Nýjar kvöldvökur - 01.07.1907, Blaðsíða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1907, Blaðsíða 21
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 189 henni frá baráttu sinni, kvíðanum og voninni, alt annað var á drottins valdi. * * * * * * * * * Hellers fólkið var önnum kafið að undir- búa brúðkaupið, því að ekkert var til sparað að veizlan yrði sem dýrðlegust. Rað átti að halda hana á heimili brúðgum- ans, af því að foreldrar brúðarinnar voru dánir. María hlustaði hugfangin á vígsluræðuna. Ræðan var yfirlætislaus. Hún var hjartnæm bæn til brúðhjónanna utn að bera erfiði lífs- ins hvort með öðru, og láta hvarvetna ást og umburðarlyndi ráða í sambúðinni. Hvert orð í ræðunni snart instu tilfinr.ing- ar Maríu, og hún hét Aðólfi þá í huga sér ævarandi ást og trygð. * * * * * * * * * Þegar það fréttist, að Hansen prestur væri giftur ungri hefðarmey frá Kaupmannahöfn, fór að fyrnast yfir missættið, sem orðið hafði af hálfu meiri hluta safnaðarins við jarðarförina. Menn væntu þess, að «fína daman> frá Kaupmannahöfn myndi flytja fögnuð og fagra siðu úr höfuðborginni, og létta tilbreytinga- leysisdrunganum af bænum, og henni var tek- ið «eins og hvítum hrafni». En menn urðu illa sviknir. María flutti enga nýja siðu, og innleiddi ei>gar skemtanir. Hún vann sífelt með manni sínum að skyldustörfum hans. Heimili þeirra var snoturt og skemtilegt, en þau Iifðu mjög sparlega; og þar eð fé hennar nægði þeim vel, bá Aðólf aldrei neina borgun hjá fátækum fyr- lr prestsverk sín. Rau vörðu einnig öllu því, sem þau gátu án verið af tekjum sínum, til þess að hjálpa sjúkum og fátækum. Bæjarmenn urðu í fyrstu gramir yfir von- brigðunum, en nú þykir öllum vænt um prest- mn og konu hans, og kirkjan er troðfull á hverjum sunnudegi. Söfnuðurinn er ánægður yfir því, að prest- urinn hans er svo ríkur, að hann getur gefið s'g allan við köllun sinni, án þess að kona hans °g börn þurfi að þola skort. Bókmentir. Engin þjóð í Norðurálfunni stendur íslend- ingum jafnt að vígi með það, að geta vitað út og inn um alla hagi og háttu forfeðra sinna, nema Norðmenn; en það eiga Norðmenn ís- lendingum eingöngu að þakka. Að sönnu hafa menn jafn góð rit fornritum vorum, er skýra frá siðum og háttum Grikkja og Rómverja í fornöld, en þar má segja að þjóðirnar sjálfar sé horfnar, og aðrar komnar í þeirra stað, að minsta kosti á Ítalíu, og enginn grískur maður mun geta rakið ætt sina fram í aldir til forfeðr- anna eins og við. Samband vort við forfeð- urna er svo náið, að ættfræðingar telja vafa- laust, að 7 ættir megi rekja rétt frá landnáms- mönnum og niður til vorra samtíðarmanna, ef eg man rétt. Með ættfræðinni hefur sögufróð- leikur vor íslendinga haldist mjög við, og engin mun sú þjóð vera til í heiminum, þar sem menn þekkja jafn alment til sögu forfeðra sinna eins og hér á landi. En undarlegt má það samt virðast, að enn skuli engin almennileg saga landsins hafa verið samin, varla einu sinni um fornöld- ina sjálfa; menn hafa látið sögurnar sjálfar um það að fræða menn um þau efni. En þær ná ekki lengra en fram um 1030, og svo aftur hinn mikli Sturlungasagnabálkur er tekur yfir mikinn hluta 13. aldarinnar, auk einstakra æfi- sagna biskupa landsins. Tvær eða þrjár stuttar sögur þjóðarinnar hafa að ^önnu verið gefnar út, en það eru að eins ágrip handa skólum, en allur hinn mikli hafsjór af heimildum til þess að fá fullgerða landsins sögu í heilu lagi eða köflum hennar hefir til þessa legið í skjalasöfn- unum eða söfnum einstakra manna, og eigi verið notað almenningi til fróðleiks. Þrír menn eru það, sem nú á allra seinustu árum hafa lagt sitt fram til þess að greiða þessu máli götu, og hafa þegar komið miklu í verk. Fyrstur þeirra er Jón Jónsson sagnfræðingur. Hann hefur gefið út tvö ágæt rit, annað fyrir fáum árum: ■ Íslenzkt þjöðerni», hitt í fyrra: «Gullöld íslendtnga». Bæði þessi rit eru ífyrir-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.