Nýjar kvöldvökur - 01.09.1907, Blaðsíða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.09.1907, Blaðsíða 19
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 235 »Pau komu til að sættast við okkur. Sonur minn grátbændi mig um fyrirgefningu, kona hans lyfti grátandi upp barninu þeirra og það rétti hendurnar að mér.« Þessi frásögn fékk mjög á ungfrú Neumann. »Og hvað sagðir þú?« »Þið völduð sjálf ykkar hlutskifti —« í sama bili hljóðaði Eðmund litli upp yfir sig í næsta herbergi. Hann hafði klifrað upp á stól og hafði stóllinn dottið með hann ofan á gólfið. Ungfrúin og bróðir hennar þutu dauðhrædd inn í herbergið, og þegar þau sáu, að Eðmund hafði ekki meitt sig. heldur aðeins orðið snögg- lega hræddur, tókust þau í hendur þegjandi og litu til himins. Pau færðu guði þakkir. Ætli faðir drengsins þar uppi hafi heyrt það er fram fór? IV. Eðmund var orðinn tuttugu og tveggja ára gamall. Verksmiðjueigandanum og systur hans fundust árin líða eins og sólbjartir vordagar. Drengurinn var nú orðinn myndarlegur ung- hngur. Vegna þess að hann var bæði glað- lyndur og góðlyndur, þótti fósturforeldrum hans mjög vænt um hann. Hann var líka langdug- 'egastur af öllum, sem unnu í skrifstofu verk- smiðjueigandans. Systkinin, sem þá voru orðin gráhærð, litu a fósturson sinn eins og þá stoð, sem þau gætu hallað sér að í ellinni, og horfðu því ör- uSg fram á veginn. Sú tilhugsun gladdi gamla IT|anninn mjög, að þegar hans misti sjálfs við, 'ifði annar eftir, sem var líklegur til að halda Þvf áfram og leiða það til lykta, sem hann §at ekki sjálfur; hann vat svo glaður yfir þessu, ei hann hugsaði um það, að á yngri árum Var hann tæplega glaðlyndari. f*á stakk Formann ríkisráð upp á því við f°rnvin sinn, að hann skyldi slá botninn í þetta a|t saman með því, að koma Eðmund fyrir v'ð einhverja stórverzlun í Berlín, þarsemhann §æti bæði æfst og lært það, sem allir stór- Itaupmenn nú á tímum þurfa með. «Eg er nógu kunnugur til þess, að geta komið Eðmund á framfæri,» skrifaði herra For- mann, «en alt fyrir það er sjálfsagt, að sonur þinn komi til Berlínar og velji sér sjálfur stað. Með því er loku fyrir það skotið, að hann verði þar, sem hann kann svo ekki við sig síð- ar. Eg hefi búið honum herbergi í Markgreifa- götu. Sendu mér svo Eðmund og láttu mig sjá um hann.» Herra Neumann varð við ósk vinar síns og kom með fósturson sinn til Berlínar. I fyrsta sinn sem Eðmund var einn síns liðs og frjáls maður og gekk urn gólf í skrautlega herberginu sínu, seig einhver víma á hann. Hann fékk einhverja löngun til að stökkva út í mannþröngina og láta berast með straumn- um, eitthvað út í bláinn. Pessi víma kemur yfir þá, sem hafa vanist alt of miklu ófrelsi af foreldranna hálfu, þegar þeir sjá allan ljóma frelsisins brosa við sér; sælir eru þeir, sem eiga eitthvað það í sálu sinni, sem þeir geta þá stutt sig við og flotið á. Hann fór snemma að hátta, en gat ekki sofnað fyrir hugmyndafluginu. Götuskarkalinn á höfuðgötum borgarinnar truflaði hann svo að hann mátti eigi hvílast, björtustu framtíðar- myndir liðu fram hjá augum hans og, hann var of ungur til þess að komast hjá, því að láta þessar ginnandi hugmyndir æskunnar hafa áhrif á sig. Hann sofnaði ekki fyr en um það leyti, er sótararnir þar í götunni voru að hafa sig á kreik. Hann svaf vært til klukkan átta, klæddi sig og fór að raða bókum sínum. Meðan hann var að því, kom húsmóðir hans inn; hún var mjög viðfeldin kona, ogvar með útsaumaða svuntu og snjóhvíta morgun- húfu, er hún kom inn til hans. »Góðan dag herra Neumann,* sagði hún, er hún kom í dyrnar, «hvernig hafið þér sof- ið fyrstu nóttina, sem þér eruð í Berlín?» Eðmund tók kveðju hennar og kvaðst hafa sofið vel. »Eg var hrædd um, að þér mynduð ekki geta sofið fyrstu nóttina. Menn verða fyrst að 30*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.