Nýjar kvöldvökur - 01.07.1907, Blaðsíða 24

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1907, Blaðsíða 24
192 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Fjárhirðar í Texas í NorðurAmeríkn hafa heldur ílt orð á sér, eru orðlagðir fyrir ruddaskap. Middbeby ofursti ferðaðist þar einu sinni um einn hinn strjál- bygðasta hluta landsins, og segist honum svo frá piltum þessum: »Einn daginn kom eg svangur og votur í veitingahúsnefnu eina, og voru þar inni nokkrir piltar, úfnir og ótótlegir. Eg sá þegar að þeir gáfu mér ílt auga, og ætlaði að hafa mig burt aftur, en þá gekk einn þeirra til mín. »Hvaða erindi eigið þér hingað?« sagði hann. »Eg er að skoða landið.c »Eruð þér búinn að skoða landið?« »Já« »Pví eruð þér þá að flækjat hér enn?« »Eg hefi heimild til þess« » Hvaða heimild er það?« Eg sýndi þeim nú vegabréf frá stjórninni; maður- inn tók það þegar, og svifti því sundur, og sagði: »Pað er ekki einskildings virði!« Félagar hans skellihlógu. Reyndar hafði eg á mér skambyssu, en hvað dugði hún við heilan hóp manna, er tii alls voru vísir! Mér fór ekk að lítast á blikuna. »Nú skal eg segjayður nokkuð« sagði framsögu- maður flokksins; »þér farið ekki í gönur með mig; þér eruð lögregluspæjari og hafið ílt í hyggju«. »Eg er enginn lögregluspæjari. «• »Ætlið þér að segja að eg sé að ljúga því —ha?« »Jáþaðgjörir liann, Kobbi«, öskruðu félagar hans. Svoumkringdu þeir mig í einum svip, allir höfðu tekið upp skammbyssurnar, og einn þeirra tók mína af mér. »Eiginlega ætti egnú að drepayður undir eins« sagði Kobbi, sem kallaður var, »og ekki láta yður lifa einni mínútu lengur; en eg skal nú segja yður nokkuð. Við ætlum að lofa yður að lifa í fimm mínútur. Standið þér nú þarna og horfið á klukkuna. Hana vantar 5 mínútur í 12; undir eins og báðir vísirarnir standa á 12 eruð þér dauður maður«. Allar bænir voru til einskis; eg góndi á klukkuna og fór að rifja upp bænir mínar. Tíminn fanst mér aldrei ætla að enda—aldrei komst klukkan á 12. Loksins var skellihlegið rétt fyrir aftan mig; eg leit við ósjálfrátt. Þorpararnir voru allir á burt, og þar stóð einn svertingi og flissaði svo að skein í tann- garðinn. »Að hverju hlærðu skömmin þín?« kallaði eg. Hann flenti munninn alveg út undir eyru og sagði: »Lítið þér á klukkuna, herra minn — hún stendur. Smalamennirnir vorubara að glettastvið yðurígamni; hérna er skammbyssan yðar—eg átti að fá yður hána.« Ferðamaður nokkur segir svo frá: «Eg var í Lundúnum, og var nýkominn upp í ferðavagn með öðru fólki, og var vagnin rétt að fara af stað. I því bili gekk maður vel búinn að vagndyrunum, leit inn, og yfir hópinn, og sagði svo stillilega við öku- manninn: »þér megið ekki fara; það eru tveir bófar í vagninum». Svo lét hann vagnin aftur. Farþegar- nir horfðu hissa hver á annan. Loksins stóð upp gamall maður og æruverðugur ásvip, og sagði: »Eg þori ekki að vera innan um vasaþjófa; eg hefi of- mikla peninga á mér til þess». Svo fór hann út. Rétt á eftir stóð upp ungur maður skrautklæddur og sagði: »Eg verð að fara á eftir gamla manninum, og sjá um að þeir steli ekki frá honum á götunni. Þegar hann var farinn, sagði sami maðurinn—það var lög- regluspæjari—við ökumanninn: »þér megið nú fara, vasaþjófarnir eru farnir«. Frúin (við heimilislækninn): Læknir, mig langar til að maðurinn minn færi með mig til Ítalíu svo sem mánaðartíma; nú, hvað gengur þá að mér? Læknirinn: Ekki neitt. Frúin: En hvað þér eruð grænn; ef þér getið ekki fundið nokkurn lasleika, þá verð eg að fara til annars læknis, sem getur það. Sagt er að Svertingjaprédikarar í Ameríku vitni stundum skrýtilega í biblíuna; ein tilvitnun hefir heyrst til eins þeirra á þessa leið: Það er eins og Salonion sagði við Móses, þeg- ar hann var í hvalfiskjarins kviði: »Lítið vantar á að þú teljir mig á að verða kristinn*. »Aldrei kemst þú í hiinnaríki« sagði manngarm- urinn; konan var að rífast við hann. «Nú — nú — því þá ekki það?» »Ætli það þurfi ekki á þér að halda fyrir kvalara þarna niður frá.« «Og eg, sem hélt þú værir fædd fyrsta apríl» sagði hann Benedikt við konuna sína; hún sagðist vera fædd þann 21. »Flestir mættu halda það af því, hvernig eg valdi mér manninn« svaraði hún. Malari nokkur sofnaði í mylnunni og valt út af; hárið á honum lenti inn á milli einhverra hjóla, og stór lagður slitnaði upp úr höfðinu; hann vakn- aði við vondan draum og sagði í fáti: »Nú—hva— hvað er þetta, kona, hvað gengur nú á?« Kennarinn: Hver var í illu skapi, þegar glataði sonurinn var kominn heim? Drengurinn: Alikálfurinn. Prentsmiðja Björns Jónssonar.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.