Nýjar kvöldvökur - 01.09.1907, Side 7

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1907, Side 7
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 223 viðbúnað í móti, annar báturinn fór þegar frá »Hefnaranum», og stökk Hawkhurst í hann um leið og hann lagði frá. Kain var úti á skipinu, og gekk um þiljurnar til þess að gæta þess, hvort enginn hinna særðu manna væri eftir, og fór svo frá skonnortunni í síðasta bátn- um, og stefndi sömu leið og þeir. Var hann 2-300 föðmum á eftir bátnum er Hawkhurst var í. Þegar Kain lagði frá skonnortunni var erfitt að segja, hvort hermannabátunum mundi takast að komast í veg fyrir nokkurn víkingabátanna. Var róinn lífróður á báðum, og þegar fyrsti báturinn með Klöru og Fransiskó náði landi voru þeir, sem eltu varla meira en áttung úr mílu á eftir þeim. En grynningarnar á milli töfðu fyrir herbátunum, og varð það víkinga- bátunum að liði. Hawkhurst náði landi með sinn bát rétt um leið og stórbáturinn frá «Kóm- usi» hleypti af átján punda fallbyssu; seinasti báturinn var um hálft annað hundrað faðma frá Iandi, þá skaut stórbáturinn frá «Kómusi» — en hann var of stór til að geta flotið inn yfir rifið — annari kúlu; kom hún á skutinn á síðasta bátnum; fyltist hann óðara af vatni og sökk. «Hann er dauður« sagði Fransiskó; hann hafði farið með Klöru í helli einn, og stóð í dyrunum til að vernda hana; «þeir hafa skot- bátinn hans í kaf — nei, hann syndir inn að landi, og nær hingað bráðum, löngu áður en ensku hásetarnir komast að landi.» Það var alveg satt; Kain klauf vatnið karl- niannlega og synti með hraustlegum tökum að v°g einutn litlum, sem var nær því er bátur- lnn hafði farist en víkinni, þar sem Fransiskó hafði náð landi með Klöru og sára liðið. Voru ^'appir nokkurar og sker á milli, er gengu f'am í sjóinn, og hurfu síðan á kaf. Fransiskó t>ekti foringjann vel frá hinum, er líka voru a sundi til lands, því að hann var kippkorn á nndan þeim, En þegar hann kom nær strönd- ' lnni fór hann á hvarf fyrir klappirnar svo að Fransiskó sá hann ekki. Fransiskó vildi feginn v'ta, hvernig honum reiddi af, og klifraðist því upp eftir klettunumtil þess að geta séð til hans. Kain var ekki nema fá faðma frá landi; þá reið af byssuskot; kapteinninn reis til hálfs upp úr sjónum — baðaði höndunum í kringum sig — blátær sjórimi roðnaði af blóði — svo sökk hann og kom ekki upp aftur. Fransiskó þaut fram frá klöppunum og sá Hawkhurst standa þar neðan við með byssuna í hendinni og var að hlaða. sRessa verks skaltu einhverntíma fá að gjalda, mannfýla« æpti Fransiskó. Havkhurst hafði látið kveikipúður á byss- una og lokaði pönnunni. «Ekki af þinni hendi», svaraði Hawkhurst bar byssuna upp að kinninni, tniðaði á Frans- iskó og hleypti af. Kúlan kom í brjóst Fransiskó; hann hrökl- aðist aftur á bak, skjögraði yfir sandinn, náði hellisdyrunum og hneig niður við fæturna á Klöru. «Guð minn góður» æpti autningja stúlkan, «eruð þér sár? Hver verður þá til þess að vernda mig?« «Eg veit ekki almennilega hvað eg á að halda,« svaraði Fransiskó látt og slitringslega, eg finn ekkert sár — mér finst eg nú vera hressari« — og hann tók hendinni til hjartans. Klara hnepti frá brjósti hans, og fann þá böggulinn, sem Kain hafði gefið Fransiskó; hafði Fransiskó stungið honum í barm sinn; hafði kúlan komið á böggulinn, og eigi gert honum annað mein, en höggið, sem kúlan greiddi. En svo var hann magnþrota eftir þetta högg, að höfuð hans hneig niður á kjöltu Klöru. En nú verður að geta þess, hvað aðrir höfðust að í ógangi þessum. Eðvarð Temle- móre hafði haft nákvæmar gætur á öllu því, er fram fór við skonnortuna, af skipi sínu, og var alls eigi rótt innan brjósts. Hann sá hana stranda á skerjunum, og svo sá hann hvað þessir djörfu víkingar tóku til bragðs. Hann sá alt vel í langa kíkinum sínuni, og varð óró- semi hans að nístandi sálarkvölum þegar hann festi augu á hvítum blaktandi kvenmannskjól

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.