Nýjar kvöldvökur - 01.10.1907, Síða 23
NYJAR KVÖLDVÖKUR.
263
að starfi sínu mikið af deginum. En það er
langt frá því, að það sé léleg fæða, sem hann
ber á borð; og honum fer Iíka alt af fram ;
bezt og veigamest af öllu, sem hann hefir rit-
að, er Leysing, síðasta sagan, sem hann hefir
látið frá sér. Og hún tekur með djúpum og
skörpum skilningi á margan hátt á þeirri magn-
mestu og þýðingarmestu hreyfingu, sem bært
hefir á sér hér á íslandi nú á síðustu áratug-
unum, kaupfélagshreyfingunni, hvernig hún
fálmar fyrir sér í byrjuninni með vanþekkingu
og í ráðleysu, þykist vel fær í alt, en reynist
ráðalítii þegar í harðbakkana slær — en ætlar
þó að lifa af og vinna sigur á endanum. Retta
er stórt brot úr menningarsögu mannkynsins,
sem þarna er sagt í söguformi: baráttan eftir
því sem þarf að verða, en fæst varla, nema
menn séu færari til framkvæmdanna en menn
eru; og þangað til menn verða það, er varla
v>ð öðru að búast en vindhöggum og vitleys-
um; en það lærist af skaðanum og hefst um
síðir,
Jón Trausti gerir mikið að því að lýsa skap.
einkunnum (karakterum). Hann fer líklega lengst
í því af ölium, sem ritað hafa á íslenzka tungu.
Og honum tekst það víða ágætlega vel. Eg vil
nefna sem dænii Höllu, Rögtiu Rorgeirsdóttur
°g konuna í Bælinu. Sumar einkunnir, sem hann
hefir valio sér, virðast aftur hafa orðið honum
°iviða, t. d. Þorgeir kaupmaður. Santbandið í
sumu af því, sem hann gerir, virðist vera undra
s'jótt, og það svo að furðu gegnir, t. d. hvað
báiuunanlega heimskulega hann fer að brjótast
lr>n hjá sjálfum sér, jafn skarphygginn og hugs-
nnarfastur maður sem hann er, og mikiimenni
1 mörgu, og drengur góður. Blendnu skapein-
hunnirnar í mörgunt gáfumönnum eru að sönnu
°h vandræðalega brotnar, en enginn skyldi ráð-
ast í að lýsa þeim til hlítar nema sá, sem
Þekkir þær að fullu, og geíur gert grein fyrir
hlbrigðum þeim, er lcoma fram í skapi slíkra
manna. Halla og presturinn eru aftur ein-
íaldari; Halla er alt af sjálfri sér samkvæm;
hún er efnileg stúlka, og töluvert piltatál bæði
a fríðleik og myndarskap — og veit það vel;
hún gefur þeim undir fótinn, Ieikur sér að þeim
eins og köttur við mús, svo að vesalings Ól-
afur smali gerir sér beztu vonir með tímanum,
þegar hann þorir að nefna það. Presturinn er
aftur þreklítill andlegur ræfill, sem ekki er fær
um að standa í neinu andlegu stn'ði, en fer
eftir því setn hann girnist. Hann hefir aldrei
lært að beygja Iöngun sína, og aldrei komist
svo hátt, að kynnast neinni göfugri tilfinningu.
Halla er fyrsta stúlkan af öllum þeim, sem hann
hefir kynst, sem hanti elskar; en hann elskar
hana ekki svo mikið, að liann geti varast það,
að leiða þau bæði út í ógæfuna. Eftir atvikum
er báðum mátulegt, hvernig fór — bæði Höllu
og prestinum; en upp úr því fer hún vaxandi
að sama skapi og hann fer minkandi. Gömlu
prestkonunni er lýst meistaralega í fám dráttum
en af því að drættirnir eru svo fáir, er hún
svo ljós. Sömu skörpu drættirnir koma og fram
í Leysingu um sunta bændurna við réttina og
á kaupfélagsfundinum. Enda er sá fundur meist-
aralega ritaður frá því sjónarmiði, sem hann
er tekinn. Hann og brenna félagshússins eru
ritaðir með sttild; það er auðséð að maður-
inn hefir horft á húsbruna og horft á hann
sem skáld, enda stendur hann í mínum augum
ekkert á baki skipsbrunanum í «Garman og
Worse» eftir Kjelland, og er þá langt jafnað,
því að sú lýsing er snild. Pá eru og náttúru-
lýsingar fagrar og eðlilegar, þegar þær lenda
ekki út í húsgangs orðatiltækjum, eins og í Höllu,
bls. 113., sern ekki á við nema íkýmnisögum.
Rað má nærri undarlegt heita, að, þar sent
jón Trausti á í hlut með alla sína miklu htig-
kvæmni, að það er altaf einhver ræfill, sem
kemur fyrir í hverri sögu, svo að segja; það
er sarna persóiian, nteð sömu aðaleinkennun-
um, en ytra hjúpnum dálítið vikið við efir at-
vikum. Skapeinkunn þessi er aðfengin, og orð-
in svo margjöpluð, að hún má nú ekki koma
aftur. Fyrstur allra er Ólafur vinnumaður í
»Vonum» Einars Hjörleifssonar, svo fæðast all-
ir hinir á eftir honum: Sveinn Iappi hjá Gesti
Pálssyni, og svo Friðrik áttundi, Ólafur sauða-
maður og Einar í Bælinu hjá Jóni Trausta, og