Nýjar kvöldvökur - 01.01.1908, Page 20
18
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
Borgin þögla.
Hertogina af Saxebury var kominn með
enska herinn yfir landamæfin, inn á láglendi
Skotlands, og tjaldaði herbúðir sínar við fljót
eitt, þar sem hann lét fyrirberast um nóttina.
Pað var asi á Saxbury, því hann ætlaði að ná
í vesturher Skota og berjast við hann, áður
hann næði að sameinast austurhernum.
Pó að komið væri fram undir miðnætti
var enn þá dauf dagsbrún á vesturloftinu, og
við birtuna af henni sázt móta fyrir rammgjörðri
kastalaborg. Það er miður heppilegt, fyrir hvaða
her sem er, að hafa óvinaborg að baki, en
hertoganum lá svo mikið á að komast áfram,
að hann þorði ekki að eyða svo miklu, sem
einni klukkustund, til að taka borgina. Her-
mennirnir urðu að fara af stað aftur, strax og
þeir voru búnír að hvíla sig dálítið.
Herforinginn hugsaði sig um í nokkrar
mínútur, svo gerði hann orð eftir yngsta for-
ingjanum í her sínum, Edvarð Bingham, lá-
varði, og að einni mínútu liðinni stóð hann
fyrir framan hertogann.
»Bingham« sagði hertoginn, »við verðum
að ná borginni þarna á okkar vald. Um Ieið
og gefið er merki til að halda af stað í fyrra-
málið, skuluð þér taka með yður hundrað
menn og eina fallbyssu. Vinnið borgina, og
komið svo á eftir, svo fljótt, sem þér getið.»
»A eg að eyðileggja borgina, herra hershöfð-
ingi ?»
«Ekki nema hún veiti mótspyrnu. Dragið
upp enska fánann á henni, takið það loforð
af setuliðinu, að það skifti sér ekki af stríðinu,
og komið síðan. Eg þori ekki að missa hundr-
að menn, og þess vegna verðið þér að hraða
yður, sem mest þér megið. Eg trúi yður fyrir
þessu, af því eg vil að það gangi fljótt, og
af því eg veit, að yður Iangar til að vinna
yður eitthvað til frama.»
Edvarð lávarður hneigði sig og yfirgaf
hershöfðingjann. Síðan fór hann til manna
sinna, og sagði þeiin, hvað þeir ættu að starfa
næstu daga. og lagðist svo til svefns.
Að fjórum ktukkustundum liðnum sat Bing-
ham á hestbaki og reið í broddi fylkingar sinn-
ar -vestur á Ieið til borgarinnar, meðan megin-
herinn þeysti á stað í norðurátt.
Hinn ungi maður hafði gaman af, að virða
borgina fyrir sér. Hún var ólík samskonar borg-
um sem hann hafði séð. Hún lá mitt á lítilli
sléttu, og þó voru hvorki varnargarðar eða
díki í kringum hana. Pað var ferhyrnd stein-
bygging, með stórum sívölum turni í hverju
horni og bæði í múrunum og turnunum voru
skotaugu. Regar nær kom, sá hann að hliðið
var lokað með sterkri járngrind, og fyrir inn-
an hana var járnbent hurð. Pað sázt enginn
maður hvorki á múrunum né við hliðið. —
Lávarðurinn lét menn sína nema staðar lítinn
spöl frá borginni. Fallbyssunni var snúið þann-
ig, að opið sneri að hliðinu, jafnvel þótt hinn
ungi yfirmaður væri í efa um, hvort borgar-
búar þektu svo þessa nýju stríðsvél, að þeir
hefðu hinn tilætlaða ótta af henni. Aftur á móti
var hann ekki í efa um, að hún væri að minsta
kosti eins hættuleg fyrir hans menn og óvinina.
Sökum þess, að alt var svo kyrt og hljótt
í borginni, vonaðist hann eftir að hún mundi
gefast upp, því ef svo væri ekki, hvers-
vegna komu þá ekki borgarmenn fram og
sýndu hvað þeir gátu? Með blaktandi fánum
og sinn lúðurþeyíarann við hvora h.lið, reið
hann djarflega að borgarhliðinu.
Eftir að búið var að þeyta lúðrana hátt og
snjalt stóð Edward lávarður upp í ístöðunum,
og krafðist þess að borgin gæfist upp, ásamt
því að hann hét borgarmönnum náð konungs-
ins, ef þeir vildu vinna honum hollustueið.
Síðan beið hann dálitla stund, en ekkert svar
kom. Lúðrarnir voru þeyttir aftur og áskorun-
in endurtekin, en alt kom í sama stað niður,
og í þriðja sinn fór á sömu leið.