Nýjar kvöldvökur - 01.07.1907, Blaðsíða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1907, Blaðsíða 17
NÝIAR KVÖLDVÖKUR. 185 hann kom í hús Hellers, fékk hann þá frétt, að öll fjölskyldan væri komin til Parísarborgar. Hann varð hryggur við þá fregn. Honum fanst hann vera svo vesall og einmana, þótti sem þessar vinardyr væri nú harðlokaðar fyr- *r sér um aldur og æfi. Hann fór til bróður síns, en liann fann enga hugsvölun hjá honum. jóhann hafði nóg að hugsa tyrir sjálfan sig; hann var að búa sig undir kaupmannsstöðuna. Hann var einn þeirra nianna, sem hugsa að eins um sjálfa sig. Aðólf vissi ekkert hvað hann átti af sér að gera. Hann var ekki í því skapi, að hann hefði gaman af að fara í leikhúsið eða á aðra opinbera skemtistaði. Hann lét berast með fólkstraumn- um á götunum, og loks mætti hann gömlum kunningja sínum. Pað var ungur Iögfræðingur. Faðir hans var prestur. Hann fór heim með honum. Þegar þeir voru komnir í fordyrið, mundi lögfræðingurinn eftir einhverju, sem hann hafði gleymt. Hann lauk upp hurð að herbergi einu, °g bað Aðólf að bíða sín þarinni, hann kæmi að vörmu spori. Rar var dimt inni, en í næsta herbergi logaði ljós. Pað var skrifstofa prests- ins. Hann var að tala við ungan erfiðismann, se*n kominn var til þess að biðja hann að lýsa hjónabands með sér og heitmey sinni. Aðólf heyrði hvert orð er þeir sögðu. Þegar þeir höfðu talast við um stund, mælti Presturinn: «Heyrið þér, góði maður! eg er annars vanur að taka borgunina fyrir fram.» Það fór hrollur um Aðólf. Hann mintist þess er Jesús rak kaupmennina út úr muster- *nu. £n hristnu prestarnir voru skyldaðir til Þess af ríkinu sjálfu að selja guðs orð og hin hdlögu sakramenti, og fórna hinum sauruga rnammoni á altari drottins. Þarna sá hann sorglegt dæmi þess, hversu vaninn getur leitt' menn langt, þessi vani, að selja hvert embættisverk þeim, er þess skyldi **jóta. . . . Það voru sannarlega beiskir ávextir. Hann hefði aldrei trúað því, ef hann hefði ekki heyrt það með sínum eigin eyrum, að nokkur drottins þjóna gæti svívirt guðs eðli sjálfs sín með því, að heimta fyrir fram borg- un fyrir kirkjulegar athafnir, og svo afar róleg- ur, eins og það væri sjálfsagður hlutur. Aðólf mintist sjálfs sín, og varð ótta sleginn. Hann fann, að hann var á glötunarinn- ar vegi. Hann hafði sjálfur truflast af hugsun- inni um ágóðann, þegar hann framdi helgustu embættisverk sín. . . En það var ómögu- legt, að harm léti nokkurn tíma leiðast svona langt. Hann ásetti sér að forðast það. Honum fanst stjórnin hafa mikla ábyrgð á herðum. Hún skyldaði prestana til þess að heimta lífeyri sinn á hlaupum hjá hverjum einstökum manni, sem þeir veittu einhverja prestsþjón- ustu. Margir þeirra. sem þunga fjölskyldu höfðu fram að færa, og rírar tekjur höfðu, hlutu að verða auðvirðilegustu auraþrælar. Pað var tekið í skrifstofuhurðar lykilinn Aðólf þreif hatt sinn, og böglaði honum saman milli handanna. Hann var í mjög illu skapi, og hann vildi ekki eiga tal við nokkuru mann. — Hann flýtti sér út, Hann vildi vera þar einn með drotni sínum og frelsara. Pað var búið að loka hliðinu, þar sem gengið var út á Löngulínu. — Parna út frá — þar sem blánaði fyrir himni og hafi — hafði hann oft og einatt háð stríð við hugs- anir sínar. Hann gekk Iengi aftur og fram á Kalk- hússtígnum, fullur harms og kvíða. Hann hét því, að hann skyldi aldrei ata sig sauri ágirnd- arinnar, Hann ásetti sér að hreinsa hug sinn og hjartá, og verða þjónn drottins í raun og sannleika. Pað rifjaðist alt í einu upp fyrir honum, er hann hafði komið heim á prestssetrið með skólabróður sínum, þegarhann var dálítill hnokki. Pað var á Sunnudegi. Pað átti að skíra barn sem presturinn átti. Skírnarvottarnir, sem prest- urinn valdi, voru báðir ríkismenn —en —þeir hafa þó líklega ekki búist við að þurfa að borga presti skírnartoll fyrir að skíra eigið barn sitt. Þegar komið var úr kirkjunni, kallaði prest- 23

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.