Nýjar kvöldvökur - 01.10.1907, Page 16
156
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
dúk, og bar þetta vott um að hér var enskur
ferðamaður. Önnur konan var öldruð og ekki
lagleg, en hin var ung og Ijómandi falleg og
Lavarede varð það ósjálfrátt, að stara á hana.
Á næstu gatnamótum vildi svo til, að þrír
flutningsvagnar mættust þar, sinn úr hverri átt-
inni, og varð umferðin við það ógreið. Yngis-
mærin fallega komst klakklaust fram hjá tveim
vögnunum, en afstaða hennar gagnvart þriðja
vagninum varð hættuleg. Hann fór allgeyst og
hefði, ef til 'vill, velt henni um koll og slcaðað
hana, ef Lavarede hefði þá eigi stokkið frani
og gripið í taumana á ækishestinum og með
snarræði stöðvað hann og vikið honum til
hliðar. Ökumaðurinn bölvaði, hesturinn brauzt
urn, göngufólkið í kring æpti, en ungfrúnni
var borgið.
Hún hafði í svipinn fölnað upp við hætt-
una, en náði sér þegar aftur, og rétti hún nú
Lavarede höndina og þakkaði honum hjálpina.
Englendingurinn og aldraða konan komu nú
líka og þökkuðu honum með handabandi.
xRað er ekkert að þakka,« sagði hann hálf
vandræðalega, »því hér v'ar eingin hæíta á
ferðum, ungfrúin mundi liafa getað vikið sér
undan. Hestarnir hérna í París fara þó ekki
svo geyst, að þeir kollvarpi fólki og aki yfir
það,«
»En þér hafið eigi að síður lagt yður í
hættu mín vegna. Er ekki svo, pabbi? Er það
ekki rétt frænka?«
»Efalaust, efalaust.« svöruðu bæði með al-
vörusvip.
»Rá hefi eg leyfi til þess, að þakka yður,«
hélt ungfrúin áfram, eg er enn svo óvöti hér
á götunum og stirð í snúningunum. Svo er eg
altaf ofurlítið hrædd, einkum þegar eg rata ekki
og veit ekki með vissu hvert á að fara.«
»Get eg á nokknrn hátt gert yður greiða?«
sagði Lavarede stimamjúkur. »Viljið þér eigi
að eg vísi yður leið?«
Faðir meyjarinnar svaraði þessu tilboði »Vér
erum á leið til málafærslumanns,« sagði hann.
Rað er skrítið, sagði Lavarede »það er
eg líka.«
Pað er málafærslumaður og skjalavottur,
sem vér þekkjum ekki.«
«Eins er það fyrir mér.«
»Hann býr í Chateaudungötu.«
»Minn er þar líka.»
»Hann heitir Panabert.«
»Minn heitir það sama.«
»Petta er altsaman undarlegt«
»Já, undarlegt, að svona skuli hittast á, en
þá eigum við öll samleið og verðum sam-
ferða.«
Pegar þau komu upp til skjalavottsins, af-
hentu þau fyrirköllin og síðan var þeim fylgt
inn á leyndarmálaskrifstofuna. Gamla konan
fór þó ekki inn, en beið úti fyrir í forsalnum.
»Svo virðist, sem við séum báðir komnir
í sömu erindagjörðum«, hugsaði Lavarede og
Englendingurinn, hvor fyrir. sig.
Herra Panabert gaf þeim ekki langan tíma
til þess, að grufla yfir þessu, því þegar komu-
menn höfðu heilsað og sagt til nafna sinna,
tók hann svo til máls:
»Herra Lavarede, hr. Murlyton og ungfrú
Aurett Murlyton! Mér hefir verið falið að til-
kynna yður þá sorgarfregn, að einn af mínum
beztu skjólstæðingum, stóreignamaðurinn Jean
Rikard, sé látinn.«
»Pað var frændi minn,« greip Lavarede
fram í.
»Hann var nágranni minn« sagði Englend-
ingurinn alvörugefinn.
Málafærslumaðurinn hélt áfram máli sínu
með mestu rósemi:
»Eftir ósk hins látna hefi eg boðað yður
hingað til þess að heyra lesna erfðaskrá hans,
sem í alla staði er lögformlega samin og stað-
fest.«
Hann las hinn venjulega formála erfða-
skránna fljótt og blátt áfram, en svo þegar aðal-
innihaldið kom, las hann hægt og hájíðlega
svo hljóðandi:
»Að meðtöldum eftirtöldum húsum, lóða-
spildum og öðrum fasteignum, ennfremur að
meðtöldum vaxtabréfum mínum, hlutabréfum
og skuldabréfum, ásamt reiðupeningum hjá