Nýjar kvöldvökur - 01.03.1910, Page 1
GULLFARARNIR.
Ef ti r
Gabriel Ferry.
VI. KAPÍTULI.
Fabían.
Tunglsljósið skein fagurt yfir skóginn, og
náttvindurinn vaggaði toppunum rólega, eins
og maisökrunum fyrir sóisetrið. Tunglsbirtunni
skaut draugalega niður á milli trjánna, ogvarp-
aði bleikum blettum á sumaktrjáabörkinn, hnúsk-
ana á korkeikunum og Ijósleita laufið á járn-
trjánum. Mislitur mosinn á trjánum leit út til-
sýndar eins og marglitur dúkur, og vafjurtirn-
ar glitruðu eldrauðar innanum silfurblikandi
blómaskrúð.
I einum stað út við skógarjaðarinn stóðu
trén gisið; logaði þar eldur, og bar birtu frá
eldinum þar í kring, en því dimmra sýndist
aftur vera í skógarþykninu fyrir utan.
Tígraveiðararnir höfðu sezt þarna að og
kveikt upþ eldinn. Pað voru sömu mennirnir
og við höfðum kynst áður úti við vatnsbólið
í eyðimörkinni. Risavaxni maðurinn var að
steikja stóreflis-ketflykki á glóandi koleldinum.
«Já, en þér gáið ekki að því, Pepe,» sagði
hann við félaga sinn, sem sat þar hjá, og virt-
ist vera í þungu skapi, »að við þyrftum að fara
að koma sem fyrst af okkur því sem við höf-
um haft upp úr veiðum okkar nú í tvö ár,
og reyna að selja það í Aríspe. Eg hefi að
eins gert það þér til hæfis að selja hvorki
tígrafeldina né púmuskinnið í hasíendunni.*
«Og gerir hvorki til né frá; Aríspe hleyp-
ur varla frá okkur, og þessum þrem skinnum
getum við þó komið af okkur í hasíendunni,
N. K. IV.^4.
ef alt um þrýtur,» svaraði hinn veiðimaðurinn
í versta skapi. «En tækifærið til þess að gera
upp reikningana við mannfjandann, sem eg
hata af öllu hjarta, og slysaðist á götu rnína
hérna á öræfunum, það get eg ekki látið ó-
notað.»
»Hefndin er ávöxtur, sem er girnilegur eins
og margt annað, áður enn menn taka hann, en
er beiskur, þegar menn eru búnir að ney.ta
hans,« svaraði Kanadarinn stiliilega.
«Eg skil þig ekki, Bois-Róse,» sagði Pepe
eftir stutta þögn; «hefir þú ekki slegið af heil-
marga Apaka, Síúxa og Krákuindíana, að ó-
töldum allmörgum af öðru rusli, bæði með
byssu og hníf, — og svo ætlar þú að fara að
meina mér að jafna viðskiftin við helfjanda
minn!»
«Pað er alt annað mál, gamli vinur minn;
Indíanarnir hafa kvalið mig, höfuðflegið mig
til hálfs» — Bois-Róse skaut loðhúfunni aftur á
hvirfil, og strauk með fingrinum eftir breiðu
öri, sem var meðfram hársrótunuin yfir öllu
enninu. — »Peir hafa tekið alt sem eg átti og
hafði undir höndum, og ætluðu að drepa mig
í þokkabót —við þá hefi eg barizt í neyðar-
vörn, en samvizka mín er alls ekki ánægð með
það, að hafa sent svo marga rauða hermenn
yfir í veiðilönd hinna sælu manna. Indíanarnir
eru líka menn, —því megum við ekki gleyma
— og þeir höfðu forréttindi til þessa lands,
sem við, hinir hvítu menn, svældum undir okk-
ur setn okkar eign, samkvæmt þeitn náttúru-
lögum, að sá verði að þoka, sem er minni
máttar,»
10