Nýjar kvöldvökur - 01.01.1908, Síða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1908, Síða 18
16 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. rétti Bovreuil frá Parísarborg, var þolinmæði áheyrendanna lokið, og allir fóru að skelli- hlæja. Petta var of mikil raun fyrir okurkarl- inn. Hann misti alla stjórn á sér og óð upp á suma þeirra, sem við voru staddir með ill- yrðum og skömmum. Meðal annara móðgaði hann herra Murlyton, en það tiltæki var hon- um dýrkeypt. Englendingurinn rétti honum vel útilátinn löðrung utan á vangann, og dró auð- sjáanlega ekkert af honum. »Pessi fauskur leyfir sér að móðga mig í áheyrn dóttur minnar, hann þarf að vita hvað það kostar,» sagði Murlyton um Ieið. Bovreuil hafði oltið um við löðrunginn, og veltist nú um á þilfarinu og neri á sér dreyr- rauðan vangan. «Einnig hann erámóti mér.» skrækti hann, «-eg hélt þó að hagsmunir okkar myndu þó stefna í sömu áttina, en það gerir þessi böl- vaður Lavarede, þessi manndjöfull og ræningi.» »Atyrðið nú ekki „herra Bovreuil svona,» svaraði ungfrú Aurett, «sjáið þér ekki herra Lavarede,«að hann er einmitt að tala við stýri- mannninn um það, hvernig bezt sé hægt að hjálpa yður.» «Hann — að hjálpa mér — Drottinn minn — en hvernig þér getið talað,» — og í ó- sköpunum yfir þessu stökk hann á fætur. Lavarede var þá einmitt að tala við stýri- manninn um, hvernig ætti að fara með aumingja geggjaða manninn. Hvað svo sem átti að gera við hann ? skip- ið var komið út á rúmsjó, og það var ekki hægt að kasta mannræflinum í sjóinn. Stýri- maður og Lavarede töluðu við skipherra um þetta, og þeir komu sér saman um að rétt- ast væri, með tilliti til annara farþega, að loka þennan geggjaða mann inni í sjúkraherbergi skipsins á næturnar, af því að hann kynni að fá eitthvert kast, þegar minst vonum varði. Hann gæti svo borðað hjá hásetunum, og til þess að láta hann vinna fyrir mat sínum væri hægt að láta hann fara ofan í kolarúmið og hjálpa til að moka frá ösku, og færa að kol, og á annan hátt að aðstoða kyndarana. A slíkum skipum er ávalt nægilegt að vinna niðri við katlana; maðurinn virtist- hafa góða krafta og vera ivel vinnufær. Lavarede sneri sér þvi næst til Bovreuils, sem var nýstaðinn upp eftir löðrunginn, sem Englendingurinn hafði vikið honum. Byrjaði hann svo með mestn geðfró, en háðslegu brosi, að skýra Bovreuil frá, við hver kjör hann ætti að fá að búa og hver störf honum væru ætl- uð þar á skipinu. Bovreuil var nærri sprungin af bræði, þeg- ar hann heyrði um hlutskifti það, er honum var ætlað. «Svo hann ætlar að taka þessu á þennan hátt, en ilt má það heita, ef ekki er hægt að laga þrælinn til.« «Nei, nei,» öskraði Bovreuil bálvondur, «eg fer ekki fet ofan í kolarúmið, þið hafið ekk- ert leyfi til þess að setja mig ofan til kyndar- anna. Eg er farþegi. Eg hefi minn farmiða og eg vil hafa mitt herbergi. Pað er eg sem er Bovreuil. Eg hefi peninga. Lítið á, lítið« á og hann rétti fram vasabók, sem bungaði út und- an bankaseðiunum. Einn af hásetunum þreif liana af honum og rétti hana að Lavarede. «Petta er auðvitað vasabókin yðar,« sagði hann. Lavarede bandaði með hendinni á móti og sagði: «Látum hann hafa hana fyrst um sinn, ef við tökum hana af honum, verður hann ein- ungis óðari, eg bið yður að eins að minnast þess herrar mínir, að eg á farmiðann i vasa- bókiuni.* Ungfrú Aurett og faðir Iiennar lituánægju- lega hvort til annars. Pau höfðu í svipinn verið hrædd um að Lavarede myndi neyðast til að fara óærlega að ráði sínu, en hann flaut fram hjá þessu skeri. Hann lék óvin sinn grátt, en hann stal ekki af honum. Sjö daga ferð er frá Santander til azorisku eyjanna og »Lorraine» tók nú stefnuna þangað. Hinn ógæfusami Bovreuil hafði alls ekki heilsu til að vera alla þessa daga niðri í hinu óholla kyndararúmi. í byrjuninni bölvaði hann og

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.