Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.09.1907, Qupperneq 4

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1907, Qupperneq 4
220 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. bezta skipalægi þegar komið er inn í víkina að sunnan, en áður en þangað er komið. eru fyrir kóralrif nokkur, um fjörutíu enskar mílur á lengd, og er vandfarið mjög þar á milli. Innleiðin er óvenjulega fiókin, og ilt þar að átta sig, en Hawkhurst var henni hundkunn- ugur, og hafði jafnan haft þar hafnsögu. Kain var þar ekki eins vel kunnugur, og þurfti því mjög mikla varúð og nákvæmni við að hafa, því nú var ekki hægt að setja Hawkhurst til þess að leiða inn skipið sem áður. Eyjarnar sjálfar voru margar, og myndaðar af kóral- klöppum. Fáein kókostré gnæfðu hvar sem nóga mold var að fá fyrir þau að festa rætur, og kyrkingslegir runnar gægðust upp í kletta- sprungunum. En það sem var einkennilegast við eyjar þessar, og gerði þær að svo hent- ugu víkingabæli var það, að þar voru afarmarg- ir hellar við sjóinn, sumir þeirra eru fyrir of- an flóðmörk, en flestir svo lágt, að sjór geng- ur inn íþá; í suma kemst hann aðeins með flóði, og eru þá inni í þeim djúpir pollar, sem aðgrein- ast, þegar út fjarar; í sumum er altaf svo djúpt, að róa má báti út og inn bæði með flóði og fjöru, Hærri hellarnir voru auðvitað ágætustu geymslustaðir fyrir alt það, er þurfti að fela, þangað til hægt væri að koma því í góðu tómi þangað, sem hægt væri að losa sig við það. Vér höfum getið þess áður, að þau »Kom- us og »Fyrirtækið» sáu «Hefnarann« rétt um leið og hann rendi inn í rennuna á milli rifj- anna — en það verður að gera grein fyrir af- stöðu skipanna hvers gagnvart öðru. »Hefnar- inn« hafði rent inn í syðri rennuna fyrirsunnan- vindi,og lóðað sig gætilega um fjóra mílufjórð- unga áfram, og haft Iítil segl uppi eða engin. Hin skipin höfðu athugað vandlega Tyrk- eyna, austan við Kaikoseyjarnar, og slagað norður fyrir hana, og stefndu svo á norður- endann á rifi því, er Iá upp að stærstu Kai- koseynni. Stefnan var því svo, að komast í veg fyrir «Hefnarann« áður en hann næði lægi sínu, ef rifin liefðu ekki lokað fyrir það. Eina ráðið fyrir ensku skipin varð því að slaga sig í suður aftur, og reyna að komast að innleið- inni á eftir »Hefnaranum», því þar var að minsta kosti nógu djúpt fyrir «Fyrirtækið«. Rennan var svo mjó, að það varð ekki beitt, og vindur var af suðri, svo að »Hefnaranum« var engin undankomu von. Hann var fastur í gildru, svo að hann hafði nú ekki öðru á að skipa en varnargögnum þeim, er hann hafði gegn þeim, er kynnu að veita honum árás. Páð var þéttingskaldi af suðri, og leit út fyrir að hvessa, þegar ensku skipin settu upp öll segl og beittu stutta slagi fyrir utan rifið. Rað mátti vel greina allar hreyfingar óvina- skipanna frá «Hefnaranum«, og Kain sá, að hann var kominn í hann krappan. Hann gekk ekki að því gruflandi, að sér myndi verða veitt at- laga, og þótt hann annars hefði fagnað hverju færi að berja á óvinum sínum, var hann nú alt annars hugar, og hafði nú lagt nær alt í sölurnar er hann átti til þess, að losast við fund þenna, og geta þannig skilist við stall- bræður sína í ró og næði án blóðsúthellinga. Fransiskó var líka í illu skapi út af þessum ó- happafundi; en ekki töluðu þeir orð saman um það, foringinn og hann á meðan þeir voru á þiljum uppi. Nálægt dagmálum um morguninn voru þeir komnir vel hálfa leið, og ekkert hlekst á. Bauð Kain þá að kasta út akkeri og lét fólkið fara niður til morgunverðar. Fransiskó gekk ofan í káetu og var að segja Klöru frá, hvern- ig þeir væri staddir; kom þá Kain inn, snar- aði sér ofan á legubekkinn og var að sjá í þungum hugsunum. »Hvað ætlarþúnú aðgera?« spurðiFransiskó * »Eg veit það ekki; eg ætla ekki að taka neina ákvörðun um það, Fransiskó«, svaraði Kain; «ef eg mætti einn ráða, léti eg Iíklega skonnortuna sitja þar sem hún er komin; þeir geta ekki gert atlögu nema í bátum og þá er eg hvergi hræddur. En ef við förum alla leið, gefum við skonnortunni færi á að elta okkur, án þess að geta varið rennuna, og svo getur hún veitt oss atlögu innan skerja, og það með svo miklum mannafla af báðum skip- uunm, að við verðum ofurþði bornir. Að hinu

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.