Nýjar kvöldvökur - 01.10.1907, Blaðsíða 9
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
249
F*að er naumast hægt að ásaka nokkurn
ungling fyrir það, þó að hann hafi minna vit
á kniplingum og böndum, en rússneskum vind-
iingum. Eðmund þóttist viss um, að þessi smá-
bögguli, sem hann var með í lófanum, gæti
varla verið meira en 80 pfenninga virði. Hann
tók upp buddu sína og lagði einn dal ofan á
blaðið, sem 80 stóð á.
Konan við skápinn leit steinhissa á hann.
«Það eiga að vera 80 mörk, herra minn.»
Eðmund datt allur ketill í eld. Hann átti
tæp þrjátíu mörk í buddunni; hann varð aiveg
dauðfeiniinn og ráðþrota; en svo náði hann
sér, lagði alla peningana sína á borðið, og
böggulinn með, og hvíslaði að konunni við
skápinn: < Jeg keypti þetta fyrir frænku mína,
en gleynidi að spyrja hana hvað það mundi
kosta. Afsakið, að eg bregð mér frá svo sem
tíu mínútur, svo skal eg greiða það sem á
vantar.«
Hann stökk út úr búðinni eins og kólfi
væri skotið.
Dyratjöld voru fyrir innri hluta búðarinnar.
^okkurt bil var á milli tjaldanna, og stóð þar
^'ðaidra kona, sem hafði horft á unglinginn
með mestu eftirtekt, á meðan hann var í vand-
ræðunum við peningaskápinn.
^ún kom fram í búðina.
«Hvaða vandræði voru þetta, sem ungi
ni<iðurinn komst í?» spurði hún og gekk að
skápnum.
"Hann hafði ekki nóga peninga til þess
Sre'ða áttatíu mörk, frú Neumann; hann
kemur aftur.«
! Hvernig stendur á því, að jafnungur
niaðui skuli vera að kaupa dj'rustu kniplingn?»
sína ^6^ bann tiat‘ keypt þá fyrir frænku
«Frú Neumann beið með óþolinmæði eft-
11 því, að hann kæmi aftur. Hún, sem æfinlega
ar svo hæg, var eins og orðin urnbreytt, Hún
® k um gólf óþolinmóðiega.
Loksins kom hann. Hann var sveittur, rétt
"is og hann hefði hlaupið óraleið.
'Fg viltist á götunum,« sagði hann, «og
6g áttl bágf með að rata á búðina aftur.«
Síðan rétti Eðmund hundrað marka seðil
að konunni við skápinn.
Frú Neumann gekk til hans.
»Eruð þér ókunnugur hér í Berlín?»
Eðmund sneri sér við og leit á þá er spurði,
— mæðginin stóðu andspænis hvort_öðru.
«Eg kom hingað í gær, og bý í Markgreifa-
götu hjá frú Heiser.«
Rödd hans hljómaði í eyrum hennar eins
og sönglist. Hún stóð andspænis syni sínum;
herra Formann hafði líka sagt henni, að hann
mundi búa þarna. Ætli gamli maðurinn hafi
ekki komið honum þar fyrir af ásettu ráði?
Kvenlegur roði rann í fölu kinnarnarhenn-
ar; hún starði djúpt inn í augu honum, eins
og hún ætlaði að lesa út alla leyndardóma
hjarta hans. Hana sárlangaði til að taka í hönd
honum, tala við hann, lengur og Iengur.
Búðarstúlkurnar urðu hissa á þessari fram-
komu hennar. Hún tók eftir því og bældi nið-
ur tilfinningar sínar.
Eðmund fanst hann hafa einhverstaðar áð-
ur séð þessa vinsamlegu konu. En honum datt
ekki í hug, að það væri sú kona, sem stóð
svo oft við girðinguna, þegar hann var að
leika sér á grasflötinni.
Frú Neumann var að reyna að finna upp
eitthvert ráð til þess að tefja hann nokkrar
mínútur enn þá, eða þá eitthvert annað, til
þess að hann yrði að koma þangað aftur helzt
á hverjum degi, alt af.
*Mamma,» kallaði skær rödd, og rétt á
eftir dró lítil, mjallhvít hönd dyratjöldin frá
og á að gizka sautján ára gömul stúlka kom
inn í búðina.
Eðmund horfði hissa á ungu stúlkuna, sem
leit brosandi ýmist á móður sína eða á hann.
Hún var eitthvað svo viðfeldin í framkomu og
eins í tali.
»Monsjör Malterre hefir enn þá skrifað ein-
hverjar skelfilegar vitleysur í reikningana frá
París. Eg á fult í fangi með að þýða bréfin
hans nákvæmlega. HamL er að mæla með ein-
hverjum kápuleggingum, að mér skilst. En eg
hefi engan botn í því, sem á eftir kemur. Ætl-
32