Nýjar kvöldvökur - 01.10.1907, Blaðsíða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1907, Blaðsíða 20
260 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Litlu síðar fóru ferðamennirnir, sem ætluðu með lestinni, að koma, og höfum vér áður kynst sumum þ'eirra í sögu þessari. Rar var t. d. kominn heiðursmaðurinn Bov- reuil með Penelope dóttur sína og þjónustu- stúlku hennar. Látum oss þá fyrst Iúka af úttektargjörð á ungfrú Penelope. Pví meir sem hún er athug- uð, því skiljanlegra verður það, að hr. Lavarede barðist gegn því með hnúum og hnefum, að bindast þessari yngisfrú. Hún var löng og mjó, hlykkjótt og stórbeinótt, gulleit í andliti með stórmennsku og fúlmennskusvip, dalítið skakk- eygð og munnófríð. Hún vissi að faðir henn- ar var ríkur, og mikillæti hennar og stórmensku var í mesta máta misboðið með því, að hr. Lavarede vildi eigi þýðast hana. Hún hafði Iagt á ráðin, að faðir hennar skyldi neyða hann til þess, að giftast sér, með því að herða svo að honum, að hann sæi sér eigi annan kost færan. Gamli Bovreuil var sokkinn niður í að lesa «Parísarbergmálið«, sem verið var að bera út. Hann kom fljótt auga ágreinina, sem Lavarede hafði skrifað deginum áður. í einum stað var þar talað um »herra Krumma, húseiganda og okurkarl af hræfuglakyni,» þóttist karl vita að hér væri átt við sig. Pegar hann var búinn að lesa, fékk hann dóttur sinni blaðið og benti henni á setninguna um sig, sem hann sagði að gæti ekki átt við annan, og spurði hana, hvað hún segði um slíka ósvífni. Pegar hún hafði lesið greinina, segir hún: «En hvernig er þessu varið? ’Pessi Lavraede, sem ekki vill eiga mig, á þannig að erfa 4 miljónir ef honum hepnast að ferðast kringum jörðina peningalaust.» «Já, en þú hlýtur að geta skilið, að hann er viti sínu fjær, úr því að hann hugsar sér að byrja á slíku.* »Eg vona líka að honum hepnist það ekki.» «Vertu alveg ókvíðin. Eftir fáa daga mun hann snúa aftur til Parísar, eyðilagður og ráða- laus, og þá skal rigna yfir hann stefnum og fjárnámsgjörðum, svo að hann megi láta sig, og þá mun varla Iíða á löngu, aður en hann kemur og biður þín, kurteislega og með lít- illæti.» Dóttirin andvarpaði. Aldrei var hún lagleg en sízt þó þegar hún var sorgbitin. »Bara að strákurinn væri ekki svona fal- legur og töfrandi, svo að eg gæti hætt að elska hann,« sagði hún og rendi kvikindis- augunum til himins. í þessum svifum komu nokkrir verkamenn með stærðar kassa á Iághjóluðum vagni, og vakti hann eftirtekt ferðafólksins fyrir það, hve stór hann var. »Líttu á, Penelope», sagði Bovruil, «það lít- út fyrir að þessi kassi eigi að fara sömu leið- ina og eg, á lokinu stendur með stórum stöf- um: «Panama.« »Pað er líklega orgel í honum,«sagði Penlope. »HeIzt Iítur svo út. Líklega er það einhver af verkfræðingunum við skurðinn, sem hefir skrifað eftir því til þess að leika á það í frí- stundum sínum.» «Varaðu þig á gulu veikinni hinu megin fað- ir minn. «Vertu óhrædd. Fyrir peninga er hægt að fá flest, einnig varnir gegn gulu veikinni. Svo þarf eg ekki að dvelja nema stutt hinu- megin. Eg á aðeins að líta eftir því hvort það hafi nokkurn árangur að halda áfram, safna nokkrum skýrslum, sem eg skrifa allar á lieim- leiðinni. Meiraen 14daga ætti eg ekki að þurfa að vera þar um kyrt og þannig á að gizka sex vikur að heiman, já, sex vikur í lengsta lagi, Eg mun senda þér símskeyti um það, hve nær eg kem til Panama og hve nær þú getur átt von á mér heirn. Eftir þetta samtal fór hr. Bovreuil inn í einn af dýrari farþegaklefunum. Par sátu fyrir aldraður hermaður og yngisfrú. Var þetta hr. Murlyton og dóttir hans. Pau höfðu verið jafn stundvís og flestir enskir ferðamenn, en þau höfðu svipast um eftir herra Lavarede, en hvergi fundið hann, sem ekki var von; hann hafði verið ósýnilegur frá því að hann fór út í geymsluhúsið. [Framh.]

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.