Nýjar kvöldvökur - 01.07.1907, Side 11

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1907, Side 11
• NÝJRA KVÖLDVÖKUR. 179 Niðurstaðan varð hvergi Ijós, enda var ekki ætlast til að hún kæmi fyrir almennings sjónir en samt hefir hún borist út að mestu síðar, °g' er á þessa leið: I októbermánuði árið 1772 komu þrjár manneskjur með miklu þjónaliði til Parisar, og settist að í gesthúsi einu skrautlegu. Pað voru ung kona, hálfþrítug í hæsta lagi, er nefndist Aly Emettee prinsessa af Voldomir, ungur maður og glæsilegur, Embs barón, er þóttist vera frændi hennar og maður hnigin á efri aldur, er nefndist Barón v. Schank. Hann sýndi konunni altaf hina mestu lotningu, virt- ■st vera ráðunautur hennar og fjárgæzlumaður, sendimenn og kaupmenn áttu við hann í öll- um málum. Unga konan var björt á brá, fríð sýnum, en yfirbragðið einkennilegt, svo að eftir því var tekið. Ef horft var á hana svo nokkru nam, mátti sjá, að hún hafði fögur augu, en þau báru ekki bæði sama lit, þótt undarlegt væri, en höfðu eitthvert seiðmagn til að bera, er var ekki gott að komast undan. Hún var bæði mentuð og gáfuð, talaði eigi allfáar tungur reiprennandi, söng afbragðs vel og spilaði sjálf undir. Samt var hún alvörugefin, þótt þýðleg væri í viðmóti, og bros hennar ekkí hlýlegt, svo að ætla mátti, að hún væri ekki h>ý í lund. Brátt barst það út, að hún væri fsdd í Sirkasíu og ætti von í feykilegum auði í arf. Gestir þessir báru sig ríkmannléga, höfðu Vagna, eyddu miklu fé, og höfðu oft samkvæmi, helzt þó af útlendingum. Einkum var einn tíður gestur hjá þeim, Kasimir greifi Oginski; bann var kominn til Frakklands fyrir fám vik- um, og ætlaði að vinna ættjörð sinni, Póllandi, eitthvað til liðs við hirðina í Versölum. Hann var vel gáfaður maður, teiknaði og málaði vel °g lék á hörpu af mikilli snild. Annar til var °g sá, er vandi þangað komur sínar; það var greifi Rochefort-Velkourt, húss- og hirðstallari fnrstans í Limborg; svo var og gamall og út- lifaður gleiðgosi, de Marine, útsmoginn í öll- um hneykslisatburðum við hirðina, og forríkur kaupmaður frá St-Danis-götunni. Eigi leið á löngu áður en allir þessir menn höfðu lánað prinsessunni allmikið fé, því Iátið var í veðri vaka að eignir hennar væri fastar í Persíu, og væri ekki hægt að losa um þær í bráðina. Pað var svo sem auðvitað að ástirnar myndu festa rætur innan þessa hóps, þar sem ung og falleg kona var lífið og sálin. Einkan- Iega gaf Oginski sig mjög að henni og fóru mörg bréf þeirra á milli. Rochefort greifi var í skuldabasli og hugsaði sér að bæta úr -því með ríkri giftingu; tók hann þá til með meiri alvöru, og ásetti sér að eiga prinsessuna, en hún skellihló að kvonbænum hans, en þvertók þó ekki neitt við hann. Einn morgun var Embs tekinn höndum af því að hann hafði ritað falska víxla. Komst þó fyrir, að barón þessi, er þóttist vera, var sonur ríks línvefara í Gent og hét Vantoers réttu nafni. Vinum prinsessunnar varð heldur en ekki flent við, þegar þetta fréttist, enda fór nú að verða vissara að leitast fyrir um, hvort lausfé þeirrra væri óhætt. En Schenk barón tók öllu tali þeirra um það með still- ingu og hélt því fram, að Embs barón hefði verið tekinn fastur fyrir misskilning einn, og myndi það bráðlega sannast að svo væri. Ems barón var líka slept fljótlega fyrir milli- göngu de Marine og prinsessan fór skömmu síðar í kyrþey til Frankfurt-am-Main með föru- neyti sínu, og slógust þeir Rochefort og de Marine í förina. Viku síðar var Embs barón eða öllu heldur Vantoers aftur tekinn fastur, og de Marine fékk þung aðvöiunarbréf frá Frakklandi. Sást þá skjótt, að prinsessan lenti úr einni klípunni í aðra, og hún var að lenda í mestu van/Iræðum. En þá kom alt í einu bjargvættu/ fram, þegar mest lá á. Filip Ferdinand hét þá stjórnarherra í Lim- burg; hann var og greifi af Oberstein, og átti Iandeignir miklar í Lóthringen; hann frétti um vandræði þau er kona sú, er Rochefort stallari hans ætlaði að eiga, væri komin í; gerðist hann þá svo forvitinn, að hann tók sér ferð á hend- til Frankfurt, til þess að kynnast prinsessunni 23*

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.