Nýjar kvöldvökur - 01.10.1907, Blaðsíða 6

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1907, Blaðsíða 6
246 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. «Nei,» svarðaði dómarinn, «en hvað hald- ið þér sé í honum?» «Rað sem í honum er« tók Fransiskó til máls, «er ritað með eigin hendi víkingaforingj- ans. Hann fékk mér hann í hendur áður en við fórum af skipinu, og hann sagði, að j?ar gæti eg séð, hverjir foreldrar mínir hefðu verið. Lávarður minn, eins og nú er varið hag mín- um, krefst eg þess að bögguliinn sé seldur mér í hendur, og er eg ófáanlegur til að Ieyfa að innihald hans sé lesið hér upp í dóminum. Ef eg á að deyja smánarlegum dauða, skulu að minsta kosti ekki frændur tnínir og ætting- jar þurfa að bera kinnroða fyrir þá sköinm, sem yfir mig hefir komið, því að leyndardóm- urinn um ætterni mitt og sifjar skal deyja með mér.» »Nei —nei, Iofið þér mér að ráða fyrir yður« sagði Eðvarð Templemóra í mestu geðshrær- ingu, «þessi rit, sem sakvotturinn getur vitnað um, að eru rituð með hendi kapteinsins, geta þó ef til vill staðfest alt það, sem þér hafið sagt, og orðið metinn sem fullgiidur vitnisburð- ur — er ekki svo, lávarður minn?« »Jú, ef það sannast að ritin sé réttfeðruð hygg eS að þeim verði ekki hrundið sem vitnisburði« svaraði dómarinn, einkum af þv* að mærin var við stödd, þegar kapteinninn fékk ákærða böggulinn, og heyrði hvað kap- teinninn sagði. Leyfið þér þá, ungi maður, að hann verði opnaður, og Iagður fram sem vitn- isburður í málinu? « »Nei« svaraði Fransiskó, »ekki nema eg fái fyrst að yfirfara innihaldið. Eg vil ekki að það komist út í alla — og ef eg get ekki orðið sýknaður á heiðarlegan hátt — svo verður kviðurinn að kveða upp dóm sinn.« Kviðurinn fór nú á afvikinn stað til að ráða ráðum sínum; en á meðan hann var á fundi, fóru þau Eðvarð Templemóre og Klara til Fransiskó, og margbáðu hann um að leyfa að opna böggulinn. En Fransiskó lét ekki und- an bænum þeirra. Að lokum stóð formaður kviðarins upp, til þess að kveða upp dóm sinn. Hátíðleg, lotningarrík þögn var um allan dóms- salinn, allir stóðu eins og á nálum. «Lávarður minn« sagði formaður kviðarins, »dómur vor hljóðar—« »Bíðið við, herra« sagði Eðvarð Temple- móre, og tók annari hendi yfir um Fransiskó, sem ekkert vissi hvaðan á sig stóð veðrið, en rétti hina til formannsins, »bíðið við, herra, dæmið hann ekki sekan hann er bróðirminn.« »Og verndari minn« æpti Klara, og féll á kné við hina hliðina á Fransiskó, og rétti bið- jandi hendur í loft upp. Rað var eins og lysti niður reiðarslagi, þegar þetta kom; formaðurinn hálf datt ofan í stólinn sinn, dómarinn og alt fólkið stóð for- viða og steinþegjandi. Fyrst var dauðakyrð — svo kom upp ys og þys mikill, ogætlaði dóm- arinn aldrei að geta gert enda á þeim látum. Eðvarð Templemóre, Fransiskó og Klara voru altaf í sömu stellingum, og aldrei hefir fegri hópmynd gefið að Iíta. Nú, þegar að þeir stóðu þarna saman, sáu allir í salnum, hvað þeir voru nauðalíkir ásýndum. Fransiskó var dökkvari á hörund en Eð- varð, af því hann hafði lengst ævi sinnar .verið í brunabeltinu, en andlitsfallið var ið sama.á báðum. Rað leið á nokkuru, áður en dómarinn gat komið á svo mikilli kyrð í salnum, að nokkuð væri hægt að gera, og þegar það var fengið, var hann í ráðaleysi með, hvað hann ætti að gera. fiðvarð og Fransiskó höfðu talast að eins lítið eitt við, og stóðu nú samsíða. »Lávarður minn« sagði EðvarðTemplemóre, »ákærði samþykkir að böggullinn sé opnaður.« »Já, eg gef leyfi til þess» svaraði Fransiskó dapurlega, «þótt eg búist ekki við miklu af inni- haldi hans. Æ, nú, þegar eg hefi alt að lifa fyrir, —nú, þegar eg er að reyna að halda dauðahaldi í lífið, finst mér á mér, að öll von sé úti. Dagar tákna og stórmerkja eru um garð gengnir, og aðeins það stórmerki eitt, að sjó- ræningjaforinginn risi upp úr gröf sinni, gæti nú sannað sakleysi mitt.«

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.