Nýjar kvöldvökur - 01.04.1907, Page 24
120
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
urheims- eða Kanada-eða Vinnipeg-íslenzka, og
það af verri endanum, og er þá Iangt komið
niður á bóginn Og ekki er svo sem verið að
hafa fyrir því, að laga verstu vitleysurnar; nei,
er prentað orðrétt upp eins og það kemur
fyrir; íslendingum er boðið það sem látið er
fljóta í málsulli því. er Vesturheimsblöðin fara
með. Það má skilja að íslenzkan veröi svona,
þar sem hún er að veslast upp og deyja út í
lífsbaráttunni við enskuna, en það er meira en
meðalmanns ókærni sem þarftil þess, að bjóða
slíkt hérlendis. Sumar af sögum þessum munu
vera útlagðar hér, t. d. «Kynlegur þjófur» o.
fl., en þó að frágangurinn á þeim sé skárri,
er hann þó engan vegin góður. Préntun eraft-
ur á móti heldur vönduð, enda er það eina,
sem er við flest af þessu dóti.
í næsta hefti skal eg reyna að koma með
registur yfir hið helzta af dóti þessu, sem þess
er vert að það sé nefnt á nafn.
JJ
—--——
Lóan.
Þegar vetrar þrjóta hríðar,
þegar auðnast fjallahlíðar,
þegar sólin sendir blíðar
suniarkveðjur dal og hól,
— ægir ljómar út við pól —
Sumarhlákur þjóta þýðar
þerra vota flóann,
þá mun heilsa hauðri voru lóan.
Syngur unaðssöngva eina,
svífur kát um loftið hreina,
friðar, hressir fljóð og sveina
frjálsi, létti söngurþinn,
fagri, litli fuglinn minn!
Bæ í skjóli birkigreina
byggir þú úr stráum,
aðeins handa ungum þínum smáum.
Rína koinu þráir lýður.
Rér til sætis fegin bíður;
brekkan, sveitin, bali fríður
breiða faðminn móti þér,
— öllum finst þú syngja sér.
Itur sveinn og svanni blíður
sálar munað finna
oft í hljómi hörpustrengja þinna.
Enginn syngur annar betur,
enginri fegurr sungið getur;
söng.va þína sérhver metur,
sem að veit hvað fagurt er.
Allir hljóta að unna þér.
Ró að hamist hríð og vetur
hjarta mitt skal finna
endurhljóminn hörpustrengja þinna. —
Jón Guðmundsson.
Ekkert liggur á.
Glæpamaður, nokkur dauðadæmdur, hafði feng-
ið loforð fyrir að fá hvern þann mat, er hann æskti,
áður en hann væri leiddur til aftökunnar, biður
hann um dálítið af jarðarberjum.
A, hvað? jarðarber!« hrópaði lögregludómar-
inn, »þau eru alls ekki til á þessum tíma ársins.
Það verða að minsta kosti tveir mánuðir þangað
til þau eru þroskuð.«
»Það gerir ekkert, eg get vel beðið svo lengi,«
sagði glæpamaðurinn.
Vaninn.
Uppboðshaidarinn Möller, kunngerir í hátíðlegu
heimboði að dóttir sín sé trúlofuð ogsegir: »Hátt-
virtu gestir, eg hefi þá gleðifregn að flytja, að dótt-
ir mín er í dag trúlofuð — fyrsta sinn — annað
sinn — þriðja og síðasta sinn.»
Gestgjafinn: Nú, hvað segið þér um rínarvínið
mitt, er það ekki ágætt?
Gesturinn: Ojú, en betra væri það, ef sjálfrar
Rínar gætti ögn minna.
Kenslukonan: Hvað er sá maður kailaður, sem
segir annað en það sem er.
Telpan: kurteis.
Prentsmiðja Björns Jónssonar.