Nýjar kvöldvökur - 01.10.1907, Síða 15
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
hann í of náið samband við mannlega lesti
og eymd, og því hætti hann við það. Síðan
fór hann að fást við vélafræði, en liætti einnig
við hana bráðlega og gerðist blaðamaður. Sem
fréttaritari eins af helztu blöðum Parísarborg-
ar tók hann þátt í ófriðarleiðangri í stríðinu
milli Rússa og Tyrkja 1877 og ritaði daglega
af umsátinni um Pleona. Fór síðan skyndiferð
til Asíu, og fanst honum nú blaðamenskan vera
starf við sitt hæfi. Hann revndist líka ágætur
fréttaritari, og ávalt þegar Parísarblöðin sendu
menn út til þess að vera viðstadda og rita um
helztu viðburði veraldarinnar, var hann einn á
meðal þeirra. Skarpar gáfar, glögg dómgreind
og fjölhæf þekking, sem hann hafði aflað sér,
gerðu hann að ágætum blaðamanni.
Pegar þessi saga byrjar er hann þannig
orðinn nafnkunnur blaðamaour og vér hittum
hann í miður þægilegu orðastríði við herra
Bovreuil, sem hann skuldaði ekki smálitla
upphæð.
Af framan sögðu getur lesarinn nokkurn
veginn gjört sér ljóst hvernig kringumstæður
Lavaredes liafi verið, og að hann rnuni hafa
verið fátækur. Hann fékk að vísu mikið fé
fyrir að skrifa í blöðin, en honum hélst illa á
því og hann eyddi peningunum jafnóðum
hugsunarlítið. Hann hafði aldrei lært að bera
Umhyggju fyrir morgundeginum, var léttlyndur,
unni frelsi og frílífi öllu fremur.
Samtal hans við okurkarlinn hafði þó vakið
ýmsar hugleiðingar hjá honum.
»Karlrafturinn fer auðvitað og leggur hald
á laun mín við blaðið,« hugsaði hann, og það
ekki að ástæðulausu. »Síðan kyrsetur hann hús-
gögn mín og lætur selja þau, og eftir daginn
a morgun mun eg varla geta haldist hér leng-
Ur við. í dag ónáðar karlinn mig þó varla
uftur, svo að einn sólarhring fæ eg líklega að
vera í friði. Bezt að taka öllu með stillingu
°B geyma allar áhyggjur til morguns.«
^agurinn leið og hann hugsaði ekki meira
um þetta og um kvöldið sofnaði hann eins
rolegur og ánægður með sjálfan sig, eins og
hann væri dómari í hæstarétti, og um morgun-
255
inn vaknaði hann eigi fyr en konan, sem gætli
útidyranna á húsi því, sem hann bjó í, og
sem var vel til hans, vakti hann.
»Herra Lavarede,« sagði hún, eg kem hér
með bréf til yðar, það var sendimaður frá
málafærslumanni, sem kom með það. Hann
vissi ekki livar þér bjugguð og var því að
leita að yður í alt gærkvöld. Loksins gat hann
grafið upp bústað yðar og kom með bréfið
til mín seint í gærkvöld og bað mig að skila
yður því tafarlausí með morgninum.« »Pakka
yður fyrir, madama Dubois, en eruð þér viss-
ar um að það hafi verið sendimaður frá mála-
færslumanni, sem fékk yður bréfið?«
»Já, svo sagði hann.«
»Pað er nú svo, eg held þó miklu fremur
að bréfið sé frá fjárnámsgjörðarmanni. Pað er
eðlilega Bovreuil, karlinn, sem nú fer að gera
vart við sig og er að byrja atlöguna.
Lavarade þóttist nokkurn veginn viss um
þetta og hann stakk því bréfinu í vasa sinn
án þess að opna það, og fór í ró og næði
að Iesa morgunblaðið. Síðan hafði hann fata-
skifti og lagði af stað út á stræti, til þess að
fá sér morgunverð.
A leiðinni opnaði hann bréfið, til þess að
vita hvað það hefði að geyma, og var inni-
haldið á þessa leið:
»Málafærslumaður og skjalavottur réttarins,
Panabert skorar á yðnr að mæta á skrifstofu
sinni í Chateaudungötu hið allra fyrsta,til þess
að ræða um málefni yður viðvíkjandi.«
Endir fyrirkallsins var uppá venjulega mála-
færslumanna vísu, og gaf engar upplýsingar
um málefnið sjálft.
Laverede hafði eigi við neinu sérstöku að
snúast þá stundina, og ákvað því að finna
skjalavottinn þegar e'ftir morgunverð.
Á leiðinni þangað tók hann eftir Englend-
ing, sem hafði tvær konur í fylgd með'sér, á
gangstéttinni á undan sér.
Pað leyndi sér ekki, að þetta var enskt fólk.
Maðurinn var hár vexti með mikið yfirskegg,
og stóðu broddarnir beint út. Yfir sér bar
hann síða kápu og fötin voru úr stórrúðruðum