Nýjar kvöldvökur - 01.10.1907, Síða 2
242
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
juðu andlitin, og hin ofboðslegu illvirki, sem
þeir höfðu framið, vakti ertandi forvitni á með-
al þeirra, er við voru, blandna ógn og gremju.
Tveir yngstu víkir.garnir höfðu fengið leyfi
til að koma fram sem sakvottar. Að vísu höfðu
þeir verið að eins fáa mánuði á «Hefnaranum»,
en vitnisburður þeirra um dráp áhafnanna á
þrem Vestur-Indiaförum og árásin á Don Kúm-
anos var ærinn til þess að fella alla hina.
Ekki varð hjá því komist, að réttarfars-
reglur við mál þetta tæki alllangan tíma. Vík-
ingarnir áttu að svara, þegar kallað var upp
með nöfn þeirra, og svo þurfti að rita inn í
bók vitnisburði ofannefndra manna. Rað var
liðið langt á dag, þegar prófin voru lesin upp
fyrir víkingunum, og svo voru þeir spurðir,
hvort þeir hefðu nokkuð sér til málsbóta. Dóm-
arinn tók spurninguna upp aftur. Rá bað Hawk-
hurst sér hljóðs. Varla gat hann nú vænst
þess að bjarga sér; hið eina sem honum lá á,
var að ónýta vörnina fyrir Fransiskó, og koma
í veg fyrir að hann slyppi hjá smánarlegum
dauða.
Hawkhurst sagði um sjálfan sig, að reynd-
ar hefði hann nú ekki verið svo stuttan tírna
á «Hefnaranum» — en hefði verið tekinn af
öðru skipi, og nauðgað til að vinna þar þvert
á móti vilja sínum — hann mætti vita það
bezt, kapteinssonurinn, sem þarna stæði
(hann benti á Fransiskó), því að hann hefði
verið sá eini á skipinu síðan það byrjaði;
hann kvaðst alt af hafa beitt sér á móti kapt-
eininum, en hann hefði ekki viljað sleppa sér,
því að hann hefði verið sá eini á skipinu, sem
kunnað hefði að sigla því; sér hefði verið fast
f huga að gera uppreist á móti honum, og
taka sjálfur við forustu þess, og stundum eggj-
að skipsmenn á það — og ef þeir vildu, gætu
hinir hásetarnir, og kapteinssonurinn líka, vott-
að það, að þegar þeir hefðu verið á leið inn
til Kaikoseyjanna, hefði hann verið í höftum
fyrir að hafa reynt eitthvað í þá áttina; svo
hefði sér verið slept, af því að hann einn hefði
kunnað innsiglinguna, og hefði sér verið hót-
að að verða kastað fyrir borð, ef hann kæmi
ekki skútunni inn úr rennunni; svo hefði hann
ekkert skeytt um, hvað um sig yrði, og hleypt
henni í strand, og af því, að hann vissi, að
kapteinninn sækti eftir lífi sínu, hetði hann
skotið Kain, þegar hann var á sundi í land;
Fransiskó gæti borið um, hvort það væri ekki
satt, því að haun hefði álasað sér fyrir það á
eftir, og hann hefði verið í áflogum við hann
upp á líf og dauða, þegar hermennirnir hefðu
komið og skilið þá, og tekið þá báðar hernuma
— hann byggist nú ekki við að Fransiskó,
kapteinssonurinn, mundi segja sannleikann til
að bjarga sér, því að hann hataði sig og sæti
um líf sitt; það hefði sést í árásinni við Magda-
lenufljótið; það hefði verið lengi fyrirbúið, að
ganga á land; Fransiskó hefði verið sendur á
undan á land, og átt að látast vera skipbrots-
maður, en í rauninni til þess að þefa upp,
hvar herfang væri að fá, og aðstoða víkingana
við atlöguna; þá hefði Fransiskó notað sér fær-
ið, og skotið kúlu í öxlina á sér, eins og þeir
vissu allir, víkingarnir, og sjálfur Fransiskó
mundi varla vera svo ósvífinn að neita því;
hann kvaðst vona að dómurinn léti pína Frans-
iskó til sagna; þá myndi hann líklega gangast
við sannleikanum, að minsta kosti ætti nú að
segja honum að tala.
Pegar Hawkhurst hafði lokið ræðu sinni
varð nokkurra mínútna bið, og þó eigi róleg.
Mjög var liðið á dag, og nærfelt koldimt orð-
ið f öllum dómssalnum, að kalla mátti; aðeins
kastaði dagsbirtan rólegri, hátíðlegri, nærri því
að segja sorglegri skímu á andlit víkinganna,
ólm og ósvífnisleg. Sólin var gengin undir
þykka en fagra skýjabólstra, og varp gullgló-
andi roða á jaðra þeirra, svo að þau glóðu
sem bráðið gull. Hawkhurst hafði talað hátt
og liðlega, það var eitthvað ráðvandlegt í rödd-
inni. Jafnvel svardagarnir, sem hann smeygði
inn í við og við, en vér höfum slept, virtust
koma freinur af einlægni hjartans en af hrotta-
skap; þeir urðu ekki að guðlasti,, heldur til
þess eins að salta ræðu hans og gera jhana
áhrifameiri.
Vér gátum þess, áð það varð þögn við, er