Nýjar kvöldvökur - 01.09.1907, Side 6
222
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
Örstuttu síðar kom hann upp með þeim,
og var á undan þeim, Hann kom mótstöðulaust
og áhöfnin heimtaði að hann tæki við hafn-
sögu.
»En setjum nú svo að eg vilji það ekki,«
sagði hann rólega.
«Rá hefir þú ekkert meira að gera hér á
skipinu, það er alt ogsumt«, svaraði bátsmað-
urinn, »er ekki svo, piltar?» sagði hann og
sneri sér að fólkinu.
«Jú, annaðhvort kemur hann*okkur heilum
á hófi inn úr rennunni — eða fyrir borð með
hann» æptu margir.
»Eg læt mér á sama standa um hótanir þær,
drengir« svaraði Hawkhurst; »þið hafið hing-
að til þekt það til mín, eð eg er öruggur og
áreiðanlegur maður, og það er ekki líklegt að
eg bregðist ykkur nú. Nú, jæja, fyrst kapt-
einninn ykkar getur ekki bjargað ykkur, þá
verð eg Iíklega að gera það, en» sagði hann
og leit í kringum sig« við erum komnir út
úr rennunni —hvort við komumst inn í hana
aftur skal eg Iáta ósagt.«
»Við erum ekki komnir út úr rennunni«
sagði Kain, »það vitið þér eins vel
og eg.»
»Nú, jæja, ef kapteinninn veit það betur en
eg, þá er be?t hann komi ykkur áfram» svar-
aði Hawkhurst.
- Skipsmenn voru nú á annari skoðun og
stóðu fast á því að Hawkhurst tæki við for-
ustu skipsins —hann væri hvort sem væri kunn-
ugastur. Kain för aftur á skipið, en Hawkhurst
gekk fram að bugspjóti.
«Eg skal gera það sem eg get, piltar«
sagði Hawkluirst; »en munið eftir því ef við
rekumst á, á meðan eg er að finna réttu leið-
ina, megið þið ekki kenna mér um það. Ögn
á stjórborða — Meira á stjórborða —svona —
þetta er rétta stefnan drengir!>- kallaði hann og
benti á ljómandi blett á milli brimgarðanna,
«ögn á bakborða — svona.»
Hawkhurst vissi það, að það átti ‘að setja
hann á land, þegar tækifæri gæfist, hafði hann
því ásett sér, að sigla skonnortunni í strand>
og ])að þó að hann færist sjálfur við það.
Hann beindi því skipinu út úr rennunni og
út í boðana. Örstuttri stundu eftir að hann
var búinn að skipa fyrir um stjórnina rakst
skipið tvisvar hart á grynningar. Rriðja skifti
er það steytti, sneri það hliðinni í veðrið, og
flatti mjög; hvass kóralklettur skarst í gegnum
borðið og plankana, og sjórinn fossaði inn í
skipið.
Dauðaþögn féll yfir alla áhöfnina.
«Drengir» sagði Hawkhurst, «eg hefi gert
svo vel sem eg gat, og svo getið þið snarað
mér útbyrðis, ef ykkur sýnist. En það var ekki
mér að kenna, heldur honum» sagði hann og
benti á kapteininn.
»Rað er nú oiðið minst um það vert,
hverjum þetta er að kenna,» sagði Kain, «við
skulum tala betur um það seinna herra Hawk-
hurst, nú sem stendur er líklega annað meira
að gerá, en að fara í orðahnippingar. Bátana
út, piltar, svo fljótt, sem þið getið, og liver
maður taki með sér vopn og skotfæri, Farið
hægt og stillilega. Skonnortan stendur hér föst
og sekkur ekki. Seinna getum við bjargað öllu
úr henni.»
Víkingarnir hlýddu skipunum kapteinsins.
Öllum þrem bátunum var hleypt fyrir borð.
í fyrsta bátinn voru settir allir sárir menn og
Klara d’ Alfarez; kom Fransiskó með hana upp
á þiljur, og hjálpaði henni ofan í bátinn. Óð-
ara enn allir höfðu tekið næg vopn með sér
bauðst Fransiskó til að taka við forustu bátsins,
og lagði þegar frá.
A herskipunum hafði það sézt, að skonn-
ortan strandaði, og áhöfnin bjóst við að fara
í bátana. þau sneru sér óðara upp í vindinn,
settu út báta sína og mönnuðu þá í þeirri von,
að geta komist í veg fyrir víkingana, áður en
þeir næðu til eyjarinnar, og gæti búist þar til
varnar, því að þó að skipin kæmust ekki inn-
fyrir rifin, var þó ærið nóg dýpi handa bátun-
um. Skömmu eftir að Fransiskó var lagður frá
«Hefnaranum« með fyrsta bátnum, skutust þeir
frá herskipunum í gegnum brimið til þess að
hefta för hans. Ræningjarnir sáu það, og liöfðu