Nýjar kvöldvökur - 01.07.1907, Blaðsíða 16

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1907, Blaðsíða 16
184 NYJAR KVÖLDVÖKUR. verið langvinnur, og efnin voru gengin mjög til þurðar. En ekkjan vildi verja sínum síðasta eyri til þess að gera útför manns síns að öllu leyti heiðarlega. Regar Aðólfi var send borgunin fyrir lík- ræðuna, varð hann fár við, og vildi helzt senda hana aftur. Honum fanst það ódrengilegt og ósamboðið heiðri sínum að þiggja síðasta pen- ing þessarar fátæku ekkju. Hann sendi þó ekki peningana aftur, því að hann vissi að það myndi særa ekkjuna.. Hún liafði sómatilfinn- ingu og metnaðargirni eins og hann. Hann gekk um gólf í stofunni, og var í mjög æstu skapi. — Það var svívirðing að taka borgun fyrir guðs orð. Hann sagði við sjálfan sig: «Hversvegna þarf að særa svo tilfinningar prestanna? Hví fá þeir ekki ákveðin, föst laun eins og aðrir embættismenn ? Pá væri þeir söfnuðinum óháð- ir, og gæti starfað í guðs nafni, án hans ölm- usu. Hví var þeim ekki borgað úr ríkissjóði? Hversvegna þurftu þeir að fá borgun fyrir verk sín hjá einstökum mönnum eins og daglauna- menn? Hví þurftu þeir að selja prestverkin? Aðólf keypti sorgarbúning fyrir peningana frá ekkjunni, og sendi hann heim til hennar, f*að gekk þannig lengi, að Aðólf gat ekki tekið við neinni borgun fyrir verksín hjá þeim sem fátækir voru. En —þörfin kallaði —skuld- ina þnrfti að borga, og hann þurfti að lifa. Hann varð að kæfa niðnr tilfinningarnar, og neita réttar síns, og taka við gjöldunum. Það var erfitt í fyrstu, en svo fann hann minna og minna til þess, og loks fór hann að hafa gam- an af að telja skildingana, sem honum innhent- ust til þess að borga lánveitandanum, sem beð- ið liafði þolinmóður í mörg ár eftir skuldinni. Vaninn gat þó ekki fengið vald yfir öllum hug hans. Hann stundaði starf sitt af allri al- úð, og bjó sig undir hvert prestsverk, sem hann þurfti að leysa af hendi. Sjúkum og fátækum var liann vinur og verndari, og þeir elskuðu hann og virtu. Nú lcið að fermingardeginum. Kirkjan var troðfull af fólki. Aðólf átti að vígja börnin til lífsstarfsins, sem þau áttu framvegis að tak- ast á hendur á eigin ábyrgð. Hann var hrifinn af mikilvægi köllunar sinnar, og hélt áhrifa- mikla ræðu— En einmitt þegar hún var eld- heitust og andríkust, flaug alt í einu einhver óboðin hugsun að honum, og truflaði hann. Hann varð óttasleginn, og reyndi að hrynda lienni úr huga sér, en hún kom jafnharðan aftur. Það skulfu á honutn hendurnar, og blóð- ið þaut fram í kinnarnar; svo varð hann ná- fölur, og þagnaði í miðri ræðunni. Hann herti sig upp og byrjaði aftur, en andagiftin var þrot- in. Það var eins og hann hræddist sínar eigin hugsanir. Ressi hugsun sem sífelt kvaldi hann, og ofsótti hann, er hann gerði sín helgustu skylduverk, gat ekki yfirgefið hann. Hún kom honum ávalt óafvitandi og sameinaðist guðs- orði. Rað var éinfalt reikningsdæmi —hann á- ætlaði tekjurnar þann daginn. Hann fór heim um kvöldið, hryggur og sneyptur, til hins einmanalega heimilis síns. Honum þótti sem hver maður hefði hlotið að lesa hugsanir sínar á enni sér. Hann hafði ekki getað horft framan í saklaus börnin. Snöggvast óskaði liann að hann hefði ald- rei orðið prestur, en svo komu aðrar hugsanir, og liófu mótmæli. Hann fann það, að þrátt fyrir veikleika sinn var hann kjörinn til þessa starfa. IX. KAPITULl. Aðólf var nú búinn að safna nægu fé upp í gömlu skuldina, ennþá voru eftir renturnar. Pá var hann loksins frjáls, og gat farið að hugsa um framtíðarhamingju sína. Rá ætlaði hann að losa sig við sniásálarskapinn, sem fá- tæktin hafði haft í för með sér, og verða prest- ur í raun og sannleika. Rað greip hann óumræðileg löngun til þess að fara til Kaupmannahafnar—til þess að sjá hanci, Hann gat ekki og mátti ekki lifa án hennar. Svo fór hann til Kaupmannahafnar. Regar

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.