Nýjar kvöldvökur - 01.10.1907, Page 4
244
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
og ógæfusömu ævi mína, orðið að bera svo
mikla hugraun, að mér hefir oft fundist, að
hvað sem yrði til að leysa mig frá því, að sjálfs-
morði undanteknu, væri alt blessað og gott.
en á þessum fáu mínútum, hefi eg sannfærst
um það, að eg er sömu tilfinningum búinn
og aðrir menn, og að eg er enn ekki full-
þroskaður til að deyja —að eg er of ungur og
og óviðbúinn til þess. Eða fer nokkur mað-
ur mótmælalaust út af heiminum, á meðan
svona fagur himinn er til að elska og skoða,
og á meðan kvenmannshjarta er til, sem trúir
því að maður sé saklaus, og aumkast yfir ó-
gæfu lians. Jú, herra, meðaumkun, líkn og
brjóstgæði eru enn ekki flúnar burtu af jörð-
unni, og fyrir það finn eg að eg er of ung-
ur til þess að deyja. Guð fyrirgefi mér, að
eg hélt þær væru horfnar af jörðunni, því að
slíkar tilfinningar hafa aldrei birzt hjá þeim,
sem forlögin hafa bundið mig í flokk með,
og fyrir þá sannfæring mína hefi eg oft þráð
dauðann. Og það vildi eg óska, að hinn rétt-
láti guð, sem dæmir oss þar, en ekki hér,
gæfi mér gögn í hendur til þess að eg gæti
sannað það, að eg á ekki skilið svívirðilega
refsingu af samsyndurum mínum — mönnunum.
Lávarður minn, eg kann ekki lagakróka,
og hefi ekki vit á margbrotnum málaflækjum;
fyrst og fremst verð eg að halda því fast fram,
að eg hefi aldrei rænt, en skilað þeim ræntu
því, sem frá þeim hefir verið tekið. Eg hefi
aldrei vegið mann, en hlaupið hefi eg á milli
þess, er myrða átti, og morðingjahnífsins, Fyr-
ir það hafa þeir stallbræður mínir hatað mig
og spottað, og fyrir það sé eg lífi rnínu hættu
búna af þeim lögum, sem eg hefi aldrei brot-
ið. Maðurinn, sem seinast talaði, sagði eg væri
sonur víkingjaforingjans. Það eru orð þess
versta, forhertasta og samvizkulausasta varmenn-
is af þeim öllum, sem standa hér frammi fyrir
yður og bíða síns dóms —orð manns, sem
ætíð hefir leitað sóma síns og gleði, hugsvöl-
unar og uppörfunar í manndráþum.
Lávarður minn, víkingaformaðurinn hefir
sagt inér það sjálfur, áður en þessi maður þarna
myrti hann, að eg væri ekki sonur hans. Son-
ur hans! nei, lof sé guði, það er eg ekki. Á-
reiðanlega og óskiljanlega hefi eg verið hon-
um bundinn og háður, og hann hefir haft mig
á valdi sínu. Áður en hann dó, afhenti hann
mér skjalaböggul, sem eg hefði séð af hver
eg er; en eg hefi mist hann, og sé mikið eftir
honum. Að eins eitt hefi eg fengið að vita hjá
honum, sem þeir voru vanir að kalla föður
minn, það, að hann drap móður mína með
eigin heiidi, og það á níðingslegan hátt.»
Hér slitnaði ræða Fransiskó af þungu án-
gistarandvarpi, svo að hrollur fór um allan
mannngrúann. Rað var nú orðið koldimt, svo
að dómarinn bauð- að kveikja Ijós, áður en að
málsvörninni væri haldið áfram. Óþolinmæðin
og æsingin í fólkinu kom fram í Iágu tauti
manna á milli, þangað tíl ljósið kom. Dómar-
inn heimtaði «hljóð« og var því þegar hlýtt.
Fransiskó var beðinn að halda áfram.
Hann tók aftur til máls, og fór að segja
frá því, sem hann mnndi frá fyrstu bernsku.
Eftir því sem efnið hreif hann meira með sér,
varð hann mælskari og léttara um. Handhreyf-
ingar hans urðu fjörmeiri, áherzlumeiri, en fóru
þó ekki út í öfgar eða gönur; þessi föli, ó-
framfærni unglingur var orðinn að eldhuguð-
um mælskumanni. Hann rakti stuttlega, englögt
og skarplega, og með stuggvænlegri nákvænmi
öll þess ógurlegu hryðjuverk, sem hann hafði
verið vottur að. Rödd hans vottaði það, |að
hann sagði satt —sannfæringin barst út frá yf-
irbragði hans —sakleysið skein á hinu hreina
og greindarlega enni lians,
Allir, sem heyrðu til hans, trúðu orðum
hans; óðara en hann hafði endað ræðu sína
kom upp ókyrð meðai kviðdómendanna, svo
sem væru þeir óþolinmóðir eftir að dæma hann
sýknan. Enn dómarinn stóð upp úr sæti sínu,
sneri sér að kviðnum og sagði þeim, að það
væri sín sárbeitta skylda að segja þeim, að
þeir hcfði ennþá aðeins heyrt orð, orð sem
væri vel hagað og væri nær því sannfærandi,
en ennþá væri engin sönnun þeirra fyrir hendi.
»Æ,» sagði Fransiskó, hvaða sönnun get eg