Nýjar kvöldvökur - 01.09.1907, Page 21
NYJAR KVÖLDVÖKUR.
237
Ovæntir samfundir.
(Úr ensku.)
-<Má eg biðja yður að opna gluggann,»
heyrðist sagt inni í vagnklefanum, um það
leyti og lestin var að leggja af stað.
Þessari ósk var beint til umsjónarmanns-
ins í lesíinni, ög það var ekkert óvanalegt að
heyra þetta, en herra Manning fanst hann
kannast við röddina og hann gægðist út á
ganginn.
Jú, honum hafði heyrst rétt og hann roðn-
aði ofurlítið í framan, þegar hann sá unga
stúlku sem stóð þar.
»Nóra» sagði hann í Iágum rómi.
Ungfrúin sneri sér að honum, og horfði
undrandi á hann, en segir síðan:
»Dick Ansley, eruð þér þetta sjálfur.« Hún
rétti honum hendina, og hann tók fast í hana
og hélt henni lítið eitt lengur en nauðsynlegt
var.
«Hvað er nú langt síðan við sáumst síð-
ast?« spurði hann og bauð ungfrúnni sæti við
hlið sér.
»Að minsta kosti 5 ár,» sagði hún hlæjandi,
°g röðnaði um leið út undir eyru.
«Þér eruð á leið til Nýju-Jórvíkur get eg
ímyndað mér?» sagði hann.
«Já, eg ætla að heimsækja Esellu föður-
systur, þér vitið hvar hún býr.»
Manning hneigði sig með ánægjubrosi, hann
hafði ávalt munað vel strætisnafnið og hús-
núrnmerið.
«Hvernig litist yður á það, Nóra, að fara
með mér ökuferð snemma á morgun, slíka sem
v‘ð fórum stundum um árið,» sagði hann gæti-
*ega og hikandi.
Hún hugsaði sig um Iitla stund en hneigði
sig síðan.
Eg kem þá og sæki yður kl. 10.
«Já, eg þakka.»
^egar hún hafði slept orðinu horfði hún
f'aman í Manning og fór að hugsa uni, hvort
hnn ætti að segja honum frá því nú þegar,
að hún væri gift, eða bíða með það þar til
síðar. Mundi hann fá annað álit á henni við
að vitaþað? Annars var henni nú orðið sama
um, hvað hann hugsaði um hana. Hún var
fyrir löngu komin að þeirri niðurstöðu að þær
tilfinningar, sem hún eitt sinn hefði haft hon-
um viðvíkjandi, hefðu aldrei verið alvarlegar
og fastar. Og hún þóttist líka hafa tekið eftir
því, að tilfinningar hans gagnvart sér hefðu
aldrei haft djúpar rætur.
En í full 4 ár hafði hún aldrei haft neinar
skemtanir, og hana fór að langa til að taka
þátt í stuttri og saklausri skemtiferð.
En maðurinn hennar, hvað mundi hann
segja, gat hún hætt við að hugsa um hann
svo sem einn sólarhring? Það gat hún ekki.
Hún elskaði hann með öllum sínum sálarstyrk-
leik. Og það hafði enga breytingu gert á til-
finningum hennar að hann hafði tekið hana frá
öllum gömlum vinum hennar. Hún hafði með
glöðu geði og af fúsum vilja yfirgefið stór-
bæjaílfið og alla vini sína, og farið með hon-
um út á land, og lifað þar í einveru og kyrð
hjá honum í 4 ár; og glöð ætlaði hún að fara
þangað aftur. Það var því eigi laust við, að
unga frúin væri á báðum áttum. Belly (svo
hét maður hennar) var svo siðavandur. Þessi
fyrirhugaða skemtiferð var ef til vill ekki eftir
hans skapi.
«Þér lítið út, eins og þér væruð eigi sem
bezt ánægð með sjálfa yður, Nóra, yður
langar ef til vill til að hætta við skemtiferðina?»
spurði Manning.
Hún leit upp ofurlítið vandræðaleg og hló,
en svo kom henni á svipstundu nokkuð til hug-
ar og segir:
«Eftir á að hyggja, Dick, það er ung stúlka
ljómandi falleg í heiinsókn hjá föðursystur
minni þessa dagana, viljið þér eigi vera svo
vænn að lofa henni að vera með?«
Manning roðnaði ofurlítið, og hleypti brún-
um, en segir síðan:
«Meir en ve!komið,» en rödd hans var nú
ekki jafn innileg og áður, og hann varð þög-
ull Iitla stund á eftir.