Nýjar kvöldvökur - 01.01.1908, Side 22
20
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
tól sitt, en hinir liðsmennirnir viku lotningar-
fullir aftur fyrir þá án þess að bíða eftir að
þeim væri skipað það. — Tveir menn hlóðu
fallbyssuna meðan yfirstórskytinn, fölur en ró-
legur, kveikti á strývöndlinum og fékk hann til
að Ioga. Síðan gekk hann á tánum, og með
útréttan handlegg að ófreskunni, en aðstoðar-
menn hans flýðu til hinna. Rað brá fyrir Ijós-
glampaogkomþrumandibrakogbrestir; fallbyssu-
kúlan skall á múrnum mörg fet frá hliðinu, og
valt svo út í grasið.
»Hlaðið aftur, og snúið fallbyssukjaftinum
beturtil vinstri hliðar!« hrópaði Bingham, »Eg
hefði getað kastað kúlunni betur.»
'Mennirnir ætluðu að fara að gera, sem hann
sagði þeim, en þá urðu allir skyndilega ótta-
slegnir við það, að jörðin lyftist með voða-
legum dunum og dynkjum undir fallbyssunni.
Hún lyftist upp að framan og sökk svo niður
milli kerrubrotanna. Pað gaus upp stór, hvít-
ur reykjarstrókur, og þegar hann var rokinn
burtu, sást gríðarstór hola, sem að eins fall-
byssukjafturinn stóð upp úr. Stórskytarnir,
allir þrír, höfðu kastast um, og voru allir löðr-
andi í leðju og púðurreyk.
Hermennirnir fóru að ókyrrast. «Retta er
verk fjandans sjálfs!« öskruðu þeir. «Við skul-
um fara héðan! Vér finnum svo glögt Iyktina
af brennisteinsdíkinu.«
«Petta er ekki annað en púðurgryfja* sagði
Edvarð lávarður. »En færið ykkursamt frá, menn;
það geta verið fleiri slíkar gryfjur hér. Setjið
upp tjöldin, og farið að taka til morgunmat-
inn. Vér verðum að lúka ætlunarverki voru hér
og getum ekki verið með í fyrsta bardaganum
móti Skotum.« —
Meginherinn var nú alveg horfinn, og
foringi þeirra var í líku hugarástandi og yfir-
gefnir sjómenn á eyðiströnd. Edvarð lávarður
gekk fram og aftur í grasinu, og hugleiddi
hættuna, sem hann var í, um leið og hann
við og við skotraði augunum ískyggilega til
borgarinnar.
Þegar liðsmennirnir höfðu matast, skipaði
hann þeim að draga fallbyssuna upp úr gryfj-
unni, en það var verk, sem þeir gátu ekki leyst
af hendi, því bæði var hún þung og slæmt
að eiga við hana, og svo vantaði þá öll áhöld
til þess. Alt af á meðan þeir voru að bisa
við hana, gaf lávarðurinn borginni auga; en
hann gat aldrei komið auga á nokkra lifandi
veru þar. Regar mennirnir loks voru hættir
við fallbyssuna, flestir gengnir til hvílu, og bú-
ið að setja vörð, læddist lávarðurinn í myrkr-
inu kringum borgina fast við múrinn.
Hann nam staðar öðruhvoru og hlustaði
nákvæmlega, en heyrði ekkert. Síðan gekk hann
að tjaldi sínu, kveikti á blysi og gekk meðfram
röðum hermannanna, sem allir sváfu, þangað
til hann fann þann, sem hann var að leita að.
Hann slökti á blysinu og sló á öxlina á
honum. Hann vaknaði strax, stökk á fætur og
heilsaði foringja sínum. •
«Sjómaður« sagði lávarðurinn, »mig fýsir að
reyna frækleika þinn enn þá einu sinni. Komdu
með mér, en farðu gætilega; taktu enn gildari
kaðal og reyndu að kasta honum upp. Rú þarft
ekki að vera hræddur, eg ætla ekki að heimta
að þú klitrir upp»
Að lítilli stundu liðinni hékk lykkjan aftur
um einn múrtindinn.
»Agætt hjá þér, sjómaður!« sagði lávarð-
uriun lágt, «nú máttu fara og leggja þig til
hvíldar aftur.«
Peir gengu til herbúðanna aftur, en á miðri
leið nam lávarðurinn staðar og starði á
hina þöglu borg, hér um bil í hálfa
klukkustund. En þegar hann sá ekkert ljós,
gekk hann aftur að múrnum og fann kaðalinn.
Hann var heill. Hann setti fæturna ímúr-
nn og klifraði upp hægt og hljóðlega. Hann
komst alla leið upp að múrtindinum, sveiflaði
sér upp og þreifaði fyrir sér með fótunum
hinumegin, og stóð eftir fáein augnablik heill á
hófi inni á borgarþakinu. Svo skreið hann á-
fram mjög gætilega á höndum og fótum, til
þess, að vekja ekki hávaða og komst loks á
þann hátt svo langt; að hann gat gægzt niður
í hallargarðinn. F*að var niðamyrkur þar niðri,
nema á einum stað var ofurlítil Ijósglæta. Hann