Nýjar kvöldvökur - 01.09.1907, Side 20
236
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
venjast lífinu og loftinu hér í Berlín, til þess
að geta sofið vel. Eg hefi reynt það sjálf. Fór
faðir yðar, herra konferenzráðið, heim til Magde-
borgar í gærkveldi?»
^Rað er víst auðvelt að verða konferenz-
ráð hér í Berlín,» hugsaði Eðmund, og kvað
föður sinn hafa farið kvöldinu áður.
«Eg býst við, að í dag heimsæki mig kona,
sem vildi fá að sjá híbýli mín og kynnast yð-
ur,» bætti hann við.
«Heiður fyrir mig! En þá er bezt að hafa
hraðan á, svo að alt verði í röð og reglu,
þegar hún kemur. Sækið þér hana á stöðina,
Þá gæti Lísa tekið til í herberginu meðan þér
eruð burtu.«
«Nei, mér hefir verið tilkynnt að bíða, þangað
til hún kemur. Stúlkan skal láta sér standat
á sama og ganga að verki sínu eins og ekkert
væri um að vera.«
»Lfsu er alveg sama,« svaraði frú Heiser,
»en það eru óþægindi fyrir yður að vera inni
á meðan verið er að taka til. Komið þér nú
heldur inn í stofu til mín og drekkið hjá mér
kaffið þar; þér getið skoðað koparstungurnar
mínar um leið.«
Ress vegna drakk Eðmund kaffið inni í
stofu húsmóðurinnarog skoðaöiumleið »möppu»
með góðum koparstungum í, á meðar hús-
móðirin og stúlkan voru að taka til hjá honum.
Ungfrú Neumann kom um klukkan ellefu
þangað. Eðmund tók á móti frænku sinni —
eins og hann kallaði hana altaf —niðri á gang-
stéttinni og leiddi hana inn. Þar var tekið á
móti konferenzráðsfrúnni — frú Heiser lét sér
ekki muna um það — með mestu ' vinsemd og
henni fylgt upp í herbergi Eðmunds.
Ungfrúin var fyllilega ánægð með herbergið
og húsmóðurina, og bað hana að tala við sig
einslega.
Frú Heiser fór með frænku leigjanda síns
inn í stofu sína og fór að sýna henni kopar-
stungurnar.
»Kæra frú Heiser, það eru sérstakar ástæð-
ur til þess, að mér er svo ant um bróðurson
minn, Hann hefir alt það til að bera, sem til
þess þarf að ganga í augun á kvenfólkinu;
hann er fremur laglegur. — «
»Eg hefi aldrei séð laglegri mann,« bætti
frú Heiser inn í.
»Eg veit þá, að þér skiljið við hvað eg á.
Mig langaði til að biðja yður að líta til með
bróðursyni mínurn. Það er svo hætt við að
ungir menn láti glepjast og hann bróðir minn
hefir mátt kenna á því. Eg ætla að biðja yður
þess lengstra orða, að forða honum frá því,
sem getur truflað hann.«
»Sjálfsagt konferenzráðsfrú mín góð, og eg
skal vera fjarska nákvæm með það, úr því að
eg veit, að fólkið hans gerir sitt til með mér;
en án þess hefði það nú líklegast orðið til
lítils.«
»Ekki skal það vanta, og það megið þér
reiða yður á, frú Heiser. að við skulum auð-
sýna yður þakklæti okkar í einu sem öðru;
en segið mér eitt: Eru nokkur hjón hér í
liúsinu, sem eiga uppkomnar dætur?«
«En að hún skuli geta spurt svona!« hugsaði
frú Heiser, »eins og nokkurt hús sé í Berlín
svo, að þar sé engin gjafvaxta stúlka.«
»Nefnið þér ekki ósköpinl* svaraði hún svo
upphátt, »ekki mér vitandi. Doktor Meier býr
við hliðina á herra Eðmund, hann er farinn
að eldast og gefur út blað og á næsta lofti
fyrir ofan hefir herra Windischmann búið um
tíma og hann er aldraður, æruverðugur öld-
ungur, sem gerir ekkert annað en að reykja
pípuna sína. Næst þar upp yfir er málarastofa
og í kjallaranum er ríkur leirkerasmiður. Rað
er líka satt, eg var nærri búin að gleyma því,
að næst neðan við okkur býr ekkja sem á
stóra skrautsölubúð í Friðriksgötu.«
»Gerið þér nú þetta, frú Heiser, og skrifið
mér svo um það. Eg vil vita alt, sem viðkemur
bróðursyni rnínuin, Upp frá þessu skoða eg
yður sem vinkonu mína, og eg er viss um að
þér bregðist mér ekki.«
Framh.