Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.10.1907, Qupperneq 7

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1907, Qupperneq 7
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 247 »Hann kemur úr gröfinni til að sanna sak- leysi þitt, Fransiskó« mælti þá dimm og drunga- leg rödd, svo að kaldur hrollur fór um alla í dómssalnum — en mest í gegnum Hawkhurst og ræningjana við grindurnar. Þeir afmynduð- ust í framan af óhug og hrellingu, þegar Kain skjögraði inn í vitnastólinn, jafn tröllslega vaxinn sem fyr. En það var samt ekki sami maðurinn, sem eg hefi áður lýst í sögu þessari. Hann hafði tekið af sér skeggið, og var fölur, magur og beinaber. Augun voru sokkin inn í höfuðið, hann var kinnfiskasoginn, og hafði berrings- hósta, svo að hann gat ekki talað nema með hvíldum. Pað var auðsætt að hann átti ekki marga daga ólifaða. »Lávarður minn« sagði Kain, og talaði til dómarans, »eg er Kain víkingur, — og var kap- teinn á »Hefnaranum«. Enn þá er eg frjáls. Eg er hingað kominn af eigin vild og hvötum til að vitna um sakleysi þessa unga manns. Ennþá hafa handjárnin ekki snortið hendur mínar eða hlekkirnir fætur mína. Eg er ekki fangi, og stend ekki á listanum yfir þá ákærðu. Fyrir því er ekkert hægt að mæla á inóti vitnisburði mínum eins og ástendur. Enginn þekkir mig hér í dóminum, nema þeir ákærðu einir, og þeirra vitnisburður er ógildur. Ress vegna bið eg um að mér sé stafaður eiður til þess að frelsa þenna ungling þarna — og aðeins til þess«. Eiðstafurinn var lesin upp með meiri hátíða- blæ en vant var. «Lávarður minn, og þið, háttvirtu kviðdóm- endur! eg hefi verið við hérna í dómssalnum síðan málsprófinn byrjuðu, og ber það fram að hvert einasta orð, sem Fransiskó hefir sagt ser til málsbóta, er satt. Hann er alveg saklaus af öllum ránskap og manndrápum, — ög sama mundi böggullinn hafa sagt; en svo eru í þeim ýmis leyndarmál, sem eg vildi óska að enginn vissi, nema Fransiskó einn, og til þess gekk Cg nij framj ag þypfti að opna hann nu- Hvernig þessi ungi sjóliðsforingi, sem hér stendur, hefir komist fyrir það, að hann er bróðir hans, veit eg ekki, en ef hann er líka sonur Cesilíu Templemóre, þá er það satt. Böggullinn sannar það alt saman. «Nú hefi eg borið fram minn vitnisburð, göfugu herrar, og þá er eg ánægður. Eg hefi gert gott verk, áður en eg dey, og ofursel mig nú í hendur réttvísinnar, af því að eg er ræningi og svívirðilegur manndrápari. Reyndar er nú hver seinastur fyrir mér, það á eg mann- hundinum þarna að þakka, en eg kýs heldur að líða þann dauðdaga, sem eg hefi til unnið með glæpum mínum og illvirkjum.« Kain sneri sér síðan að Hawkhurst, sem stóð þar rétt hjá honum, en stýrimaðurinn var eins og þrumulostinn. Hann var ekki búinn að ná sér eftir ofboðið, sem á hann kom, og fanst altaf, að Kain vera kominn þarna afturgeng- inn. »Mannhundur« öskraði Kain, og hafðimunn- inn fast við eyrað á Hawkhurst, »margbölvaði níðingur, þú átt að deyja eins og hundur, og enginn að hefna þín; drengurinn er frjáls og sýkn, og eg er lifandi.« »Er það þá satt að þú sért lifandi?« spurði Huwkhurst, og fór að jafna sig. »Já, snarlifandi — hold og blóð, findu, mannfýla, findu þennann handlegg, og gáttu úr skugga um það, þú hefir fengið að kenna á kröftum hans fyrri« sagði Kain háðslega. »Og nú hefi eg lokið erindinu, lávarður; vertu sæll, Fransiskö, eg elskaði þig, og hefi nú sýnt það í breytni minni að eg elskaði þig. Hataðu elcki minningu mína — en fyrirgefðu mér — já, fyrirgefðu mér, þegar eg er fallinn frá« sagði hann, og rendi augunum upp að loftinu í dóms- salnum. »Já, þarna er hún, Fransiskó, þarna er hún, lítt’ á» sagði hann og rétti báða armana upp yfir höfuð sér, »hún lítur til mín, og er brosandi. Já, Fransiskó, hún móðir þín sáluga brosir — og fyrirgefur — « Hann talaði ekki út; þegar Kain rétti upp handleggina, sá Hawkhurst hnífinn, sem var í belti hans; hann þreif þegar hnífinn eins og elding, og rak h$inn í gegnum víkingaforing- jann.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.