, en svo margt hefi eg af því lesið bæði fyr og nú, að eg veit vel, hvað þar er á borð borið fyrir þjóðina, það eitt er víst, að það er ó- lioll fæða, og borgar ekki aurana, sem fyrir það fara. Og þeir eru Iangt of margir. Pað er stórfé sem þjóðin eyðir í þenna óþarfa. — Allar eiga sögur þessar sammerkt í einu: því, að málið á þeim ér hraklegasta íslenzka, sem fáanleg er; það er engin íslenzka, heldurVest-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.